Hvernig á að meðhöndla útrásarvíkingan í endurreysninni.

Mikið er nú rætt um ráðstöfun bankanna á fyrirtækjum í hendur þeirra sem "sukkuðu" fyrir hrun og sterk krafa er uppi um að stjórnvöld grípi þar inn í. Forsætisráðherra er líka gagnrýnd harðlega fyrir rök sín í þessu máli sem komu fram í ræðu hennar á Viðskiptaþingi nú nýverið.

Nokkur atriði eru að mínu áliti grundvallarforsendur í þessu stóra og viðkvæma máli.

Hvað varðar þá sem brutu af sér hér í fjármálaheiminum, þá er verið að rannsaka mörg mál, þó ekki sé farið að dæma enn í neinu þeirra. Lagabreytingar sem herða verulega leikreglurnar í fjármálakerfinu og hert utanumhald þeirra laga, liggja nú fyrir Alþingi. Við verðum að fara að lögum og það tel ég vera grundvallar forsenduna í öllu endurreisnarstarfinu.

Við gagnrýnum það harðlega og með fullum rétta að ekki hafi verið farið að lögum hér fyrir hrun og það í stórum stíl. Við verðum því án undanbragða að fara að lögum eftir hrun, ef hér á að verða friður um það sem gert er og gert verður.

Gleymum því ekki að þeir sem ekki fóru að lögum fyrir hrun, bíða nú eftir því að núverandi valdhafar misstigi sig á lagalega sviðinu. Munum að þeir sem brjóta lögin vísvitandi, kunna lögin líka ansi vel og koma því betur auga á mistök, verði þau


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég kann nú ekki lögin og reglurnar á Íslandi en víða er það þannig að ef menn hafa keyrt fyrirtæki í gjaldþrot að ekki sé talað um gerst brotlegir við lög að þá er þeim meinað að reka fyrirtæki svo árum skipti.

Á Íslandi virðist ekki vera neinar hindranir fyrir því að menn geti hagað sér eins og þeim sýnist í þeim efnum og verið jafna góðir og gildir atvinnurekendur í augum banka og stjórnvalda. Þetta finnst mér og að ég held flestum öðrum bara alls ekki vera í lagi.

Jón Bragi Sigurðsson, 22.2.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eins og ég bendi á í færslu minni er verið að vinna að umtalsverðum breytingum á löggjöfum fjármálakerfið hér á landi. Ég er sjálf ekki löglærð, en veit þó að með hertum og endurbættum lagaramma, á að vera hægt að stemma stigu við fjármálagjörningum og fyrirtækjanetum eins og hér viðgengust. Sömuleiðis með auknu eftirliti og ákveðnari heimildum til að grípa inn í þegar ekki er farið að lögum. Hvað varðar þennan tiltekana þátt sem þú talar um Jón Bragi, þá veit ég ekki nægilega mikið um það hvernig á honum verður tekið, en tel víst að hann hafi verið skoðaður. Hef ekki lesið frumvörp Viðskiptaráðherra en þau eru öllum aðgengileg á vef Alþingis www.althingi.is undir þingmál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband