21.2.2010 | 15:55
Jákvæð skref í réttindabaráttu kvenna í Sádi Arabíu
Jákvæðar fréttir eru að berast frá Sádi Arabíu þar sem verið er að vinna að löggjöf sem heimilar kvenlögfræðingum að gerast málaflutningsmenn og flytja mál fyrir dómi þegar verið er að fjalla um sifjarétt, skilnaði og forsjá barna. Þetta hljómar undarlega hér á landi, en er þó stórt skref í átt til jafnréttis þar í landi. Svo dæmi sé tekið er heimild kvenna þar í landi til að aka bíl er afar þröng, svo ekki sé meira sagt.
Kvenlögfræðingar hér á landi er ekki svo gömul stétt, þó hún sé fjölmenn í dag. Við skulum heldur ekki gleyma því að kosningaréttur kvenna hér á landi er einungis 95 ára. Þó konum hér væri aldrei bannað með lögum að aka bifreið, þá er ekki langt síðan það var ekki til siðs að konan keyrði, ef karlmaður var í bílnum. Á mögum heimilum er enn haldið í þessa hefð og nokkuð um að eldri konur hafi ekki bílpróf.
Fögnum því íslenskar konur með kynsystrum okkar hvar sem er í heiminum, sem ná fram auknum rétti í sínu landi
Konur mega vera málaflutningsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Konum.... er skylt að vera aðskildar frá karlmönnum utan fjölskyldunnar þegar þær ganga erinda sinna“ !!!! Ég velti fyrir mér hvort skylt sé að karlkyns fjölskyldumeðlimir fylgist með þegar þær ganga erinda sinna? Eða ætli þýðandinn hafi ekki vitað hvað máltækið „að ganga erinda sinna“ þýðir? Alltént kæri ég mig ekki um að fylgjast með því þegar mínar konur fremja þá athöfn og einhvern veginn hefur mér líka skilist að þær kæri sig ekkert sérstaklega um mína nærveru við þær kringumstæður. Allavega læsa þær að sér. En sinn má vera siður í hverju landi!
Tobbi (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 21:59
Tobbi minn, Að ganga örna sinna heitir það víst, þó að mbl sé að koma fyrir einhverju setningarskrípi þarna í fréttina sína, sýnist þetta helst vera blanda af "að sinna sínum erindum" og "að ganga að sínu.." eða eitthvað þessháttar.
ingi (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 01:43
Það er nokkur vinsæl leikur nú til dags að toga og teyja setningar og orðatiltæki. Réttindi kvenna eða öllu heldur réttleysi þeirra um allan heim, er stærra mál en svo að ómerkilegur útúrsnúningur eigi þar við. Réttleysi kvenna er alheimsvandi og er að valda ómældum skaða og hörmungum. Viðhorf okkar kvenna til allra hluta eru byggð á öðrum forsendum en hjá körlunum. Þar sem kúgun kvenna er mest, er að öðru jöfnu um að ræða ógnarstjórnir í einhverri mynd. Lýðræðinu vex líka fiskur um hrygg í réttu hlutfalli við aukningu kvenna í stjórnarstöðum ríkja.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2010 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.