Tilhæfulaust með öllu

Hverju datt þessi vitleysa í hug. Sigmundur Davíð var að ýja að einhverju svona fyrir helgina, en hvort þessi róghugmynd var frá honum komin eða ekki, þá hefur fjármálaráðherra vísað henni í bug með afgerandi hætti. Þið "ritsnillingar" í móunum, ekki meiri bullusögur takk.


mbl.is Segir fréttina tilhæfulausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það þarf að fá skýringar á þessu. Ekki er verið að reyna að spilla líklegu samkomulagi?

Jón Halldór Guðmundsson, 21.2.2010 kl. 00:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki uppruna spunans að leita í Hádegismóum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2010 kl. 00:58

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Spuninn var að minnsta kosti birt í Mogganum og því blaði er ritstýrt í Hádegismóum. Mér þætti ekki ólíklegt að þessi fréttafluttningur verði skoðaður sérstaklega. Guðmundur Steingrímsson er ekki sammála sínum formanni. Birti það hér á eftir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 12:31

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það þarf ekki neina snillinga til þess að sjá hvaðan þessi smjörklípa kemur. Ég las mogga í gær eftir langt hlé og það er ekki um að villast að kanónumiðið er stillt á stjórnarráðið og skotið grimmt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.2.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað er þetta beint skot úr móunum, líklega er ritstjórinn búinn á átta sig á því að mogginn er líka lesinn í útlöndum. Skotin eru grimm þessa dagana bæði úr móunum og annars staðar frá. Hreinn Loftsson er að fá málið og farinn að segja d-sögur, þar er að hans sögn af nógu að taka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 13:34

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo er það stuttur pistill frá Guðmundi Steingrímssýni, af pressunni í gær:

Ísbjörg

Þegar Landsbankinn féll stóð upp úr öðrum hverjum manni að Icesave-reikningarnir yrðu ekkert mál. Eignir bankans myndu dekka þá.

Í því mati gerði enginn ráð fyrir að Bretar og Hollendingar myndu lána Íslendingum fyrir lágmarkstryggingunni. Enginn gerði ráð fyrir vaxtakostnaði af láni til þess arna.

Þar liggur hundurinn grafinn og hefur alltaf legið. Icesavemálið er í sjálfu sér einfalt: Eignir (sem vaxa) koma upp í skuldir.  Málið dautt.

Vaxtareikningur á hendur íslenska ríkinu , upp á hundruði milljarða, er stílbrot á þessum einfaldleika. Þar liggur ósanngirnin.

Ef hægt er að ná umtalsvert niður vöxtunum á Icesaveláninu, eða búa þannig um hnútana að Bretar og Hollendingar fái eignir Landsbankans upp í sitt lán – og ef eitthvað stendur út af borðinu má hugsanlega semja um meðferð þeirrar upphæðar síðar – ætti málið að vera leyst.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband