Sjálfstæðismenn í Kópavogi að hreinsa til

Þó ég sé ekki Sjálfstæðismaður og ekki heldur Kópavogsbúi, þá hef ég í kvöld fylgst með talningu prófkjöri flokksins í Kópavogi. Ég vil senda Kópavogsbúum hamingjuóskir með að hafa sett Gunnar Birgisson til hliðar. Kominn tími til að minnka aðeins spillinguna í því byggðarlagi.


mbl.is Ármann öruggur í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki að Kópavogsbúar séu ekki stórundarlegir þegar kemur að því að velja sér fólk til forystu.

En hefði Gunnar náð oddastöðu, þá hefði maður hreinlelega misst endanlega alla trú á bæjarfélaginu.

hilmar jónsson, 20.2.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Gunnar er nú ekki dauður enn.

Hann klýfur flokkinn.Og ég spyr. Hreinsa til? Hvað eru þeir að hreinsa tilVar ekki Ármann samverkamaður Gunnars á síðasta kjörtímabili, en þarna fékk hann tækifæri til að reka ríting í bak Gunnars.

Hann hefði aldrei þorað ef Gunnsi hefði verið bæjarstjóri, þá hefði Ármann sleikt afturendann á Gunnsa.

Sveinn Elías Hansson, 20.2.2010 kl. 22:41

3 identicon

Hafðu ekki áhyggjur af okkur Hilmar gunnar hefur búið okkur vel í haginn. hugsaður frekar um þitt bæjarfélag enda erfiðir tímar framundan hjá ykkur í Reykjavík

Sigurgísli (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 22:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Gunnari var ýtt niður listann að því gefnu að hann fari ekki í fýlu og sérframboð (Sem hann vonandi gerir). Annars er engin stórhreingerning í Kópavogi meðan Gunnar fær tæplega helming atkvæða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2010 kl. 22:48

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég sagði líka að minnka aðeins spyllinguna í Kópavogi, ekki að hún yrði hreinsuð út af Íhaldinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 00:03

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Gömlum spillingarmanni skipt út á móti nýjum. Ármann Kr. var aðstoðarmaður samgönguráðherra (Halldórs Blöndal) og þá sýndi hann hvern mann hann hefur að geyma. Hann ákvað að öll auglýsinga- og pr mál Símans yrðu flutt til nýstofnaðrar auglýsingastofu sem hét því frumlega nafni Nonni og Manni. Og varla þarf að taka fram að Ármann var sjálfur eigandi þessarar auglýsingastofu...

Jón Bragi Sigurðsson, 22.2.2010 kl. 10:41

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við erum líka að tala um Sjálfstæðismenn og það breytir stöðunni töluvert. Ef þeir vildu ekki Gunnar efstann varð að finna annan Sjálfstæðismann í staðinn. Kannski enginn óspylltur í boði sem hefði getað fellt Gunnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband