18.2.2010 | 17:32
Hver má tala um ICESAVE og hver ekki ?
Sigmundur Davíð hefur allt frá því að hann tók við sem formaður Framsóknarflokksins verið með gífuryrði um alls kyns mál sem tengjast stjórnmálum á Íslandi. Hann er búinn að flytja óteljandi skammarræður á alþingi, í dagblöðum og í sjónvarpi. Nú setur hann ofan í við alla þá sem voga sér að láta eitthvað frá sér fara um ICESAVE og þær viðræður sem fara fram í London og er honum ekki að skapi.
Hann fór mikinn í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni áðan um skrif og ummæli Indriða H Þorlákssonar, Þórólfs Matthíassonar og annarra sem skrifað hafa um málið út frá sjónarhóli ríkisstjórnarinnar. Hann talaði líka um frétt sem birtist í bresku blaði í morgun eins og þar væri svik á ferðinni. Það hefur sennilega gleymst að segja þeim í London að Sigmundur Davíð annaðist ritskoðum á öllu sem sagt er og skrifað um málið.
Ég hef ekki haft mikið álit á SDG fram að þessu en nú tók steininn gjörsamlega úr. Hann þvaðrar og þvaðrar án allrar ábyrgðar og skammar svo allt og alla í kringum sig. Þetta er bullustrokkur sem ekkert mark er takandi á og veit oft ekki um hvað hann er að rausa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þessa greiningu á SDG.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.2.2010 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.