16.2.2010 | 23:15
Algjörlega ósammála formanni Heimssýnar
Ásmundur Daði þingmaður VG og formaður Heimssýnar lýsti þeirri skoðun sinni og Heimssýnar í kvöldfréttum að réttast væri að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka, honum finnst það líka sóun á peningum að fara í aðildarviðræður nú. Hann valdi svo málaflokk þar sem hægt væri að fresta niðurskurði hjá fyrir það fé. Það er auðvitað sterkt hjá Ásmundi Daða að nefna heilbrigðismálin því þann málaflokk vilja allir verja gegn niðurskurði.
Að mínu áliti kemur bara alls alls ekki til greina að draga umsóknina til baka og undrast ég raunar Ásmundur Daði skuli nefna slíka firru. Að tala um frestun aðildarviðræðna eða að fara ekki í þær nú er að mínu álit algjörlega ófært. Ég hef fagnað því hér á síðunni fyrri í kvöld að viðræður muni hefast innan tíðar og tel að þar séum við að fjárfesta til framtíðar í bættri stöðu almennings hér á landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólmfríður mín, það átti enginn von á öðru en að þú fylgdir flokkslínunni. Í Sjálfstæðisflokknum yrði þú flokkuð með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, sem öfgamanneskja. Þær eru íslenskir pólitík hættulegust. Asnaeyrun fara þér vel!
Sigurður Þorsteinsson, 16.2.2010 kl. 23:27
Ein aðalástæðan fyrir því að ég valdi Samfylkinguna sem flokk sem ég vildi starfa með, var og er sú stefna að sækja um aðild að ESB. Loksins var einhver flokkur sammála mér í þessu máli og því fagnaði ég að sjálfsögðu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2010 kl. 00:37
láttu nú skinsemina ráða kæra Hólmfríður - þú ert á sprungusvæði og þar á ekki nokkur manneskja að vera
Jón Snæbjörnsson, 17.2.2010 kl. 11:02
Mín skynsemi segir mér þetta og ég tek mikið mark á henni. Það sem þið kallið skynsemi strákar mínir kalla ég þröngsýni og afturhald sem mér hugnast ekki.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2010 kl. 11:23
finn á mér að þú ert að nálgast þetta Hólmfríður - það er eins og yfir þig sé að koma "örlítil" kyrrð sem er gott - kanski bara nýja hárgreiðslan sem veldur þessum "léttu" fallaskiptum
Jón Snæbjörnsson, 17.2.2010 kl. 16:19
Sæll Jón, ef þú heldur að ég sé að linast á því að ganga í ESB þá er það ekki rétt nema síður sé.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2010 kl. 23:39
síður stuttur - breitir ekki öllu
Jón Snæbjörnsson, 18.2.2010 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.