16.2.2010 | 23:01
Meira um atburðinn á Langjökli á sunnudaginn
Sá viðtal við hjónin frá Skotlandi sem voru í sleðaferðinni á Langjökul á sunnudaginn. Konan var eins og öllum er kunnugt, viðskila við hópinn ásamt syni sínum. Að mínu áliti er nokkuð ljóst að gera verður breytingar á búnaði fólks í svona ferðum. Konan sá þyrluna fljúga yfir hvað eftir annað og reyndi að vekja á þeim athygli, sem því miður tókst ekki. Búnaður til að miða út farartæki og fólk er til og þar verður að finna heppilegustu lausnina. Hvað varðar þátt leiðsögumanna og kynningu öryggisatriða áður en lagt er af stað, finnst mér hæpið að trúa því að ekki hafi verið farið yfir slíkt áður en lagt er af stað. Hvað hefur verið í þeirri kynningu veit ég hins vegar ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Hólmfríður það var átakanlegt að horfa á skosku konuna lýsa því þegar þyrlan fór á brott í síðasta skiptið, dauðinn blasti við. Í næstu frétt sjáum við síðan Jóhönnu Sigurðardóttur verða aðskila við þjóð sína og fagna að umsókn Íslands að ESB verði að veruleika þrátt fyrir andstöðu meginþorra þjóðarinnar. Ég veit ekki hvorri konunni ég vorkenndi meira. Svo ræddi þessi vesalings flokkur um lýðræði. Mér skilst að Samfylkingin hafi látið sauma hauspoka á aðal stuðningsmenn sína.
Sigurður Þorsteinsson, 16.2.2010 kl. 23:23
Skoska kona gékk í gegnum erfið reynslu, það vitum við öll. Ég samgleðst henni þó að hún og sonur hennar skuli vera á lífi og vona að frásögn hennar og annara af þessum atburði verði til þess að gera endurbætur á öryggismálum í slíkum ferðum.
Og svo er það Jóhanna, með henni gleðst ég og mikill fjöldi annarra Íslendinga í dag.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2010 kl. 00:43
Þeim mun legra sem Jóhanna fer frá þjóð sinni, þeim mun líklegra er að Samfylkingin muni þurkast út sem stjórnmálaafl. Því fagar þú og þar erum við hjartanlega sammála. Vel á minnst eitt sinn var Samfylkingin að ræða um lýðræði, nei annars það var víst bara hjal á pappír, innihaldslaust bull sem ekki stóð til að taka alvarlega.
Sigurður Þorsteinsson, 18.2.2010 kl. 20:26
Jóhanna Sigurðardóttir stendur með sinni þjóð og mun leiða hana farsællega út úr þeim þrengingum sem eru hár á landi í dag. Innganga í ESB er ein af þeim farsælu leiðum sem við munum fara, í samstaf við nágaranna okkar í samstaf þóða Evrópu sem stofnað var um frið, viðskipti, jöfnuð og mannréttindi eftir að þjóðir Evrópu höfðu gert tvær atlögur hver að annarri með mannfalli, eyðileggingu og eymd. Samfylkingin mun vaxa og dafan í takti við aukna velferð í landinu undir hennar forystu. Hrun-flokkarnir þurfa núna langt frí á ríksstjórnarsetu og þjóðin líka langt frí frá þeirra valdaklíkum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.2.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.