16.2.2010 | 22:30
Góðar fréttir - Aðildarviðræður við ESB að hefjast.
"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á fundi sínum þann 24. febrúar næstkomandi mæla með því að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum"
Þessar frábæru fréttir bárust okkar í dag og um málið má lesa á www.visir.is Hvers vegna ekki þótti ástæða til að birta þessa frétt á www.mbl.is er mér algjörlega hulin ráðgáta. Þarna eru á ferðinni einhverjar bestu fréttir sem þjóðin getur fengið nú á þessum miklu óvissutímum sem staðið hafa yfir mánuðum saman. Og nú er ekki lengur hægt að tengja umsóknina um ESB og ICESAVE málið saman.
Sú von stjórnarandstöðunnar að hægt væri að tefja aðildarviðræður með því að seinka afgreiðslu ICESAVE málsins mánuðum saman, er sem betur fer úr sögunni. Uppbygging hins nýja samfélags er hafin þó allt sé gert til að tefja það og trufla.
Það eru greinilega öfl í samfélaginu sem vilja halda áfram á sömu brautinni sem kom okkur á hliðina. Ég veit að meiri hluti fólksins í landinu vill hreinsa til og byggja hér upp samfélag á nýjum grunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.