Langjökull í gær

Það var mikil gæfa yfir björgunarmönnunum og hinum týndu á Langjökli sl nótt að leiðir þeirra lægju saman og björgun tókst svo giftusamlega. Tek heils hugar undir með Ólafi sýslumanni á Selfossi með að nauðsyn sé á rannsókn málsins. Það er líka gríðarleg ábyrgð lögð á ferðaþjónustuaðila við að meta aðstæður þegar farið er í slíkar ferðir. Ferðir um íslenska náttúru eru afskaplega spennandi en líka áhættusamar, hvort sem er á landi eða sjó.


mbl.is Sýslumaður rannsakar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér létti mikið að heyra þær fréttir að mæðginin hafi bjargast. Þarna mátti litlu muna, en öflugar björgunarsveitir og rétt viðbrögð móðurinnar höfðu þarna mikið að segja.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 21:17

2 identicon

Það var yndislegt að lesa það í morgun að þau hefðu fundist en það var það síðasta sem ég hugsaði um í gærkvöldi áður en ég fór að sofa að ég vonaði að þau fyndust. Það er örugglega hræðilegt að lenda í svona aðstæðum með barninu sínu. Púff ég hef einu sinni orðið hrikalega hrædd í snjósleðaferð en þá sást ekkert framfyrir sleðan ég var farin að sjá fyrir mér að við yrðum að grafa okkur í fönn á meðan mesta snjókoman gengi yfir. En sem betur fer kom ekki til þess.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:07

3 Smámynd: Ragnheiður

Hólmfríður, þetta blogg er það besta sem éghef lesið um þessa atburði,engir dómar heldur bara manngæskan sem skín í gegn.

Takk fyrir þetta

Ragnheiður , 15.2.2010 kl. 23:50

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki við hæfi að dæma við slíkar aðstæður. Það gerðu örugglega allir sitt besta og meira en það. Hins vegar er nauðsynlegt að yfirfara málið og bæta það sem hægt er. Öryggi ferðamanna er gríðarlega stór og mikilvægur liður í ferðaþjónustu um náttúru Íslands. Ferðamenn sem skipta við fyrirtæki það sem töluverur kostnaður liggur í öryggismálum, vill örugglega greiða örlítið hærra gjald fyrir ferðina. Hef séð nokkur öryggistæki nefnd í dag á blogginu, en hef ekki kunnáttu til að meta hvað hentar best. Það finnst örugglega lausn sem hentar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.2.2010 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband