12.2.2010 | 02:04
Góður fundur á Hvammstanga með 3 þingmönnum Samfylkingarinnar
Það var boðið til súpu á veitingahúsi þorpsins í dag sem rann ljúflega niður. Þá kom stutt þingmannaspjall og loks spurningar okkar heimafólks. Margt lá á hjörtum og mikið var spurt, fólk var málefnalegt og beinskeytt, en um leið var talað af einurð um stöðuna í samfélaginu. Þingmenn voru duglegir að svara bæði gagnrýni og spurningum. Súpa fyrir sálina og ekki veitir af.
Já staðan í samfélaginu breytist með hverjum deginum, meiri skítur vellur upp og sumar bombur eru stærri en aðrar. Fyrirtækjum útbýtt til fyrri eigenda, þrátt fyrir að fortíð þeirra sé æði skrautleg. Kvótaelítan sýnir klærnar og þær vel brýndar.
Bankastjóri Búnaðarbankans segir frá láni til kaupenda Landsbankans, sem Halldór Kristjánsson þvingaði hann var til að veita Björólfunum. Erlenda féð sem flæddi að sögn inn í landið, kom sem sagt bara úr næsta húsi og mætti á leiðinni peningunum sem S hópurinn fékk hjá Halldóri í Landsbankanum, fyrir Búnaðarbankanum. Gargandi snilld eins og Bubbi mundi segja
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mál sem fólki svíður. Á sama tíma berst almenningur í bökkum og heimilin eru að kikna undan áhyggjum, álagi og svo framvegis.
Jón Halldór Guðmundsson, 12.2.2010 kl. 10:25
Þetta eru mál málanna í dag og það má ekki dragast að tekið sé á hvoru tveggja.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2010 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.