Enn er verið að þoka réttindum kvenna í átt til jafnréttis.

Fagna þeirri umfjöllun sem nú er um jafna stöðu kynjanna í stjórnumfélaga svo og á framboðslistum til sveitastjórna.

Konum í stjórnum félaga á að fjölga konum markvisst í stjórnum félaga þannig að hlutur hvors kyns veðri ekki undir 40% í lok árs 2013 samkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráðs.

Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll, bæði með jafnrétti í huga og svo hitt að að öðru jöfnu eru breyttir stjórnarhættir þar sem konur eru í yfirstjórn, meira gagnsæi og kallað eftir aukinni ábyrgð milli stjórnenda.

Í sveitarstjórnum eru sömu lögmál ríkjandi og veruleg ástæða til að auka hlut kvenna þar með sama hætti. Hvernig því yrði fyrirkomið er ekki á borðinu í dag, eftir því sem ég best veit. Með endurskoðun á  kosningalögum er möguleiki að koma inn einhverjum almennum reglum.
 


mbl.is Leikreglurnar breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Þú ert að misskilja þetta, Hólmfríður. Þessi framkvæmd er eitthvað það alversta sem hent gæti íslenskar konur.

Eftir þetta útspil verður ekki tekið mark á konum í stjórnum til jafns við karla. Óhjákvæmilegt er að þeir sem þurfi við þær að sýsla álíti þær ekki hafa hlotið starfið vegna hæfni sinnar, heldur vegna aumingjakvóta. Í heimi alþjóðaviðskiptanna verður þetta enn svarthvítara. Klárar og kröftugar íslenskar konur sem náð hafa að olnboga sig á toppinn verða núna ómerkilegur pappír í augum alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana.

Fyrir utan að íslenskt atvinnulíf tapar á því ef einhver annar en hæfasti fáanlegi einstaklingur er valinn í hvert starf. Blessunarlega virðist ekki um kvöð að ræða hérna, en engu að síður má eiga von á að það gerist að stjórnir fyrirtækja verði ekki eins öflugar og þær annars hefðu verið -allt út af óskynsömum forréttindafeminismahugmyndum.

Ímyndaðu þér nú, Hólmfríður, að sú hugmynd kæmi upp að jafna þyrfti hlutfall kynja í prófessorastöðum við t.d. verkfræðideild. Þreytt væru próf um stöðuna, en konum gefin forgjöf upp á 2. Ekkert mark yrði tekið á þeim konum sem störfuðu við deildina eftir þetta, hvorki þeim sem voru þar fyrir, né þeim sem hefðu náð 10 á prófinu hvort eð er. Nemendur hefðu á þeim minna álit og í alþjóðlega fræðasamfélaginu væri litið á þær og þeirra störf og rannsóknir sem einhverskonar charití-keis.

Einnig má sjá fyrir sér áhrif sem dreitla niður alla kvenþjóðina. Ef ungar stúlkur ganga að því sem vísu að þær fái forgjöf í atvinnulífinu, er þá ekki hætt við að þær leggi ekki jafnhart að sér í námi og störfum? Af hverju að fá það með striti, hörku og þrautseigju sem hægt er að fá með frekju og kynjaforréttindum?

Nógu slæmt er svo þetta brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar, þó ekki sé framið annað brot á sjálfu lýðræðinu með innleiðingu kynjakvóta í stjórnmálum, eins og þú ert að leggja til.

Það má svo laumast með að ég hef lúmskan grun um að á bak við umræðuna (og aðgerðirnar) um kynjakvóta í stjórnunrastöðum standi lítill en hávær hópur frama- og fræðakvenna. Þær vita sem er að það er ekki of mikið framboð af stjórnarhæfum konum í atvinnulífinu enn sem komið er, og þær væru heldur betur komnar á græna grein ef annað hvert fyrirtæki í bænum væri nauðbeygt til að taka inn fleiri konur í stjórnir. Þegar maður skoðar hlutina í víðara samhengi er ekki hjá því komist að álykta að þessum konum sé meira annt um eigin skammtímavonir en um hag og orðspor kvenþjóðarinnar í heild. (Ekki ósvipað og pólitíkusarnir sem sjá ESB í hyllingum, ekki vegna hagsmuna þjóðarinnar heldur vegna þeirra þægilegu skrifstofustarfa sem þeir eygja á kontórum í Brussel -en það er önnur saga)

Promotor Fidei, 10.2.2010 kl. 18:57

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Annaðhvort ert þú að gera at hér á bolgginu eða þú ert haldinn fordómum, nema hvoru tveggja sé.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2010 kl. 22:10

3 Smámynd: Promotor Fidei

Myndir þú, Hólmfríður, þiggja stöðu sem þér væri boðin -ekki vegna hæfni, reynslu og þekkingar, heldur vegna kynjakvóta? Þætti þér það ekki móðgandi?

Myndir þú kaupa hlutabréf í fyrirtæki þar sem í stjórn sæti fólk sem ekki væri valið vegna hæfni, reynslu og þekkingar, heldur vegna kynjakvóta? Þætti þér það ekki óviturleg fjárfesting?

Promotor Fidei, 11.2.2010 kl. 11:08

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Promotor segir:

"Myndir þú kaupa hlutabréf í fyrirtæki þar sem í stjórn sæti fólk sem ekki væri valið vegna hæfni, reynslu og þekkingar, heldur vegna kynjakvóta? Þætti þér það ekki óviturleg fjárfesting? "

Ef maður túir því að konum sé síður treyst til stjórnunarstarfa, af því að þær eru konur.  Ef maður trúir því að konur sækist síður eftir frama í stjórnun og stjórnmálum vegna þess að þær hafa svo mikla skyldurækni við börn og heimili. Ef maður hefur í huga að það voru nær eingöngu karlar sem gerðu íslenska þjóðfélagið gjaldþrota með heimsku sinni og græðgi.

Þá kemst maður að þeirri niðurstöðu að maður vill að konur taki virkari þátt í rekstri fyrirtækja og þær séu sennilega betur hæfat til þess en margir karlar.  Þá kemst maður að þeirri niðurstöðu að okkur körlunum beri að hvetja konur til að taka þátt og axla ábyrgð á fleiri hlutum en börnunum og heimlinu sínu og starfinu sínu.  Þá finnst manni svona skrif eins og Promotor Fideir sendir frá sér hallærisleg. Þá gleðst maður pínulítið yfir því að hann skammast sín greinilega fyrir þau og skrifar þess vegna undir dulnefni.  

Jón Halldór Guðmundsson, 11.2.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: Promotor Fidei

Það dregur ekki úr gildi þess sem sagt er þó það sé sagt undir dulnefni. Að nota nafnleysi sem átyllu til að véfengja fullyrðingu er til marks um að aðrar varnir hafi þrotið.

Fyrirtækjum á að vera (og er blessunarlega enn) sjálfráða hverjir eru í hvaða störfum. Það er hins vegar ljóst að hverskyns kvótar og kvaðir um hlutfall kvenna gera ekki annað en grafa undan faglegum trúverðugleika framakvenna.

Ef fræðimaður heldur því fram að ákveðið hlutfall kynja skili betri stjórnum, þá er sjálfsagt að sum fyrirtæki tileinki sér þau fræði -en yfirlýsingar þvert á íslenskt atvinnulíf um kynjakvóta rýra framakonur trúverðugleika.

Ef mælingar sýna að ákveðnir jákvæðir stjórnunareiginleikar séu bundnir ákveðnum kynjum er skammsýni að halda markmiðið sé að skikka svo og svo margar konur í stjórnir -markmiðið ætti frekar að vera að mennta og upplýsa núverandi og upprennandi stjórnendur af báðum kynjum um þessa eiginleika.

Hvers eiga karlmenn að gjalda sem hafa alla jákvæðu kvenlægu stjórnunareiginleikana, en eru sniðgengnir vegna kynjakvóta og kynjafordóma?

Eftir stendur spurning mín til Hólmfríðar: myndir þú þiggja starf út á kynjakvóta, vitandi að gengið hefði verið framhjá hæfari einstaklingi af sama kyni? Myndir þú þola það að minna hæfur einstaklingur yrði valinn umfram þig út af kynjakvóta?

Promotor Fidei, 11.2.2010 kl. 18:23

6 Smámynd: Promotor Fidei

"vitandi að gengið hefði verið framhjá hæfari einstakling út af kyni" átti þetta að vera

Promotor Fidei, 11.2.2010 kl. 18:25

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það vill nú svo til að ég er mjög vel hæf til margra verka þó ég sé kona. Mundir þú vilja fjárfesta í fyrirtæki þar sem stjórnendur væru valdir vegna flokksskýrteyna, vina eða ættartengsla eða annarra þátta þar sem hæfni kemur málinu ekki við

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2010 kl. 21:18

8 Smámynd: Promotor Fidei

Þú ert að fara út fyrir efnið, Hólmfríður.

Spurningunni er enn ósvarað.

Ef þú myndir t.d. sækja um starf ferðamálafulltrúa Húnaflóa -myndir þú þiggja starfið vitandi það að þú hefðir verið tekin fram yfir hæfari og reyndari einstaklings vegna þess að þú ert kona? Þætti þér það ekki til minnkunar?

Promotor Fidei, 12.2.2010 kl. 08:44

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að þú nefnir starf ferðamálafulltrúa. Ég gæti sótt um það ásamt karlmanni sem væri með meiri menntun en ég, en verið samt ráðin. Það mundi aldrei hvarfla að mér að ég hefði verið valin vegna kynferðis, heldur vegna minna verðleika. Konur eru búnar að búa við gengisfellingu vegna kynferðis um áratugaskeið og það hefur dregið mjög úr sjálfstrausti þeirra. Það er því miður þannig að konur hafa þurft að sína margfalda hæfni á við karla til ýmissa verka.

Ég mundi telja það sjálfsagt að ég fengi starf frekar en karl og mundi ekki ganga með hausinn undir hendinni vegna þess. Slíkt mundi vera mér heiður og ég mundi leggja mig alla fram. Ég hef tekið við forystuhlutverki í óþökk hluta þeirra sem að valinu stóðu. Þar var ég að etja kappi við karl sem hafði ýmislegt fram yfir mig og öfugt eins og gengur. Það hvarflaði aldrei að mér eitt augnablik að efast um mína verðleika. Ég lærði það sem ég kunni ekki fyrir og náði frábærum árangri í því starfi.

Ef þetta svar dugar þér ekki þá er það þinn vandi, en ekki minn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2010 kl. 17:43

10 Smámynd: Promotor Fidei

Leitt að heyra. ég held annars þú sért eitthvað að misskilja, Hólmfríður. Spurningin snýst ekki um það að hvort karlar séu (eða ekki) alltaf (eða aldrei) hæfari en konur -eins og þú virðist halda að ég sé að segja eða spyrja ("Það vill nú svo til að ég er mjög vel hæf til margra verkra þó ég sé kona" -var það einhverntíma til umræðu eða að því vegið?). Spurningin snýst um það ímyndaða dæmi að ef þú og karlmaður sannarlega hæfari en þú sækið um sama starfið -myndirðu virkilega hafa geð í þér til að taka við stöðunni á grundvelli kynjakvóta?

Eða gefum okkur nú að íbúar sveitarfélagsins fái að kjósa um nokkrar stöður í stjórnsýslunni í héraðinu, þar með talið ímyndað starf ferðamálafulltrúa. Allir frambjóðendur myndu fá sömu tækifæri til að kynna kjósendum sjálfa sig, stefnu sína og hæfileika í starfi. Það kæmi síðan í ljós að karlaslagsíða væri á niðurstöðum kosninganna. Myndir þú þá þiggja djobbið sem þú sóttist eftir þvert á vilja kjósenda, sem hefði hugnast annar frambjóðandi af röngu kyni (þér jafnhæfur eða hæfari), ef þér væri boðið það út af kynjakvóta einum og sér?

Tónninn í þér minnir mig annars á umræðuna í Noregi eftir að þar voru sett fræg lög sem skikkuðu fyrirtæki landsins, ef ég man rétt aðeins þau sem eru skráð á markað, til að jafna hlut kynjanna í stjórnum sínum. Örskömmu síðar var lagt fram frumvarp á sama þingi um að jafna hlut kynjanna á öðru sviði: að leggja á norskar stúlkur sömu herskyldukvöð og er lögð á norska pilta. Þá, merkilegt nok, risu upp þeir sömu og höfðu rekið harðast á eftir fyrra frumvarpinu -þeim hafði litist svona fjarskavel á að jafna réttindin, en vildu ómögulega jafna skyldurnar. Frumvarpið var fellt, og mótmælt háværast af feministaþingmönnum.

Ég má því til með að spyrja, Hólmfríður -ef her og herskylda væru á Íslandi, en herskyldan hefði til þessa aðeins verið lögð á karlkyns þegna, myndir þú vera mótfallin því að sama skylda yrði lögð á kvenþegna með lögum? (Til að þú farir ekki út fyrir efnið í svari þínu skulum við miða við að herskyldan sé 6 mánuðir og felist í lágmarksþjálfun (meðferð skotvopna, sjálfsvörn, agi, skyndihjálp, hreysti) og léttum en leiðinlegum vöktunarstörfum innanlands.)

Promotor Fidei, 13.2.2010 kl. 07:59

11 Smámynd: Promotor Fidei

treystirðu þér ekki til að svara?

Promotor Fidei, 15.2.2010 kl. 08:03

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mundi taka starf sem ég fengi út á kynjakvóta já og ekki hika við það. Ástæðan, mér finnst þessi kynjakvóti góð lausn og efast ekki eitt augnablik um að hann á fullann rétt á sér. Er þetta nægilega greinilegt svar. Herskylda ef hún væri til staðar mundi ekki breyta MÍNU áliti, en ég get að sjálfsögðu ekki svarð fyrir aðrar kynsystur mínar.

Var ekki í tölvusambandi um helgina.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.2.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

95 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband