Samtök Evrópusinna innan Sjálfstæðisflokksins sérstakt fagnaðarefni.

Það er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur sem aðhyllumst aukið samstarf við aðrar Evrópuþjóðir, að sjá fréttir af því að verið sé að stofna samtök Sjálfstæðra Evrópusinna. Nefndir eru þar til sögunnar nokkrir lykilmenn í flokknum eins og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins, Jónas Haraldz helsti efnahagsráðgjafi landsins um áratuga skeið og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður flokksins. Að sögn Benedikts Jóhannessonar talsmanns hópsins, er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vel meðvituð um stofnun samtakanna.

Fagleg umræða um þetta stóra mál innan Sjálfstæðisflokksins hefur örugglega átt sér stað bak við tjöldin um árabil. En hópmyndun um málið er gott skref fram á við og mun hafa jákvæð áhrif á upplýsingaflæði um ESB frá öðrum en Samfylkingarfólki. Hluti Sjálfstæðismanna, bæði þingmenn og aðrir eru fylgjandi inngöngu í ESB. Litlu munaði að flokkurinn lýsti yfir stuðningi við aðildarumsókn á síðasta Landsfundi, en andstæðingar aðildar höfðu betur. Það verður því spennandi að fylgjast með þróun Sjálfstæðra Evrópusinna, spái því að þarna sé að fara af stað fjöldahreyfing aðildarsinna og það er vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband