Svar til bloggar sem kallar Jóhönnu Sigurðardóttir "grey"

Ef þú ert að tala um okkar ágæta forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttir, þá er það langt frá öllu velsæmi að kalla hana "grey".

Jóhanna á það ekki skilið af þegnum þessa lands að talað sé um hana í niðrandi hátt. Hún hefur allan sinn stjórnmálaferil barist manna harðast fyrir réttlæti og jöfnuði allra.

Hún stendur nú í einhverju erfiðasta verkefni sem nokkur stjórnmálamaður á Íslandi hefur tekist á við. Hrunið og gjörspillt samfélag þarf að hreinsa og endurreisa. Stjórnarandstaðan hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að tefja það og torvelda.

Að hún skuli hafa sýnt af sér þreytu merki eða reiðitónn hafi heyrst endrum og sinnum, hvílík hneisa. Hún hefur að mínu áliti verið mjög yfirveguð í öllu þessu brimróti sem er aðdáunarvert.

Það fólk sem nú sendir henni niðurlægjandi og rætin skilaboð ætti að skammast sín og leggja þann ósið af hið snarasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það vantar töluvert á að fólk virði og meti Jóhönnu fyrir hennar góða starf.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 20:31

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég hef altaf virt Jóhönnu Sigurðardóttur og þá miklu frekar vegna fyrri starfa.. Þau störf voru í þágu þeirra sem minna máttu sín. Þar stóð hún vaktina! En ég er frekar ósátt með hana í þessu hlutverki. Hún er sennilega ekki nógu grimm fyrir þetta.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.2.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stjórnmálamenn verða að þola að þeir séu gagnrýndir, og það er einmitt það sem við kjósendur höfum ekki verið nógu dugleg við. Því miður er til lítill hópur bloggara sem flokkast undir flokksnúða, en þeir míga undir í hvert sinn sem flokksformaðurinn, eða hirð hans fer hjá. Á sama tíma glatast sú litla glóra sem þeir hafa fengið. Fremst í þessu flokksnúðafélagi Samfylkingarinnar er Hólmfríður frá Hvammstanga og Maggi þroskaþjálfi úr Kópavoginum.

Jóhanna naut mikillar virðingar í vor og yfir 65% báru mikið traust til hennar. Nú ári síðar, þegar reynsla er komin á störf hennar sem forsætisráðherra er fylgi hennar vart mælanlegt. Baráttan milli eftirmanna hennar er komin á fullt. Verður það Dagur, Árni Páll eða Kristrún Heimisdóttir. Jóhanna sjálf er farin að undirbúa brottför sína og hvetur ellilífeyrisþega að hætta fyrr í starfi og hleypa yngri og ferskara fólki að. Sjálf ætlar hún innan tíðar að sýna gott fordæmi.

Það er alrangt að það sé verið að tala niður til hennar með því að kalla hana grey. Í því felst ákveðin væntumþyggja. Einn af hennar fyrrum hörðu stuðningsmönnum kallaði hana kerlingarræksni í dag, mér finnst grey meira viðeigandi.

Halltu svo áfram að skrifa sem mest Hómfríður og segðu alltaf að þú sért suðningsmaður Samfylkingarinnar. Það hjálpar þeim sem ekki vita hverja þeir eiga að kjósa að velja sér vini og flokksfélaga þeim að skapi.

Sigurður Þorsteinsson, 8.2.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert kurteis maður Sveinn ungi og það kann ég að meta

Sæl Sigurbjörg. Þú gagnrýnir Jóhönnu án þess að tala niður til hennar og vanvirða hana. Það er þín skoðun að hún sé ekki nógu hörð og það er vissulega sjónarmið.  Mér finnst ég sjá mikla þreytu hjá Jóhönnu í Kastljósinu í síðustu viku og er ekki hissa á því.

Sæll Sigurður. Ég skal taka þín ágætu ábendingu til greina og segja með miklu stolti eins oft og ég get að ég sé  flokksbundin í Samfylkingunni. Ég geri svo sem ekki mikið með annað sem þú ert að beina til mín. Það dæmir sig sjálft sem afar misheppnaður húmor og tel ekki neina ástæðu til að svara slíku.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

164 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband