7.2.2010 | 16:39
Grein Kristrúnar Heimisdóttir um ICESAVE í Fréttablaðinu
Var að lesa grein Kristrúnar í Fréttablaðinu og finnst hún í einu orði sagt frábær. Skýrir ferlið afar vel og sýnir um leið hve mikilvægt er að þeir milliríkjasamningar eins og EES samningurinn sé nýttur og eftir honum unnið. Þarna kemur líka vel fram hve gríðarlega hefur verið unnið að undirbúningi samningsgerðar af hálfu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkisráðherra meðan hún hafði enn orku og heilsu til slíks. Hvers vegna fjármálaráðherra hefur kosið að fara þá leið sem hann fór, er vandskýrt nema með andúð hans á Evrópusamstarfinu í heild sinni. Ég er reyndar mjög hissa á Steingrími þar sem hann er reyndur á stjórnmálasviðinu, en ég hef ekki aðstöðu til að rengja orð Kristrúnar.
Hún talar um för Jóhönnu til Brussel sem árangursríka og vona svo sannarlega að það merki að málið verði þá tekið upp á þeim grunni sem Kristrún talar um. Þeim grunni sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði málið í, það eru að segja Brussel viðmiðin. Við eru jú aðilar að EES samningnum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Um bloggið
164 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu, ætlar þú eða muntu ef kosningin fer fram segja nei við Icesave? Hefur þú ekkii verið á útopnu síðustu vikur að mótmæla akkúrat þessum rökum stjórnarandstöðunnar sem Kristrún viðurkennir núna?
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.2.2010 kl. 17:45
Það er þó gott að þú sjáir ljósið, þegar leiðtogarnir úr samfylkingunni kveikja aðeins á perunni.
Þessi samningur er hneysa. Ekkert annað, og skömm ævilangt fyrir þá sem hafa samþykkt hann á Alþingi. Sennilega það sem næst kemur landráðum í Íslandssögunni. Því gæti ég alla vega trúað.
Af hverju er það okey að skrifa undir skuld álíka stóra og fínan jeppa á venjulega fjölskyldu, þegar þessar þjóðir gera allt til að sleppa við meðferð fyrir dómstólum, eða óhlutdrægum milligönguaðilum.
Hversu langt má ganga í því að reyna að telja almenningi trú um að hann þurfi að borga fyrir syndir fólks með "vitlausar" stjórnmálaskoðanir? Þegar það liggur meira að segja ljóst fyrir að skömmin er ekki aðeins íslenskra eftirlitsaðila, og lög Evrópuparadísarinnar banna ríkisábyrgð á bönkum. Bretar voru ekki hrifnir þegar Írar auglýstu ríkisábyrgð á innistæðum írskra banka í Bretlandi, en senda svo reikningin hingað eftir á.
Og núverandi ríkistjórn hefur ALDREI reynt að standa á hagsmunum sinnar þjóðar í þessu máli!
Jón Ásgeir Bjarnason, 7.2.2010 kl. 18:03
Sæl frú Hólmfríður.
Það er gott að þú ert að þokast í rétta átt. Ég gleðst amk. yfir því að þú sért farin að skilja betur þau rök sem ég hef hingað til notað fyrir minni afstöðu.
Sigurður Jón Hreinsson, 7.2.2010 kl. 21:00
Sælt veri fólkið, mikið virðist ykkur létt umleið og þið haldið að ég muni segja NEI ef kemur til Þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki hef ég gefið neina yfirlýsingu um það svo ég viti, en ef tækist að finna niðurstöðu í málinu ágrundvelli vinnu IGS sem KH lýsir mjög málefnalega í sinni grein, þá fagna ég því. Standi ég frammi fyrir því að velja um samninginn eða stöðnum, þá vel ég hiklaust samninginn
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2010 kl. 21:29
Nú virðist unnið mikið í því að ná betri lendingu í ICESAVE málinu og það er vel. Upplýsingar semkomu framí grein Kristrúnar snúa að minu áliti að forvinnu málsins og að ekki hafi verið byggt á þeirri vinnu. Auðvitað er frábært ef betri niðurstaða fengist í málinu með samningum nú á næstu vikum. Ég er ekki til búin til að leggja í margra mánaða eða ára baráttu í þessu máli sem mundi kosta þjóðarbúið mun meira og sennileg miklu meira, en það sem okkur ber að greiða samkvæmt samningnum sem kjósa á um.
Grein Kristrúnar segja líka að við eigum fullt erindi í það samstarf sem kallað ar ESB. Samninguinn við sambandið EES samningurinn svo kallaði er til staðar og hann ber að nýta í þessu máli.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2010 kl. 21:43
Hólmfríður icesave er prófsteinn á því sem koma skal ef við samþykkum að borga samningin eins og hann er fram lagður erum við búin að játa okkur sigruð! Við verðum að verjast ofurvaldinu og krefjast réttlætis þeir sem komu okkur út í þetta eiga að svara til saka og peningarnir sem þeir stálu verða að finnast fyrr ríkir aldrei sátt í þjóðfélaginu.
Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 10:32
batnandi "konum" er besta að lifa - gott að lesa að þú sért að ná áttum "vinkona" og nálgast sjónarmið landsmanna flestra
Jón Snæbjörnsson, 8.2.2010 kl. 11:44
Ég hef talið mig ágætis konu og í raun algjörlega frábæra. Sú skoðun mín að við verðum að samþykkja samninginn eins og Forsetinn hafnaði, hefur ekki breyst svo fremi að ekki náist fram betri kostur fyrir okkur með viðræðum og ekki verði kosið. Að setja uppbyggingu þjóðarbúsins í frost með neitun þann 6. mars, er ekki kostur í stöðunni.
Það er örugglega enginn íslendingur á móti hagstæðari niðurstöðu í ICESAVE, ekki einu sinni ég.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 12:15
Rétt Hólmfríður þá ert þú á jörðinni gagnvart ofurvaldinu og spillingunni gott að vita það
Það var frábært að hafa herra Ólaf Ragnar Grímsson ef við hefðum ekki haft hann væri pólitískt landráð komið í gegn og við jarðsett af ofurvaldinu þetta er allt að þokast í rétta átt við megum ekki hvika undan því að ná fram réttlæti.
Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 14:14
Ég er eftir sem áður ósátt við ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að neita að skrifa undir þann lagabreytinguna vegna ICESAVE 5. jan sl. Sá kostnaður sem þegar er fallinn á þjóðarbúið í formi tafa síðan þá er ekki réttlætanlegur með neinum hætti. Úr því að sá skaði er skeður er auðvitað vonandi að hægt verði að landa þessu máli sem allra fyrst og ekki mundi skaða að ná þeim reikningi eitthvað niður til að jafna út að einhverju leiti þegar áfallinn kostnað
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 17:14
Er þetta ekki að taka snúning á málinu Hólmfríður ég dáist að hollustu þinni við flokkinn. En hver er þín sjálfstæða skoðun á málinu? Mér hefur lengi leikið hugur á að vita hana. Viltu eða viltu ekki skuldsetja börn þín og barnabörn þanngið að þau eigi sér ekki hér afkomu von. Þá meina ég hvað þú vilt en ekki Samfylkinginn.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.2.2010 kl. 20:38
Ég er að lýsa mínum skoðunum og þegar ág tala um að betra sé að samþykkja lögin, en að allt fari hér í frost,er eg að hugsa um alla þjóðina. Náist lending nú á næstu vikum (fyrir 6. mars) sem ekki tefur uppbygginu hér á landi þá fagna ég því að sjálfsögðu. Þessi mýta með að afkomendur okkar verði skuldsettir til fátæktar er ekki eyris virði, hvað þá krónu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.2.2010 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.