5.2.2010 | 18:15
Vandaðu orðfar þitt Vigdís Hauksdóttir.
Mér var svo sannarlega nóg boðið að hlusta á Vigdísi Hauksdóttir líkja Jóhönnu Sigurðardóttir við einræðisherra í Mið Asíu úr ræðustól á hinu háa Alþingi nú í vikunni. Tilefnið var hvort Jóhanna ætlaði að tala við blaðamenn eða ekki að loknum fundi með meðleiðtoga ESB.
Að mínum dómi hljóta að vera takmörk á því hvað þingmenn leyfa sér að segja hver um annan. Ólafur F Magnússon var víttur á fundi í Borgarstjórn Reykjavíkur um daginn fyrir að bera alls kyns sakir á Hönnu Birnu borgarstjóra. Hún var viðstödd og til andsvara.
Það sem Vigdís Hauksdóttir leyfði sér að segja um Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra að henni fjarstaddri var vítavert og það er með ólíkindum að hún hafi ekki verið vítt í kjölfar þessara ummæla. Framhlið Framsóknarflokksins er ekki til mikils sóma um þessar mundir. Það ber líka mjög lítið á sumum þingmönnum flokksins, eins og þeim sé jafnvel nóg boðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
164 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún Vigdís ætti svo sannarlega að biðjast afsökunar á þessum orðum. Hvað var konan að hugsa?
Úrsúla Jünemann, 5.2.2010 kl. 18:24
Vigdís biðst ekki afsökunar. Hún meðtók aldrei eðlilegt uppeldi. Hreinn og klár dóni.
Finnur Bárðarson, 5.2.2010 kl. 18:26
Það er stutt í dónaskapinn á hinu háa Alþingi frá stjórnarandstæðingum Jóhönnu og á það oft við þó kynsystur hennar tali. Þetta sést líka hjá sumum fréttamönnum. Allt öðruvísi talað við eða til hennar en karlanna. Stutt í karlrembuna.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.2.2010 kl. 19:09
Margt til í þessu Þórdís. Ég get nefnt Höskuld sem siglir á sama báti. En af því að hún var til umræðu hér þá læt ég þetta flakka.
Finnur Bárðarson, 5.2.2010 kl. 19:19
Ég hef þá kenningu að Framsóknarmenn þurfi að tala svona hátt til að það heyrist ekki í draugunum í eigin flokki.
Ég hef haldið því fram nú um nokkurt skeið að Framsóknarflokkurinn sé með lík í lestinni þar sem hann hefur ekki gert upp fortíð sína og engin veit hver raunveruleg stefna hans er.
En mér hefur alltaf þótt vænt um framsóknarmenn því ég er að hluta til alinn upp í því umhverfi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.2.2010 kl. 19:54
Þakkir fyrir athugasemdirnar. Þórdís þakka þér fyrir að benda á þetta kynbundna áreyti sem virðist viðgangast á Alþingi og í fjömiðlum. Vil benda á að verið er að koma á siðareglum fyrir Alþingismenn. Ekki veitir af að þar sé tekið á almennum mannasiðum og hve langt megi ganga í orðum gagnvart einstökum þingmönnum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2010 kl. 22:20
Rétt Hólmfríður.
Þetta voru vítaverð ummæli hjá Vigdísi og segja meira um hana sjálfa en forsætisráðherra.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 22:42
Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að forseti þingsinin eða forsætisnefnd hafi ekki séð ástæðu til þess að víta Þingmanninn fyrir þessi ummæli. Væntanlega eru svona grófar árásir á aðra þingmenn úr ræðustól Alþingis ekki orðnar daglegt brauð. Þá er orðið ílla komið fyrir okkar forna og nýja Alþingi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2010 kl. 22:53
Komið þið sæl; Hólmfríður - og þið önnur; hér á síðu hennar !
Finnur; bróðir í kattavináttu og spjallvinur góður !
Vigdís Hauksdóttir; er af mætu fólki komin, sem eru, þau Stóru- Reykja hjón, í Hraungerðishreppnum, og hlaut hið bezta uppeldi - sem þau systkini öll, hvað ég get vottfest, sem margur annarra, svo ég leiðrétti þig, ágæti drengur.
Þau orð; sem hún viðhafði, um Jóhönnu Sigurðardóttur, eru bara, því miður sönn - hvar; sú kona hefir marg skrökvað, að landsmönnum öllum, og reynst hin versta vendilkráka, í orðræðu allri, og hafi hún einhvern tíma átt sér hugsjónir, í þágu lands og lýðs og fénaðar alls, að þá eru þar allar, í brottu fallnar, gott fólk.
Ógæfa Vigdísar; er aðild hennar, að ''Framsóknarflokknum'' hver er jú; viðlíka ógæfu samfélag, og hinna flokkanna, með lista bókstöfunum : D - S og V, svo til haga sé haldið - ykkur; að segja.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 01:48
Sæll Óskar og þið öll hin. Vigdís Hauksdóttir og við öll hin erum örugglaega af mætu fólki komin og eflaust hefur verið reynt að ala okkur upp eftir bestu getu.
Það breytir ekki því að Vigdís fór, að okkar mati yfir mörk háttvísi og meiðyrða með ummælum um Jóhönnu Sigurðardóttir sem vísað er til. Hvort Jóhanna er gagnrýni verð eða ekki er ekki til umræðu hér, en hún er ekki frekar en aðrir hafin yfir slíkt.
Stóra spurningin er að mínu áliti hvort þröskuldur háttvísi og meiðyrða í orðræðum á Alþingi sé orðinn með þeim hætti að nánast megi segja hvað sem er um aðra þingmenn í ræðustól þingsins, ef mönnum er heitt í hamsi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2010 kl. 11:07
Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja sannleikann. Þó greinilegt sé að hann geri þá sem trúa blint á Jóhönnu sárreiða
Hreinn Sigurðsson, 6.2.2010 kl. 11:27
Ólafur F. Magnússon var víttur vegna níðvísunnar en ekki annara ummæla um Hönnu Birnu. Allt frá landnámi hafa níðvísur verið teknar alvarlega, þótt vítaverðar, menn gerðir útlægir, sektaðir og jafnvel drepnir vegna þeirra
Jóhannes (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 13:19
Vigdís er alltaf reið. Frekar þreytandi að hlusta á hana.
Anna Einarsdóttir, 6.2.2010 kl. 13:40
Árétta fyrri færslur um orðfar Vigdísar Hauksdóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2010 kl. 13:56
Er það ekki sitthvað að líkja fólk við eitthvað og að nota samlíkingu eins og Vigdís gerði í þessu tilfelli?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 17:00
Ég er sammála Önnu Einarsdóttur, hún er alltaf reið og þreytandi að hlusta á hana. Fer mikinn í því hvað á ekki að gera...og rökfærslur hennar eru heimóttalegar!
Lísa (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 17:35
Það er ein manneskja sem ég vildi sjá reiða og það er Jóhanna Sigurðardóttir (en kannske fer það henni ekki vel). Ég myndi vilja sjá hana berja í borð fyrir framan hóp blaða- og fréttamanna og segja við alþjóð að við líðum ekki þessa kúgun frá Bretum og Hollendingum; að við sættum okkur ekki við það að drepa allt efnahagslíf okkar í dróma; og að við viljum réttlæti.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 17:57
Já enn, Jóhanna er einræðisherra! Vigdís sagði bara eins og er. Á ekki að segja eins og er? Ég held að Jóhanna sé dáinn. Hún er bara ekki búin að frétta af því sjálf. Ég hef aldrei trúað á afturgöngur fyrr enn ég sá Jóhönnu Vofu Von Herfilegu...
Óskar Arnórsson, 6.2.2010 kl. 18:30
Ofboðslega hefur þú óþroskaðan húmor Óskar. Þér finnst ógurlega fyndið að segja eitthvað ljótt um fólk og hlægja svo.
Ef ég hefði sama húmor og þú, þá segði ég núna....
.....
Ég trúi ekki mínum eigin augum.... moldvarpa sem heitir Óskar að blogga. Og svo myndi ég hlægja þar til ég fengi í magann.
En ég hef bara ekki þannig húmor.
Anna Einarsdóttir, 6.2.2010 kl. 19:15
Þú mátt alveg segja að ég moldvarpa við mig. það breytir ekkert Jónnönnu greyinu. Mér finnst nú þetta svolítið fyndið. Málið er að ég trúi mínum eigin augum og þess vegna finnst mér Jóhanna vera afturganga.
Það er raunverulega ekkert fyndið að hafa þessa vofu til að stjórna sér. Svo hlæ ég ekkert þegar ég hlusta á hana. Hefurðu nokkurntíma heyrt að hún hafi hlegið?
Ég skal hætta að kalla Jóhönnu fyrir afturgöngu. Í staðin ætla ég að kalla allar afturgöngur fyrir Jóhönnur....er það betra?...
Óskar Arnórsson, 6.2.2010 kl. 19:24
Sæll Óskar. Það er gott og hollt að hlægja. Ekki veitir okkur af núna meðan verið er að moka hauginn stóra eftir Íhaldið og Framsókn. Jóhanna er forkur til verka og það verður ekki af henni tekið þó þú sért að reyna að grínast. Anna hefur ekki sama húmor og það skil ég vel. Við erum ábyrgðarfullar konur og tökum málefnalega á hlutunum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2010 kl. 21:02
Það er rétt að Jóhanna er forkur til verka, meira að segja andstæðingar hennar í stjórnmálum eru sammála því, en mér hefur fundist það eiga betur við hana að vinna verkin en að stýra stjórn.
Og svona til að bæta við afturgöngutalið, það var a.m.k. til draugar sem nefndir voru Jóka, s.br. Holtajóka.
Jóhannes (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 00:58
Hér er verið að fjalla um lifandi fólk Jóhannes, ef þér er sama
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2010 kl. 09:37
Ef Vigdís er alltaf reið, hvað er greyið hún Jóhanna þá?
Hörður Einarsson, 7.2.2010 kl. 16:48
Ef þú ert að tala um okkar ágæta forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttir, þá er það langt frá öllu velsæmi að kalla hana "grey".
Jóhanna á það ekki skilið af þegnum þessa lands að talað sé um hana í niðrandi hátt. Hún hefur allan sinn stjórnmálaferil barist manna harðast fyrir réttlæti og jöfnuði allra.
Hún stendur nú í einhverju erfiðasta verkefni sem nokkur stjórnmálamaður á Íslandi hefur tekist á við. Hrunið og gjörspillt samfélag þarf að hreinsa og endurreisa. Stjórnarandstaðan hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að tefja það og torvelda.
Að hún skuli hafa sýnt af sér þreytu merki eða reiðitónn hafi heyrst endrum og sinnum, hvílík hneisa. Hún hefur að mínu áliti verið mjög yfirveguð í öllu þessu brimróti sem er aðdáunarvert.
Það fólk sem nú sendir henni niðurlægjandi og rætin skilaboð ætti að skammast sín og leggja þann ósið af hið snarasta.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.