Viðtalið í Silfrinu við Paal Frisvald formann Norsku Evrópusamtakanna

Það var virkilega notalegt að horfa og hlusta á viðtalið við Paal Frisvald formann Norsku Evrópusamtakanna. Paal ræddi á raunsæjan hátt um nauðsyn þess að við vöndum okkur við gerð samnings við ESB. Hann telur okkur líka  hafa á að skipa færum samningamönnum. Hann leggur áherslu á nauðsyn þess að við göngum inn því okkur muni verða hjálpað verulega við endurreisn þjóðfélagsins. Matla fékk 1 milljarð evra til að endurskipuleggja skipaútgerð hjá sér og varanlega undanþágu sem bannar íbúum ESB utan Möltu að kaupa þar jarð- og fasteignir. Ferðaþjónusta er aðalatvinnuvegur á Möltu og  það er ástæðan fyrir undanþágunni. Hann sagði að um 60.000 íslendingar væru á bak við hvern fulltrúa, en 1,6 milljónir á bak við hvern fulltrúa frá Þýskalandi þegar ríkisstjórnir og fulltrúar landanna kæmu saman. Við þurfum að fá meira af upplýsingum um ESB og þann raunveruleika sem þar er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við eigum ekkert erindi inn í ESB það er handbendi fjármagnseigenda og þófa!

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 02:08

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Að halda að ESB komi okkur til hjálpar er hrein fásinna hvað eru þessar þjóðir búnar að gera fyrir okkur nú síðustu mánuði annað en kúga okkur með AGS og neitun á afgreiðslum á lánum nema við tökum á okkur drápsklyfjar og komum svo betlandi um pening láttu þig dreyma um betri tíð með ESB það mun aldrei verða!!!!!!!!!!

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 02:11

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið ert þú reiður Sigurður, mæli með því að þú farir út að hlaupa eða eitthvað álíka, komir svo og rökræðir við mig og fleiri af skynsemi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2010 kl. 07:08

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Vona að við verðum komin inn í ESB innan 5 ára eins og Paal sagði að mögulegt væri.  Það veitir ekki af að komast almennilega inn í samfélag þjóðanna.  Vonandi lokumst við ekki alveg ein úti á skeri.  Verð að viðurkenna að ég er uggandi um hag barna okkar í framtíðinni annars.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.2.2010 kl. 14:23

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Segjum tvær, höfðunin sem nú slást í steina vítt og breytt um landið, munu njóta góðs af því líka að komast í ESB, hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.2.2010 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband