29.1.2010 | 13:56
Kyrrstaða í þjóðfélaginu í 3 mánuði kostar meira en ICESAVE !!!
Gunnlaug H. Jónsson rekstrarhagfræðing skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag og fjallar þar um kostnaðinn af því að efnahagslífið sé í frosti og að á Íslandi ríki kyrrstaða.
Hef ekki séð neinar tölur um þessan kostnað áður og fagna því mjög að þessi þáttur málsins sé skoðaður. Fólk skrifar margar og tilfinngaríkar færslur um skuldaklafann á börnin, ekki að borga fyrir útrásarvíkingana og þar fram eftir götunum. Svo ekki sé talað um allar laga- og hagfræðiflækur sem tínar eru til.
Niðurlag greinar Gunnlaugs fer hér á eftir:
"Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frú Hólmfríður. Viltu ekki tékka á því hjá Steingrími J, hversvegna núna fyrst ári eftir að hann komst í ráðherrastól, eru stjórn og stjórnarandstaða eru að vinna saman og funda með Hollendingum og Bretum.
Og kanski væri líka gagnlegt að komast að því hversvegna Framsóknarflokknum, sem studdi minnihlutastjórnina með ákveðnum fyrirvörum, var ekki sagt frá því að samningar væru í gangi.
Sigurður Jón Hreinsson, 29.1.2010 kl. 23:01
Ekki málið Sigurður, en svona í alvöru held ég að það sé alveg eins gott að spyrja ungu mennina sem "allt vita" af hverju þeir hafi verið eins og snúið roðí hund undanfarna mánuði. Kynslóðaskiptin í forystunni hjá Íhaldinu og Framsókn hefa verið svolítið hávaðasöm.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2010 kl. 07:56
Krónan er að styrkjast og minna stolið eftir að bönd náðust á galdeyrirþjófana þú vilt kannski hafa ástandið eins og það var Hólmfríður?
Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.