Hvaða flokkur sat við völd yfir íslenskri stjórnsýslu samfleytt í 18 ár, allt til 2009?

Ekki gleyma því að SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sat samfellt við völd á Íslandi allan þennan tíma og meira og minna frá Lýðveldisstofnun. Flokkurinn fór samfellt með fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið lengst af  og var stærri aðilinn í ríkistjórn í 18 ár.

Aðdragandi hrunsins er  mun lengri en margur heldur. Það gerist ekki á einni nóttu að fólk leiðist út í svo mikið fjárhættuspil sem hér var stundað. Fjármagn  í fyrstu af skornum skammti og áræðið eftir því.

Búið var um árabil að gambla með peninga sem urðu til í stríðinu - síldarævintýrinu - á gullöld heildsalanna - kaupmennaveldinu -  sjóðabraski atvinnuveganna og með frjálsum fiskveiðum.

Gjafakvóti og verðtryggingin komu til sögunnar á níunda áratugnum - Þjóðarsáttin og EES á þeim tínuna. Bankarnir færðir völdum vinum og krónan sett á flot í byrjun nýrrar aldar.

Þá hófst ballið fyrir alvöru, reglur rýmkaðar, eftirlit skert og vextir háir. Erlent fé flæddi og áræðið með, þar til allt brast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... og "þitt fólk" var hvergi nærri? Eða....?

SÓ (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Já mikið rétt Samspillingin kom honum til valda með Veiðaeyjarstjórnin og að lokum hrundi Ísland þegar Sjálfstæðisflokkurinn hóf aftur samstarf með Samspillingunni og nú er hún í samstarfi með VG heimilin blæða, skjaldborginni og hvað er skjaldboginn ? Hún er Banka hjálp, hjálpar bönkunum og ræðst á Íslenska alþýðu.

Kv. SIgurjón

Rauða Ljónið, 27.1.2010 kl. 23:25

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það fólk sem hefur valdið stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins eru allir þeir kjósendur sem hafa kosið hann í gegnum árin. Samfylkingin hefur ekki komið þar nærri.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2010 kl. 23:33

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Vissi ekki að fólkið sem merkti við X D væri glæpamenn vinir og vandarmenn þínir og mínir, hér vantar útstýringu og rökstuðning veit um margt heiðarlegt fólk sem kaus X D þá er allt fólkið sem kaus samfylkinguna  englar þá hljóta alþingis kosningar að vera glæpur gagn vart þjóðinni.

Rauða Ljónið, 28.1.2010 kl. 00:09

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn ber nær alla ábyrgðina, það er algjörlega ljóst.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 09:05

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

rauða ljón - mitt fólk og þitt fólk - það er ekki það sem málið snýst um, heldur hverjir bera ábyrgðina á stjórnun úi landinu og það hljóta að vera þeir flokkar sem voru við völd. Ég var hér fyrr á árum ein af þeim sem sem var virk í Sjálfstæðisflokknum en svo vitkaðist ég með árunum og fann mína fjöl. Mér finnst gaman að rökræða og ef þú ert til í það þá er ég til, en ég er lítið fyrir sleggju-  og skítkast.

Sæll Sveinn, gleymdu ekki hækjunni - Framsókn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband