Margt sem þarf að huga að varðandi ICESAVE og fleira.

ICESAVE málið er stórt og ætla ég ekki með nokkrum hætti að draga fjöður yfir það. Ég vil því aðeins velta fyrir mér stöðunni hjá okkur í dag

Það er mín skoðun að ICESAVE málið hafi með vilja verið blásið sérstaklega upp af stjórnarandstöðunni til að fela önnur ljót mál sem fjallað er um og fjallað verður um á næstu vikum og mánuðum. Einnig til að koma höggi á ríkisstjórnina ef vera kynni að unnt væri að koma henni frá.

Það er margt í stjórnarsáttmálanum sem stjórnarandstaðan getur ekki með nokkru móti þolað að verði gert. Rannsókn aðdraganda hrunsins, breyting á úthlutun fiskveiðiheimilda, rannsóknarnefnd Alþingis fer að skila af sér, endurskoðun stjórnkerfisins þar sem búið er til margra ára að raða inn rétta fólkinu, skoðun á skuldastöðu Seðlabanka Íslands og mistök fyrir hrun, skoðun á stjórnun Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og svona mætti lengi telja.

Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr ICESAVE en þó það sé stórt og vont, þá eru svo mörg önnur mál stór og jafnvel stærri en ICESAVE þó ótrúlegt sé.

Þó okkur finnist súrt að staðfesta ICESAVE sem það er, þá er það samt okkar eina leið nú. Við skulum ekki láta undan þrýstingi peningaaflanna/stjórnarandstöðunnar í landinu og leyfa þeim að komast aftur að kötlunum.

Þau munu sem fyrst staðfesta ICESAVE ef þau komast til valda því það er eina leiðin og það vita þau mæta vel.  Og þau munu líka kæfa að mestu leiti þá skoðun á spillingunni sem verið er að gera. Kvótakóngarnir fá að valsa með sjávarauðlindina áfram.

Auðlindina sem búið er að veðsetja upp í rjáfur í útlöndum og getur hún þess vegna komist í hendur erlendra banka og fjármálafyrirtækja fyrr en varir. Velferðarkerfið okkar þykir fremur svelt núna, en það verður skorið niður við trog eins og hagfræðingur (man ekki nafnið) sagði um daginn að væri mjög brýnt.

Það er líka alkunna að samningar um skuldir eru teknir upp að nýju ef greiðandinn getur ekki með nokkru móti staðið við sitt. Þetta hafa mjög margir gert og meðan greiðandinn sínir vilja til að standa í skilum, þá hefur hann visst tak á eiganda skuldarinnar til að ná betri samningum.

Það tak höfum við ekki í dag af því að við erum ekki enn komin með staðfestan samning. Það eru svo margir fletir sem vert er að skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband