Vonandi næst samstaða um að klára ICESAVE.

Það er stóra vonin okkar Íslenginga að nú náist samstaða og niðurstaða í þessu stóra þrætumáli þjóðarinnar, að ganga frá samkomulagi og samningi um ICESAVE - deiluna sem er búið að setja hér allt á annan endann í rúmt ár. Aðstoð ríkisstjórnar erlends ríkis er ómetanlegur stuðningur og ég vona svo sannarlega að sá stuðningur geti leitt okkur til niðurstöðu. Nú er boltinn hér hjá okkur og við skulum endilega vera saman í liði, sjálfra okkar vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Vandinn er sá að sumir vilja ekki standa saman. Vilja bara Jóhönnu frá og allt vinstra liðið sama hvað það kostar.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.1.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hólmfríður, hér er frétt (18/1) af niðurstöðu skoðanakönnunar á vef Útvarps Sögu: 2472 tóku þátt í henni. Spurt var, hvort menn vildu: þjóðaratkvæðagreiðslu eða nýjan Icesave-samning. 78% vildu þjóðaratkvæðagreiðslu, 22% vildu nýjan samning.

Í gær, 22. jan., lauk sólarhringslangri skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu, þar sem spurt var: Hvernig eiga Íslendingar að bregðast við núna gagnvart Icesavelögunum?

Hér eru hinir þrír möguleikar, sem gefnir voru, og fylgið við hvert svar:

Fella lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu og útkljá málið fyrir dómstólum? - 82% (1751)

Breyta núgildandi samningi eins og ríkisstjórnin er að reyna? - 17% (352)

Borga upp í topp eins og Bretar og Hollendingar vilja? - 1% (31)

Þetta eru fréttir til næsta bæjar. Það er sama sem ekkert fylgi við að "borga upp í topp eins og Bretar og Hollendingar vilja" (og eins og þú vilt!); rúmlega 1/6 vilja "breyta núgildandi samningi eins og ríkisstjórnin er að reyna," en 82% vilja fella lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu og útkljá málið fyrir dómstólum. Hvað sýnir þetta annað en staðfestu þjóðarinnar þrátt fyrir allan áróður í fréttamiðlum með Icesave-stefnunni, m.a. með því að útvarpa hótunum og spám um hrun og einangrun?!

Jón Valur Jensson, 23.1.2010 kl. 17:58

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Gef nú ekki mikið fyrir kannanir útvarps Sögu það er svo takmarkaður hópur sem á hana hlustar eða fer á hennar vef. Geri mér samt grein fyrir fylgi við að að segja nei. Vonandi sér fólk samt að sér áður en til alvörunnar kemur Svo landið lokist ekki alveg frá umheiminum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.1.2010 kl. 18:19

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld hefur það áhrif á niðurstöðu þessarar könnunar, að hlustendur Útvarps Sögu eru upplýstari en þeir sem fylgjast aðeins með Fréttablaðinu, Rúv, Stöð 2 og Bylgjunni – og öðru hverju DV, þegar það kemur út!

En því fer fjarri, að það sé takmarkaður hópur sem hlustar á Útvarp Sögu – síðasta hlustendakönnun sýndi 30% hlustun á landsvísu og 40% í Reykjavík.

Jón Valur Jensson, 23.1.2010 kl. 21:23

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Þórdís. Já ég veðja á skynsemina í þessu sem öðru.

Jón Valur. Eru þessi 82% með tilbúnar tillögur til endurreysnar þjóðfélagsins, þegar búið verður að loka á alla lánafryrirgreiðslu erlendis frá. Ekkert raus um sjálfstæði eða þjóðrembing af neinu tagi, heldur áætlun um endurreysn með verkferlum og tölum um afkomumöguleika þjóðarinnar, líkur á landflótta, atvinnuleysi, um velferðarkerfið og svo framvegis. Komi slíkt plan sem líkur eru á að virki, er fyrst hægt að skoða valmöguleikann um að segja NEI  6. mars n.k.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 21:25

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll aftur Jón Valur. Hverjir sjá um að upplýsa hlustendur Útvarps Sögu?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband