17.1.2010 | 16:27
ICESAVE - SAMRÆÐUSTJÓRNMÁL - HALLGRÍMUR HELGASONM
Greinin hans Hallgríms Helgasonar er snjöll og fær marga til að hugsa sem er afar nauðsynlegt.
Orðaleikir geta verið skemmtilegir og vakið margskonar viðbrögð. Greinin hans Hallgríms er þeirrar gerðar að vel er hægt að túlka hana á marga vegu. Það er samt að mínu áliti ekki aðalatriðið, heldur hitt að mér finnst hann vera að fara með okkur í gegnum þann farsa sem búinn hefur verið til utanum þetta mál.
Þar hefur stjórnarandstaðan lengst af farið með leikstjórnina og það eru kannski stóru mistökin hjá ríkisstjórninni að heimila allan þennan spuna. En þar tel ég líka að munurinn liggi, í mismunandi stíl.
Samræðustjórnmál eru það sem við félagshyggjufólk leggjum áherslu á og þarna hafa átt sér stað miklar samræður. Það er líkast því að þingmenn gömlu stjórnarflokkanna, Sjálfstæðis og Framsóknarflokka hafi verið að sleppa úr áralangri innistöðu í fjósi Hrun-flokkanna og algjörlega misst sig í samræðustjórnmálum.
Á þeirri leið hafa skoðanir margar þróast og snúist, álitgjafar hafa verið kallaðir til og sitt sýnist hverjum.
Nú erum við komin á þann stað að niðurstaða verður að fást í samræðustjórnmálin og hún skal fengin með meiri samræðum, en ekki skipun frá höfðingjanum. Þar liggur kannski aðalvandinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.