ICESAVE - SAMRÆÐUSTJÓRNMÁL - HALLGRÍMUR HELGASONM

Greinin hans Hallgríms Helgasonar er snjöll og fær marga til að hugsa sem er afar nauðsynlegt.

Orðaleikir geta verið skemmtilegir og vakið margskonar viðbrögð. Greinin hans Hallgríms er þeirrar gerðar að vel er hægt að túlka hana á marga vegu. Það er samt að mínu áliti ekki aðalatriðið, heldur hitt að mér finnst hann vera að fara með okkur í gegnum þann farsa sem búinn hefur verið til utanum þetta mál.

Þar hefur stjórnarandstaðan lengst af farið með leikstjórnina og það eru kannski stóru mistökin hjá ríkisstjórninni að heimila allan þennan spuna. En þar tel ég líka að munurinn liggi, í mismunandi stíl.

Samræðustjórnmál eru það sem við félagshyggjufólk leggjum áherslu á og þarna hafa átt sér stað miklar samræður. Það er líkast því að þingmenn gömlu stjórnarflokkanna, Sjálfstæðis og Framsóknarflokka hafi verið að sleppa úr áralangri innistöðu í fjósi Hrun-flokkanna og algjörlega misst sig í samræðustjórnmálum.

Á þeirri leið hafa skoðanir margar þróast og snúist, álitgjafar hafa verið kallaðir til og sitt sýnist hverjum.

Nú erum við komin á þann stað að niðurstaða verður að fást í samræðustjórnmálin og hún skal fengin með meiri samræðum, en ekki skipun frá höfðingjanum. Þar liggur kannski aðalvandinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband