17.1.2010 | 15:00
Höfum raunverulega ekkert val í ICESAVE málinu.
Margir eru því marki brenndir að við getum valið um það hvort við borgum ICESAVE eða ekki. Slíkur málflutningur er með öllu óábyrgur og til þess eins að rugla fólk í ríminu.
Íslenska þjóðin hefur það val að samþykkja ICESAVE samninginn eða fara inn þjóðargjaldþrot og mikla fátækt þar sem okkar sambönd erlendis munu lokast hvert af öðru sökum almenns vantrausts alþjóðasamfélagsins.
Þorvaldur Gylfason var í þættinum Sprengisandur í morgun. Hér á eftir er hluti fréttar þar sem vitnað er í málflutning ÞG:
Hafni þjóðin Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sér Þorvaldur fyrir sér að Norðurlöndin dragi sig í hlé. Þá sé tvennt í stöðunni. Annað hvort dregur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig út úr efnahagsáætlun með tilheyrandi gengishruni og óðaverðbólgu. Hinn kosturinn er sá að ný efnahagsáætlun verði lögð fram af AGS með mun lægri lánveitingum. Verði það raunin þurfi að leggjast í svo mikinn niðurskurð að nær ómögulegt verði fyrir stjórnmálastéttina að ná samkomulagi um hann.
Fögur framtíðarsýn eða hvað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Hólmfríður,
það er svo einkennilegt með ykkur Samfylkingarfólk að þið virðist hafa blindast af drungalegri útgeislun heilagrar Jóhönnu og sjáið ekki þann raunveruleika sem Icesave-ánauðinni fylgir. Þið haldið að með því að bæta á okkur þær klyfjar sem Icesave er þá séum við að forða okkur frá þjóðargjaldþroti, þvílík og önnur eins hagfræði fyrirfinnst hvergi annarsstaðar en í Samfylkingunni og hluta Vinstri grænna, en sem betur fer eru nokkrir VG sem hafa lært hagfræði sína betur en svo.
Þið eruð búin að berja hausnum við steininn svo lengi að það er farið að rugla ykkur og orðin það vönkuð að þið skiljið ekki lengur hvað er rétt og hvað er rangt í þessu sorglega máli.
Megi góður Guð opna augu þín og félaga þinna.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.1.2010 kl. 15:17
Hólmfríður - þ.e. alltaf val.
Þ.s. svona setning þíðir, er að manni lítist ekki á valkostina í boði.
Ég bendi á mína nýjustu færslu, en hún fjallar einmitt um það val, sem okkur stendur til boða.
Undirbúum greiðsluþrot - það styrkir okkar samingsaðstöðu gagnvart mótaðilum!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 15:27
úúúffff Húnvetningur Hólmfríður Bjarnadóttir - það sem þú getur verið öfugsnúin
Jón Snæbjörnsson, 17.1.2010 kl. 15:28
Hann Gylfi virðist halda, að við getum staðið undir þeirri greiðslubyrði, sem þessar lánveitingar myndur framkalla.
En, staðan er í dag, að Ísland á ekki pening hvort tveggja í senn, fyrir vöxtum og innflutningi.
Þá er ekki enn, búið að bæta þeim lánum á.
Kv
Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 15:29
Það á alveg að vera hægt að komast hjá stjórnlausri óðaverðbólgu. En, hún á sér stað fyrst og fremst í löndum, þ.s. hrun verður í útflutningi.
Svo ég verð eiginlega að lísa mig ósammála þeim punkti.
En, þ.s. áfram verður útflutningur á áli, á fiski og gjaldeyrir frá ferðamönnum; þá er raunverulegt gólf á því hve langt krónan er líkleg til að hrynja.
Þ.e. hún hrynur ekki niður fyrir raunverðmæti þeirrar verðmætasköpunar sem á sér stað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 15:34
Sæll Tómas. Er ekki óþarfi að vera að blanda Guði í þetta mál. Hann hefur áreyðanleg margt þarfara að gera. En án gríns og gaspurs, þá er að aðeins að lýsa stöðunni eins og hún er og það er stundum afar beiskt að kyngja svona hlutum.
Sæll Jón. Ef ég er öfugsnúin vegna þess að ég er ekki sammála þér, þá verð ég bara áfram öfugsnúin og er sátt við það.
Einar. Var að vísa í Þorvald Gylfason. Hann segir það vera illskásta kostinn að samþykkja samninginn. Þú skallt spyrja Þorvald sjálfann um álit hans á greiðsluþoli þjóðarinnar.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur að við eigum að þola þessar greiðslubyrgðar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2010 kl. 16:06
Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Hollenskur þingmaður, Weekers segir:
Weekers telur jafnframt að Íslendingar hafi sífellt reynt að koma sér undan því samkomulagi sem upphaflega var lagt upp með í viljayfirlýsingu sem undirrituð var af hálfu ríkjanna. Segir þingmaðurinn að hollensk yfirvöld hafi bætt innistæðueigendum tjón sitt á grundvelli þeirrar viljayfirlýsingar.
Íslendingar segja að við getum og viljum ekki borga.
Eins og málin hafa þróast eigum við varla annað val en að samþykkja þennan ólánssamning ef ekki tekst að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu. Við verðum að fara að parkera þessu máli svo við getum sett alla okkar orku í uppbygginu. Icesave er stórt mál en ekki það stærsta.
Hins vegar ef ríkisstjórn Geirs Haarde hefði ekki skrifað undir þessa viljayfirlýsingu heldur staðið í lappirnar og farið fram á að málið færi fyrir dóm værum við í annarri stöðu. Ég veit að það er erfitt fyrir marga að kyngja mistökum fyrri og núverandi ríkisstjórnar, en fólkið í landinu kaus þetta svo það verður að taka ábyrgð á gerðum sínum. Svo einfalt er það. Þjóðaratkvæði er engin lausn á deilunni.
Andri Geir Arinbjarnarson, 17.1.2010 kl. 16:12
Sæll Andri. Takk fyrir góða og málefnalega athugasemd. Það er auðvitað ljóst að allt þetta mál er varðað mistökum frá upphafi og til dagsins í dag. Niðurstaðan er bara að við verðum að kyngja bitanum og taka þann næsta því nóg er eftir til að vinna úr.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2010 kl. 16:33
Sagði ekki Jóhanna í fréttum að hún gerði sér góðar vonir um betri samning við Breta og Hollendinga, á hverju þá að samþykkja þennan, þetta er greinilega ekki besti samningurinn
steina009 (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 17:25
Hólmfríður - horfðir þú á Silfrið? Þar var viðtal við þennann mann:
Prófessors Sweder van Wijnbergen
Hann hefur miklu meiri þekkingu á þessum málum, heldur en þeir kumpánar - enda starfaði hann um 13 ár, einmitt að skuldaskilum ríkja, í starfi sínu hjá Alþjóðabankanum.
Hans skoðun, er að skuldabyrði Íslands sé slik, að Ísland muni aldrei getað borgað, nokkurntíma.
Hérna fyrir neðan er greinin hans, sem er á ensku, en byrtist samt í hollensku veftímariti.
Sjá grein: Iceland needs international debt management
Ég tel Prófessors Sweder van Wijnbergen hafa rétt fyrir sér.
Ath. að þetta er skoðun sem ég er búinn að hafa lengi, eða alla hríð síðan um áramót 2008/2009. Ég er því mjög ánægður að sjá, að Prófessors Sweder van Wijnbergen er sammála mér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 18:01
Sæl Steina. Auðvitað væri albest ef tækist að ná berti samningi, var að vekja athygli á ummælum Þorvaldar Gylfasonar í Sprengisandi í morgum. Á þessum stað í viðtalinu var verið að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Einar, ætla að horfa á Silfrið í kvöld með texta
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2010 kl. 18:31
Skelfilegur málflutningur eins og þessi ruglar einstaka í ríminu Hólmfríður, enn Íslendingar þurfa að standa með sínu fólki og ekki á móti því.
Þessar grýlusögur um að heimurinn snúi baki við Íslendingum er algjörlega út í hött og er venjulegur hræðsluáróður...
Óskar Arnórsson, 17.1.2010 kl. 21:16
Sæll Óskar, mikið vildi ég óska að þú hefðir á réttu að standa.
Því miður er það bara ekki svo. Vissulega kveður Þorvaldur Gylfason fast að orði. Hann gerir það ekki til að hræða, heldur til að vekja fólk til umhugsunar um alvarleika málsins. Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórninni takist að leysa þetta klúður sem forsetinn kom okkur í.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2010 kl. 21:42
Ég er reyndar sammála Þorvaldi G. um eitt, að Ísland sé nær því en í fyrra, að verða greiðsluþrota.
Á hinn bóginn, er ég þakklátur Ólfafi G. fyrir að gefa þjóðinni tækifæri, til að endurhuga málið - því, endurhugsun er alger nauðsyn.
Einungis með lækkun skulda, getum við forðast þrot - ef H&B samþykktu að lækka kröfur sínar og það verulega, gleyma vöxtunum að mestu - þá gæti komið til greina, að samþykkja slíkt til að skapa einhvers konar frið.
En, núverandi samingur, er algerlega óaðgengilegur, og að mínu mati, greiðslufall skárri sem útkoma en að samþykkja hann.
---------------------------
Mín von er að þjóðin segi "Nei" og síðan, gjaldfelli H&B Icesave lánið á TIF, og samningnum þar með verði sagt upp að þeirra hálfu.
Eftir það, þá hefjum við undirbúning greiðsluþrots - og sjáum, hvort þeir gefa ekki eftir, eftir allt saman.
Kv
Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 21:53
Forseti bjargaði því sem hægt var að bjarga Hólmfríður. Það eigum við honum að þakka um aldur og æfi að hann stóð allavega með sínu fólki.
Við þurfum ekki á því að halda að knékrúpa fyrir einum eða neinum.
Hingað til, af öllu sem ég hefi lesið af þessum óteljandi misgáfulegum bloggum og greinum, að ótöldum viðtölum í sjónvarpi við málsmetandi fólk frá mörgum löndum um Icesavemálið, þá er líklegast ábending Einars Björns líklegasta vænlegasta leiðin til árangurs.
Mæli með að þú lesir þessar greinar á síðunni hans Hólmfríður. Að samþykkja einhver samning til bráðbyrgða með innstæðulausri ávísun eins og Jóhanna vill, þarf enga kjarnorkueðlisfræðinga eða hagfræðinga til að skilja að er út í bláinn...
Óskar Arnórsson, 17.1.2010 kl. 22:12
Óskar,
Þetta er nú svolítil einföldun hjá þér af því að Forsetinn þarf ekki að leysa deiluna. Hann þarf bara að segja nei og standa með meirihlutanum. Þá er spurningin hvernig stjórnum við landinu og leysum vandamálin. Það er ekki ár liðið síðan Alþingiskosningar voru haldnar hér af því að Sjálfstæðisflokkurinn var ómögulegur, nú er það sama með Samfylkinguna og VG, og varla er Framsókn betri. Hvað ætlar þjóðin að kjósa næst til Alþingis? Byggist allt nú á stundarhrifum.
Mér sýnist að margir aðhyllist þá "lausn" að segja nei við öllu, Icesave, AGS, ESB, Norðurlöndunum (Noregur undanskilin á meðan þeir halda veskinu sínu opnu). Er þetta ábyrg framtíðarsýn sem tryggir næstu kynslóðum bjarta efnahagslega framtíð hér á landi? Spyr sá sem ekki veit?
------------
Greiðsluþrot er auðvita ein lausn eins og Einar Björn bendir á en hún er ekki án kostnaðar og fórna. Argentína hefur reynt þetta og er nú eftir 10 ár að reyna að selja ríkisskuldabréf á erlendum markaði og vonar að vextir verið um 9.5% sem er mikil lækkun frá 15% vöxtum sem þeir hafa þurft að greiða fyrir erlend lán á undaförnum árum.
Áður en sú lausn er valin finnst mér skynsamlegt að þessi kostnaður verði reiknaður út og borin saman við aðrar lausnir, ekki okkar vegna, heldur fyrir hönd næstu kynslóða.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 00:22
Sæll Óskar og þakka þér fyrir ábendinguna. Þú talar um að knékrjúpa og að forsetinn hafi staðið með sínu fólki. Það eru þín sjónarmið, en ekki mín.
Ef hægt að að ná betri lausn á þessu máli fyrir fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er það auðvitað fagnaðar efni. Ef það tekst ekki er að mínu mati eina vitið að samþykkja samninginn. Málið er bara ekki flóknara en það
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 00:23
Málið var gert flókið til að freista þess að láta Ísland borga. Bretar stóðu fyrir því og "samningamenn" landsins brugðust. Nú þarf að vefja ofan af flækjunni til að fólk skilji að það hefur ekki leyfi til að borga undir neinum kringumstæðum.
Að það hafi tekist að fá eitthvað af fólki til að trúa því að íslensk alþýða sé ábyrg fyrir þessu, er gert með massífum áróðri. Það þurfti áróður til að selja íslendingum þessa hugmynd og fólk féll fyrir henni greinilega.
Nýtt samkomulag um greiðslur fyrir Icesave, verður að vera undir þeim formerkjum að Bretar og Hollendingar viðurkenni að þeir höfðu rangt við í þessum samningum. Þá væri það þess virði að borga eitthvað. Fyrr ekki!!
Já, Andri þetta er ekkert einfalt, eða einföldun á neinu. Ég segi nei við ESB inngöngu og hef fulla ástæðu til. Líka við lánum frá AGS. Efnahagslegur bati er ekki endilega fólgin í lántökum. Það er hægt að koma efnahag á lappirnar aftur með erlendum fjárfestum.
Þessi endalausa umræða að ekki sé hægt að lifa á Íslandi utan erlendra lána er alveg voðaleg. það er hægt að komast af án lána...og lifa þar á erlendra lána. Ríkissins alla vega.
Óskar Arnórsson, 18.1.2010 kl. 01:29
Andri - Argentína hefur gert þetta tvisvar. Og, að auki, hafandi í huga að eins og nú stendur, þá gæti það gert í 3ja. sinn.
Argentína, er þarf að leiðandi, ekki gott dæmi. En, að sjálfsögðu, að ef við færum í trúverðuga uppbyggingu þjóðfélagsins, við þær kringumstæður. Og, síðan að einhverjum tíma liðnum, næðum nýju samkomulag við lánadrottna - þá er ekkert sem hindrar, að trúverðugleiki okkar komi aftur til baka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.1.2010 kl. 02:08
Einhversstaðar stendur að dramb sé falli næst. Svo mikið er víst það sem hér er skrifað liktar svolítið þannig. Samningur um að við skuldum Bretum og Hollendingum peninga er ekki endir alls og ekki einu sinni endir þessa máls. Svo meigum við ekki gleyma því að það getur enn gerst að einhvers konar sátt náist um málið sem afléttir þeirri hindrun sem nú er á veginum. Að segja já eða nei við AGS og ESB er ekki undir í þessari lotu. Nóg er nú samt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 03:00
Dramb er falli næst Hólmfrífur! Það er málið. Það þarf bara að horfa og hlusta á Steingrím til að skilja hversu satt það er...
Óskar Arnórsson, 18.1.2010 kl. 03:12
Hætti stjórnvöld ekki að hampa þeim sem EU löggjöfin útskúfar frá bótum í kjölfar gjaldþrots útibús, þá munu hinir siðprúðu á meginlandinu aldrei bera virðingu fyrir Íslenskum stjórnvöldum.
Grunnurinn er almenningur og ef einhver á að hagnast á hruninu þá er það almenningur.
Siðspillingin hefur ekkert minnkað frekar aukist hjá stjórninni. Verkin dæma höfundanna.
Lög EU um tryggingar sjóði voru fyrst og fremst ætluð til að til að vernda neytendur.
IMF gefur upp ramma sem þjóðarstjórnvöld útfæra: sem hentar oftar en ekki alþjóðalándrottum og fjárfestum.
Það er ekki hægt að semja um að stjórnsýslan hér hafa brotið af sér gegn litla-Alþjóðsamfélaginu.
Bresk eru búin að bjarga sínum almenning. Alþjóðasamfélagið bíður eftir því hvort Íslensk geri ekki betur við sinn.
Icesave uppgripin stóðu nú mest yfir í sjö mánuði, með vitund fjármálayfirlita, Breta, Hollands og Íslands, að öllum líkindum meðan verið var að borga takmörkuðum lista sérvaldra sem mest: þeim sem eru útskúfaðir bótum innlánatryggingarsjóðs samkvæmt lögum EU.
Því ef lokun hefi komið sjö mánuðum fyrr þegar Seðlabankakerfi EU og Íslands var ljós [afleiðingar þess að loka lánalínum] sem merkir ólöglega greiðslufærni Íslenskra útibúa þá átti að loka útibúum fyrr eða loka ekki lánalínum sem skekkir samkeppni Íslands.
Þetta er ekki spursmál um trúarbrögð heldur að bjarga fjöldanum og veita honum réttlæti yfir dómstólum litla-Alþjóðasamfélagsins.
Það er slæmt þegar menn sjá ekki skóginn fyrir ágirnd.
Júlíus Björnsson, 18.1.2010 kl. 04:41
Þetta er ekki spursmál um trúarbrögð heldur að bjarga fjöldanum og veita honum réttlæti fyrir dómstólum litla-Alþjóðasamfélagsins.
Júlíus Björnsson, 18.1.2010 kl. 04:43
Ef að þjóðin hafna þessum afarslæma Icesave samningi þá skapast tækifæri til að fá holl/bret aftur að samningsborðinu. Þá er hægt að bjóða þeim að taka eignir Landsbankans uppí skuldina en þær gera sig á um 90% af heildarskuldinni. holl/bret eru í mun betri aðstöðut til að koma þessum eignum í verð heldur en íslendingar.
Þessi samningur Svavars Gestsonar sem þjóðin vonandi fellir útheimtir 110 milljónir á dag í vaxtakostnað. það þýðir ekkert annað en að við þyrftum að spara þennan pening, hvar leggur þú til að við spörum hann?
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.1.2010 kl. 11:33
Guðrún,
Þú gengur út frá að íslenska ríkið eigi eignir gamla Landsbankans. Það er vafasöm forsenda sem dómstólar þurfa að taka á.
Andri Geir Arinbjarnarson, 19.1.2010 kl. 11:53
Sæl Guðrún. Málið er ekki svona einfalt og alls ekki víst að B&H hafi áhuga á frekari samningum við okkur. Við erum að gambla með fjöregg þjóðarinnar og það var mér kennt í æsku í gegnum tröllasögurnar sem lesnar voru fyrir mig, að slíkt á aldrei að gera.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 13:27
Um er að ræða þrotabú gamla Landsbankans og það hefur margkomið fram opinberlega að eignir þrotabúsins dekki 90% af skuldum Icesave. Íslenska þjóðn mun fella þennan samning Svavars.
Hólmfríður við eigum einmitt ekki að gambla með fjöregg þjóðarinnar með því að sæta kúgun ESB nýlenduherrana. Landsbankinn gamli var einkafyrirtæki sem fór á hausinn og eðlilegt er að kröfuhafar taki til sín eignir þrotabúsins.
Samfylkingin hefur staðið flokka fremst í að gambla með fjöregg þjóðarinnar sjálft fullveldið með því að greiða fyrir inngöngu í ESB með Icesave skuldaklyfjum, og þjóðin er búin að fá nóg!
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.1.2010 kl. 15:24
B&H er of annt um virðingu sína, í Alþjóðasamfélaginu ekki bara í EU, til að vilja neyða litla smá nágranna efnahagseiningu til að taka á alla ábyrgð á samkeppni klúðri sem byggðist á samspili aðila marga ríkja og innan þeirra eigin umráðasvæða [dómslögsaga] að stórum hluta.
Þetta er alls ekki einkamál almennings í Íslandi heldur spursmál fyrir alla heild EU um samtryggingu og málferðarlegt réttlæti sem á að mati marga innan og utan EU að leysa í sölum Réttlætis EU og ef ekki vill betur fyrir Hæstarétti EU.
Ef Bretar hefðu lokað útibúum sjö mánuðum fyrr eða við Glitni 2005 þá hefðu þessir réttfarslegu spursmál aldrei vaknað.
Málið á skoða í heildarsamhengi foraréttenda samnings nágranna þjóða sem við eru aðilar að frá um 1995.
Fyrirtæki komast ekki í greiðsluþrot af sjálfum sér á einni nóttu. Það þarf ekki að vera glæpur þótt einhver fari á hausinn.
Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 15:30
"Sæl Guðrún. Málið er ekki svona einfalt og alls ekki víst að B&H hafi áhuga á frekari samningum við okkur. Við erum að gambla með fjöregg þjóðarinnar og það var mér kennt í æsku í gegnum tröllasögurnar sem lesnar voru fyrir mig, að slíkt á aldrei að gera."
----------------------------------------
Í allra versta falli, þá verða engir samningar.
Þá ráða lögin, þ.e. þrotabú Landsbanka er gert upp, og því fé sem til staðar er í TIF, er skipt upp.
Lagaformlega, er þá málinu lokið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 15:37
Eina Björn, sammála.
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.1.2010 kl. 16:14
"Þá er hægt að bjóða þeim að taka eignir Landsbankans uppí skuldina"
hahaha já já, endilega. Við skulum "bjóða" þeim það bretunum.
Raunveruleiki: Bretar geta tekið eignir þrotabússins sisona, bara ef þeim dettur í hug manneskja !
Eftir stendur þá til innheimtu skuldbinding Íslands.
Bretar hafa allt sín megin. Allt. Öll háspilin og öll trompin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2010 kl. 17:05
Það sem hefur hindrað lagalega meðferð Icesave, er sú þrá Samfylkingarinnar að ganga í ESB. Þessa þrá hafa H&B notfært sér til að knýja fram kúgunar"samninga" sem við getum ekki með nokkru móti samþykkt.
ESB aðildin ætlar að verða alltof dýr, og sem betur fer dettur það ferli um sjálft sig þegar að þjóðin stendur gegn kúguninni og fellir Icesave.
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.1.2010 kl. 17:12
Það sem hefur ma. komið Íslandi í þessa stöðu er ofsafengið hatur öfgamanna á ESB.
Með því að rugla og bulla um umrætt mál og vinna mestmegnið útfrá hallærislegu þjóðrembuþema, þá heldur öfgafólk að það komi einhverju höggi á evrópska samvinnu.
Í ofsa sínum hikar það ekki við að stórskaða hagsmuni Íslands. Stórskaða og er kostnaðurinn þeirra vegna nú þegar orðinn álíka og ivesaveskuld Landsins.
Annar mikilvægurfaktor málsins er lýðskrum sjalla og framara sem ætla að nota málið til að vega úr launsátri að núverandi stjórnvöldum og komast þannig til valda. Með því að vega úr launsátri.
Inní þetta blandast svo 2-3 kjánar úr VG sem eru jú haldnir ranghugmyndum og minnimáttarkennd gagnvart Evópu sem kunnugr er.
Inní þetta blandast svo Ventill sem erfitt er að sjá hvaða hlutverki gegnir og virðist hann ekki vita það sjálfur.
Að öðru leiti kemur þetta ESB og væntanlegri aðild Íslands þar að ekkert við.
Þetta kemur EES við.
Og já, Ísland er aðili að EEA Agreement.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2010 kl. 17:45
Stórundarleg skilgreining hjá þér Ómar
Icesave kemur aðildarumsókn Íslands að ESB mjög mikið við. Einfaldlega vegna þess að Svavar Gestson og company létu undan þrýstingi H&B um að Icesave myndi standa í vegi fyrir aðild Íslands að ESB. Og Jóhanna ásamt restinni af Samfylkingunni hefur alla tíð trúað því að ESB og Icesave hangi á sömu spýtu. þetta ESB dæmi hefur veikt okkar samningsstöðu.
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.1.2010 kl. 18:23
"Eftir stendur þá til innheimtu skuldbinding Íslands."
---------------------------
Innheimta hvað?
Ísland hefur lagaformlega staðið við allar skuldbindingar. Svo, lagatæknilega hafa Bretar og Hollendingar, engar umkvartanir.
Svo, þ.e. ekkert mál, að sejga "Ísland stendur við allar sínar skuldbingar" því það felur ekki í sér, neitt annað en þ.s. þegar var framkvæmt á sínum tíma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 18:36
EU er Sameiningin sjálfstæðra þjóðríkja undir hatti sömu stjórnskipunar skrár aðallega.
EU hollusta byggir á þjóðarhollustu sjálfábyrgu, í eigin málum, Meðlima-Ríkjanna. Hollusta sem tryggir EU í samkeppni við hinar alþjóða blokkirnar og tryggir Meðlima-Ríkin í innbyrðis samkeppni.
Miður góður skilningur á Menningararfleið 1/3 forfeðra minna og almennur grunnþekkingarskortur gervi -EU sinna sem skortir alla virðingu fyrir sínum eigin og þar með EU í sjálfum sér lögum og reglum er það sem hefur komið okkur í mest klandur.
Samvinnan er skilgreind fyrir tiltekin innri samkeppni grunn Meðlima-Ríkja heildarinnar og sameiginlegar utanríkis og hernaðarstefnu[eftir Lissabon] hinsvegar eru samtryggingar viðfangsefni Meðlima-Þjóðríkjanna ennþá í mótun eða á þroskaferli og Útibúadeilan er í ekki í raun einkamál hugsanlegs Meðlima-Ríkis heldur kjörið tækifæri til að láta Réttlætið í EU þess dómstóla ekki Meðlima-Ríkja skera úr um hversu langt umrædd samtryggingar samvinna er komin á þroskaferlinum.
Af hverju EU ber ekki virðingu fyrir [hlustar ekki á ] stjórnarstefnum er EU skiljanlegt þær einkennast af þjóðarskömmum sem menningararfleið EU fyrirlítur eins og pestina.
Ríkisborgarréttur EU bætist við Þjóðarríkisborgararéttinn en kemur ekki í stað hans.
Þjóðverjar eru ekki Íslendingar. Frakkar eru ekki Íslendingar. Pólverjar eru ekki Íslendingar.
Talandi um bull. VERJA SIG EKKI OG LÚTA Í LÆGRA HALDI FYRIR LÁNADROTTNUM ER VEIKLEIKI AÐ MATI HINNA STERKU MEÐLIMA EU. ÞETTA BRESKA ÍSLENSKA KLÚÐUR ER TIL SKAMMAR FYRIR EU HEILDINA. SÉR Í LAGI SKORTUR Á HERNAÐARHYGGJUTÆKI íSLENSKU AÐILANNA HINGAÐ TIL OG FRAMKOMA ÞEIRRA GANGVART SÍNUM EIGIN ÞEGNUM.
Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 18:44
Af hverju EU ber ekki virðingu fyrir [hlustar ekki á ] íslensku stjórnarstefnurnar er EU skiljanlegt þær einkennast af þjóðarskömmum sem menningararfleið EU fyrirlítur eins og pestina.
Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 18:46
Það er einkennilegt hvernig umræða um Icesafe fer að snúast um evrópusambandið. Ef horft er frá því að málsaðilar allir eru evrópuþjóðir og meira og minna innviklaðar í evróskt samstarf þá kemur þetta ekkert ESB sem apparati við enda erum við ekki aðilar að því og það er villandi og með vilja gert að blanda saman óskildum málum. Svavar Gestsson er ekki ESB sinni hvað ég veit og geri ráð fyrir að hlutverk hans hafi mest megnis verið að fylgjast með sem væntalegur talsmaður samninganefndarinnar. Hann hefur ábyggilega haft minna að segja um þessar viðræður en menn heiðra hann með. Vitleysisáróðurinn er persónugerður af því að það er Íslenska umræðuhefðin: ekki tala um málin heldur um þá sem tala um málin! - Núna er samningurinn STEINGRÍMS og Jóhönnu ( en aðeins minna um hana því hún er sjaldnar í sviðsljósinu). - Icesafe er orðið móðursýkislegt umræðuefni þar sem menn og konur keppast við að semja við sjálfan sig og hvorn annan án þess að hafa hugmynd um hvað raunverulegir samningsaðilar gera eða geta gert. Í stuttu máli er alltaf betra að hafa samning heldur en að vera án samnings. Þetta leiðarstef var tekið snemma á ferlinum og var gert að íhuguðu máli. Sú þrönga staða sem olli þeirri ákvörðun er ennþá jafn þröng, það sem hefur breyst er að menn eru tilbúnir til að keyra hér allt í þrot í von um að "þegar botninum er náð" getum við loksins farið að byggja upp. - Fyrst þessi ákvörðun var ekki tekin 8. október 2008 þegar hryðjuverkalögin voru sett á bankann og þar með landsmenn þá kemur það tækifæri ekki aftur. - Þó ég styðji Steingrím og ríkisstjórnina núna þá er ég að styðja stefnu sem ríkisstjórn Geirs Haarde tók og ekkert annað. Og aftur ESB kemur þessu máli ekkert við. Ef svo væri þá værum við að semja við þá en ekki Hollendinga og Breta.
Gísli Ingvarsson, 19.1.2010 kl. 19:51
Ef svo væri þá værum við að semja við þá en ekki Hollendinga og Breta.
Fellur um sjálft sig því yrðingin jafngildir.
Ef við værum ekki að semja við Hollendinga og Breta þá værum við að semja við EU[ES].
Sem er eðlilegt í ljósi nágrannasamings lögsagnanna þar hlutir áttu sér stað, og stærðarmunar samningsaðila.
Þetta eru bæði sanngirnis og skynsemdar rök. Traust yfirlýsing um að Réttlætið sigrar að lokum. Ég treysti úrskurði dómstóla EU en ekki dómstólum aðila. Als ekki stjórnmálamönnum og öðrum sem tengjast málum persónulega.
Það er eðlilegt að blanda þriðja aðila í málið sem hefur hagnað af því að halda upp röð og reglu.
ESB er history.
Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 20:41
IceSave potturinn hefur vexti uppá 100 milljónir á dag. Aldrei tala ráðamenn eða annað Samfylkingarfólk hvaða áhrif það mun hafa á velferðakerfið enda lætur þetta sama fólk eins og málið bara hverfi og segja oft "taka IceSave út af borðinu".
Heldur þú virkilega að t.d. Bretar loki á okkur? Ég vil benda á að yfir 2000 manns vinnur við hafnir Bretlands þar sem Íslensk skip landa. Auk þess eru fleiri þúsund störf sem myndast við tilveru Íslenska flotans. Þeir mega ekki við því atvinnuleysi og munu ekki hætta á það.
Við getum ekki staðið við þennan samning eins og hann er og er sú eina staðreynd næg til að segja NEI hvað sem mönnum finnst um réttmæti samningsins sjálfs.
Halla Rut , 19.1.2010 kl. 22:29
Sælt veri fólkið. Guðrún, ég get glatt þig með því að þessi töf á ICESAVE samningnum mun ekki tefja aðildarviðræðurnar við ESB. Sem sagt blandast ekki hvað öðru.
Einar, ég er því miður ekki viss um að þín kenning um að með uppgjöri á þrotabúi Landsbankanns sé málinu lokið lögformlega haldi.
Tek undir með þér Ómar að það er einmitt hatrömm andstaða við aðild að ESB sem hefur komið okkur þangað sem við erum núna, á svo margann hátt.
Þegar Davíð Oddson og Jón Baldvin Hannibalsson mynduðu ríkisstjórn, var það stefnan að Ísland gerast aðili að EES samningnum (sem var sem betur fer) og mundi síðan sækja um aðild að ESB í framhaldinu. Davíð snérist gegn því illu heilli að sækja um aðild að ESB. Hefði Ísland verið þar inni segjum frá aldamótum, tengt krónuna tekið við Evrugengi og síðan tekið upp Evru, hefði þetta ekki gerst.
Þetta eru þau atriði sem einna mest brenna á þjóðinni í dag. Er það nema von að Jafnaðarmenn á Íslandi vilji freista þess að bæta hag þegna þessa lands og hafa sótt um aðild að ESB.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 22:56
Íslendingar voru plataðir til að trúa því að þeir ættu þessa skuld.
Íslendingar voru plataðir til að trúa að landið myndi missa æruna ef það borgaði ekki.
Íslendingar voru plataðir inn í umræðu að þeir stæðu slefandi fyrir utan himnaríkishlið ESB.
Íslendingar voru plataðir og það þarf erlenda sérfræðinga til að staðfesta það, og það virkaði fínt.
Naívistarnir eiga að stofna eigin flokk og skipta þessari skuld og framtíða Nígeríubréfum á milli sín, og borga þangað til þeir eru blangir. Ekki vera málsvarar Breta og Hollendinga á móti landsmönnum sínum.
Nei til ICSAVE og nei til ESB.
Óskar Arnórsson, 19.1.2010 kl. 22:57
Hólmfríður - þeir munu sannarlega, leita leiða til að kreista peninga út úr okkur. En, punkturinn var, að þeir hafa ekki lögin með sér.
En, ef við getum haldið sjó, þá vinnur tíminn með okkur, ekki gegn.
En, um það snýst þá spurningin, getum við rofið þennan blackmail hring, sem Svíar - Hollendingar - Bretar hafa myndað, til að verja hagsmuni eigin bankakerfa.
En, stóra málið er ekki Ísland, heldur enn stærri skuldir sem bankakerfi þessara landa, eiga í löndum fyrir utan Ísland. Þar er einnig, verið að berja fólk til hlýðni, til að borga.
Þeir óttast, einhvers konar dómínó áhrif, því þ.e. ekki bara ísl. almenningur, sem er óánægður eða á Íslandi, þ.s. óánægjan er að hlaðast upp, og er verið að hlaða þungum byrðum á almennig.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 23:55
Hvað skiptir máli hvort þetta tefji umsókn okkar að ESB eða ekki. Umsóknin er peningaeyðsla algjör, þegar síst skyldi. Þjóðin mun seint kjósa með þessu. Við erum ekkert að fara í ESB nema þá Samfylkingin noti þjóðaratkvæðagreiðsluna sem leiðbeinandi, eins og stundum hefur verið haldið fram, og troði þessu ofan í okkur eins og hún ætlaði sér með IceSave.
Ég minni á en og aftur að vextir af IceSave eru 100 milljónir á dag. Stöndum saman, við Íslendingar, sama hvaða flokk við viljum kjósa okkur, stöndum saman og segjum NEI við IceSave.
Halla Rut , 20.1.2010 kl. 01:05
Halla Rut. Mér og fjölmörgum öðrum finnst það skipta afar miklu máli að þessi ICESAVE töf hafi ekki áhrif á umsóknarferlið hjá ESB.
Það mál er að öðru leiti ekki tengt ICESAVE hefur ekki áhrif á gang þess. Það er hinsvegar möguleiki að fá aðila frá ESB til sátta/samninga um málið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2010 kl. 02:05
Davíð snérist gegn því illu heilli að sækja um aðild að ESB. Hefði Ísland verið þar inni segjum frá aldamótum, tengt krónuna tekið við Evrugengi og síðan tekið upp Evru, hefði þetta ekki gerst.
Það er alveg rétt : Við hefðum ekki fengið nein krónubréfalán. Þá hefði líka allar tekjur ríkissjóðs af Seðlabanka hrunið og grundvöllur fyrir braskið innanland. Og við værum að kaupa evru á gengi álíka og í dag miðað við eru land einhæfra hráefna og 1 vinnslustig til útfluttings 99%. Evrur í umferð hefðu verið eins og krónur nú. Það hefði flýtt fyrir að koma okkur niður á rétt plan að mati EU.
Virðaukinn af Meðlima-Ríkinu ákvarðar á hvað verði það kaupir það kaupir evruþ :jóðverjar er með mikinn viriðisauka og fá því evru ódýrt á innra gengi marksins sem er tekið úr umferð hvað varðar almenning.
Krónubréfalánin sem við fengum fyrir utan til að drepa niður allan virisauka hér: fullframleiðslu. Jafngildir því að Lettar fengju yfirdrátt sem algjörlega bannað í EU sem og aðrar lánafyrirgreiðslu á kostnað heildrainnar: öll Meðlima-Ríkinner í samkeppni um að fá sem flestar evrur.
Meðlima-Ríki EU hafa sín eiginvaxtakjör gagnvart almenningi. Helmingi færri evrur í laun en 1990 býður sannalega ekki upp á stóran höfuð stólin kemur ekki í veg hávexti þeir voru voru ekkert háir hér á EU mælikvarða og fylgdu þeim þangað til hrunið kom. Þá hækkað sýnilegi á Íslandi verðbótahluti vaxtanna vegna þess að íslensku verðbótavextirnir taka 80% miðað gjaldeyri [evrum].
Hefði Ísland verið ekki farið inn í EES, tengt krónuna við dollar og síðan tekið tefnt á fullvinnslu utan EU, hefði þetta ekki gerst.
Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 05:38
Hólmfríður hefurðu kynnt þér ESB til hlýtar og hvaða breytingar verða við það að Ísland verði fullgildur aðili?
Samkvæmt Reglugerðum ESB ætti Ísland að hafa lögin sín megin að mestu og þessi framkoma öflugustu ríkjanna innan ESB gagnvart Íslendingum er ekki til þess fallin að telja þjóðinni trú um að henni sé vel borgið þar. Þau eru hrekkilómarnir á skólalóðinni og þú vilt gefa þeim vasapeningana en samt vera með þeim í liði.
Ég held að þið í Samfylkingunni verðið að fara að átta ykkur á því að við erum ekki að fara inn í ESB því þjóðin er orðin sjóðandi reið út í Bandalagið. Þetta er vonlaus barátta hjá ykkur núna. Því þurfum við að ákveða, þar sem allir virðast nokkuð sammála að verið sé að þvinga okkur og líta fram hjá réttindum okkar, hvort áhættan sé meiri með að samþykkja eða hafna. Um það snýst málið. Mín afstaða er að báðir kostir séu erfiðir en að samþykkja sé sínu vitlausara. Fyrir sjálfsvirðinguna, fyrir budduna og af þeirri einföldu ástæðu að við eigum ekki að gefa afslátt af réttlætinu.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.1.2010 kl. 07:38
Andri, Hollendingar voru búnir að borga innistæðueigendum áður en skrifað var undir memoið fræga. Enn og aftur; líkt og Ingibjörg Sólrún viðurkenndi í samtali við Sölva var búið að hafna því og sættast á annað fyrirkomulag þar sem ESB átti að vera milliliður og miða við Brussel viðmiðin. Þessi Ríkisstjórn á þetta klúður alveg ein og hangir á vitleysunni eins og hundur á roði.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.1.2010 kl. 07:40
Adda Þorbjörg er svona fólk sem ég verð strax yfir mig ástfangin...meira svona!!
Óskar Arnórsson, 20.1.2010 kl. 07:48
Látum ekki reiðina stjórna lífi okkar. Hún er óholl og skemmandi. Það sýnir sig best á viðhorfi þínu Adda Þorbjörg. Þú tekur ákvörðun út frá því að þú ert svo reið og þú ert að tala um sjálfsvirðingu og réttlæti sem rök gegn ESB aðild. En hvað með hagsýni og hagkvæmni. Auðvitað blandast miklar tilfinningar inn í skoðanir okkar á hrunin og hvert við viljum stefna. En við megum ekki láta skapsmunina hlaupa með okkur gönur í þessu máli. Það virðast hafa verið skapsmunir Davíðs Oddssonar sem áttu stórann þátt í mörgum hans stærstu stjórnmálalegu mistökum. Það er komið nóg af slíku og meira en það.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2010 kl. 11:06
Hólmfríður ég er alls ekkert að tala um ESB aðild. Þvert á móti er ég að segja að ESB aðild ætti ekki að koma að ákvörðunum um hvort samþykkja eigi Icesave eða ekki. Þetta er vandamálið í hnotskurn með ykkur sem vilja samþykkja samninginn. Þið spyrðið hann við ESB og fall Ríkisstjórnarinnar en ekki það sem málið snýst raunverulega um þ.e. hvort er betra að samþykkja samninginn eða hafna til lengri tíma litið? Spurðu þig þessarar einföldu spurningar: Ertu alveg í hjarta þínu sannfærð um að til lengri tíma litið sé betra fyrir Þjóðina að samþykkja frumvarpið hans Steingríms? Þú þarft ekkert að svara okkur hinum þessu en gott væri að þú skoðaðir hug þinn þín vegna og barnanna Þinna. Þegar maður er í vafa er best að halda sig við staðreyndir. Þær eru að flestir og yfirgnæfandi meirihluti lögfræðinga og spekinga telja lagaleg rök okkar megin. Ekki er annað að sjá á Reglugerð ESB en að rétturinn sé allur okkar meginn. Ég kýs að halla mér að lögunum þegar um slíkan vafa er að ræða.
Ég skal alveg taka þátt í að borga sem mér ber en mótmæli af sjálfsvirðingu og þjóðarstolti að láta beygja mig í duftið þvert gegn lögum. Það er engin hagsýni fólgin í því að afhenda hrekkjusvínunum á skólalóðinni eigur þínar, þeir munu sífellt biðja um meira og gera þig að þjóni sínum. Mín afstaða mótast ekki af reiði heldur réttlæti og vonandi einhverri skynsemi. Ég hef ekki trú á lyddu og ládeyðu leiðinni.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.1.2010 kl. 12:30
B&H voru í fullum rétti að greiða út innstæður sinna þegna. Það sem gerist er einfaldlega að B&H taka leysa kröfur innstæðueigenda á Ísland til sín.
Auk þess vara MOUið (Smningurinn) við Hollendinga aldrei felldur úr gildi. Til að svo væri þyrfti skjal sem segði það. Hinsvegar náðist samkomulag um að laga þyrfti sjallasamninginn og var það og gert.
Hver eru "Brösselviðmið" ? Er það viðmið sem segja og þýða "borga ekki" eða ??
People: Hættið nú að bulla svona. Alveg afskaplegt að horfa uppá þetta. Já já, við skulum bara segja "nei" í atkvæðagreiðslu - og gleyma þessu svo !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2010 kl. 12:56
Þegar að þjóðin hefur fellt þennan samning mun væntanlega hefjast nýtt ferli þar sem að lögum er hlýtt . Það er okkur til góðs því að þá mun Icesave málið loksins fá eðlilega lagalega meðferð, en ekki vera notað sem grýla á ESB aðildarviðræður en þið getið ekki neitað því að Svíar Bretar og hollendingar hafa hingað til gert það.
Brennt barn forðast eldinn, við höfum séð það að Norðurlandaþjóðirnar stóðu ekki með okkur í Icesave málinu og við höfum sætt kúgun af B&H þetta eru vinnubrögðin innan ESB og við höfum ekkert inní ESB að gera!
Guðrún Sæmundsdóttir, 20.1.2010 kl. 13:23
'Omar Bjarki; Brussel viðmiðin eru þekkt sbr:
http://eyjan.is/blog/2009/12/21/ingibjorg-solrun-brussel-vidmid-kjarni-malsins-i-icesave-deilunni-en-ekki-farid-eftir-theim/
Með öðrum orðum er verið að tala um að fara að lögum og samkvæmt Reglugerðinni. Fólk er almennt ekkert að bulla í þessari umræðu. Þetta er stórt mál og misjafnt álit og ennþá misjafnari kjarkur. Öll held ég að við séum nú orðin sammála um að verið sé að brjóta á okkur. Þessi Ríkisstjórn er einn þeirra aðila sem beita okkur kúgun.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.1.2010 kl. 13:30
Adda, Viðmiðin eru svohljóðandi:
http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/icesave-samningurinn/greinargerd-med-frumvarpi/#
Sem sagt íslad viðurkennir skyldu sína til að greiða umrætt lágmark ogleitast skal við að hanna hagstæða lánaskilmála og taka tillit til erfiðrar stöðu. Allt og sumt.
Þetta fellir MOUið ekkert út gildi. Þetta þýðir að sjallasamningurinn var svo vondur að nauðsynlegt var að gera bragarbætur á honum (þó fögnuðu sjallar samningi sínum þegar hann var í höfn sem frægt varð)
Fyrir dómsstólum mundi MOUið eitt líklega verða tekið gilt sem lagalega bindandi !
Eg hef nefnilega orðið var við, að sumir halda að Brösselviðmið séu einhver lög sem til séu útí Bössel og segi að Ísland "þurfi ekkert að borga"
Fólk bullar bara feitt í kringum þetta mál. Bullar big tæm. Og svo ætla menn að fara að greiða akvæði um efnið og ákveða það að "borga ekkert" og gleyma svo málinu !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2010 kl. 14:50
Adda, þú ert frábær, ég er svo sammála öllu sem þú skrifar og viðhorf mitt er algjörlega nákvæmlega eins og þitt.
Hólmfríður: Mér hefur þótt gaman að karpa við þig. Þú ert málefnaleg í flestum tilfellum og hefur bent mér á margt sem ég sá ekki áður. En finnst mér þú þó ansi oft segja fólk reitt ef það kemur með föst rök fyrir skoðunum sínum. Með því ferð þú útaf braut málefnalegrar umræðu. Ég veit og skil að þú viljir trúa á það fólk sem svo lengi hefur hér á landi barist fyrir betri lífkjörum lítilmagnans og jafnrétti allra til að eiga gott líf. Við getum þó ekki fylgt í blindni og sama hve gott þetta fólk hafði í huga fyrir land okkar þá eru þau hér á algjörum villigötum og hafa málað sig út í horn. Það að viðurkenna misstök sín núna þarf ekkert að gera lítið úr því góða sem það hafði í huga með að taka við stjórn þessa lands og þeim ekki, frekar en nokkrum öðrum, gerður nokkur greiði með því að standa með þessum misstökum þeirra.
Og svona af því að Adda talar um strákana á skólalóðinni vil ég segja; Hægt er að segja að sumir séu gjarnari á það að verða fyrir stríðni og kúgun en aðrir. Ef við setjum okkur nú þannig upp að hér sé hægt að hóta okkur því að ef við afhendum ekki nestið okkar í hvert sinn sem einhver stór og sterkur biður um það með hótunum um barsmíðar og hótunum um að annars fáum við aldrei að vera með í neinu þá verður það alltaf svo og fleiri munu herja að okkur.
Við höfum ekki her og erum aðeins 300.000 manns hér á landi. Hins vegar erum við ein ríkasta þjóð náttúruauðlinda í heimi. Ef reiknað er á hvern íbúa örugglega sú ríkasta. Vegna þess erum við í afar viðkvæmri stöðu og stærsta vopn okkar er siðferðið, réttlætið og virðing annarra þjóða fyrir eignarétti þjóða á sínu landi. Þess vegna megum við aldrei gefa afslátt af réttlætinu og aldrei láta sverð það er heldur uppi okkar hugrekki síga. Við megum ekki gera það okkar vegna og ekki vegna þeirra sem á eftir okkur koma. Ábyrgð okkar er því mikil.
Halla Rut , 20.1.2010 kl. 15:17
Ómar enn og aftur: http://eyjan.is/blog/2009/12/21/ingibjorg-solrun-brussel-vidmid-kjarni-malsins-i-icesave-deilunni-en-ekki-farid-eftir-theim/
þarna segir Ingibjörg að það hafi verið samþykkt að með þessu samkomulagi í nóvember 2008 hafi verið fallið frá memóinu frá því 11. október. Lestu bara alla greinina sem ég vísa á í tenglinum. Þetta stendur skýrt í niðurlaginu.
Ef þú ferð á heimasíðu ESB kemur í ljós að Ísland er listað sem þriðja land. þ.e. land sem er með sérstaka samninga við ESB. Samkvæmt Brussel viðmiðunum hefði verið horft á það að EES ríkin bera ekki ábyrgð á fjármálakerfum innan ESB ríkja heldur hafa gistiríkin ábyrgðina. Ég bendi á ótal skrif Lofts Altice og umsögn Leipeitz Reglugerðarsérfræðings ESB. Memó frá 11. október var ógildað og er ekki lagalega bindandi.
Ómar hættu nú að berja höfðinu við steininn því flestir þingmenn Stjórnarinnar meira að segja viðurkenna að við séum beitt órétti sbr. Steingrímur og beiska bikarinn. Lagaleg staða okkar er rétt. Enn og aftur þá minni ég á að ákvörðunin núna snýst ekki um lagaleg ákvæði heldur hvort við höldum að hagur þjóðarinnar sé meiri með jái eða nei.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.1.2010 kl. 15:23
Tilskipun hefur mörk viðmið og er aðalatriði að koma í veg fyrir lokun útibúa.
Greiðslufærni á að vera til staðar þegar útbúi er stofnað í gestgjafa ríki svo í Holland og þegar færð eru rök fyrir því að hún sé ekki til staðar ber Gestgjafaríkinu að loka útibúum til að vernd önnur útibú í Samkeppni á sínu svæði.
Ef yfirlit Hollands og Bretlands bregðast sinni skyldu á sinni lögsögu eru þau ábyrg á afleiðingunum.
Íslensk yfirvöld á sinni lögsögu.
Mistök í samningum má leiðrétta. Til þess að vera í samræmi við grunn markmið tilskipunar að koma í veg fyrir lokun útibúa.
Svo á þessi tilskipun að vera í sífelldri endurskoðun af umboðinu.
Svo í þessum Samfylkingar viðmiðum er talað um endurreisa efnahags og fjármálakerfið innan lögsögu Íslands.
Væri eðlilegt í ranga farvegi að endurreisnin væri fyrst fram áður en menn skuldabinda aðila utan fjármálageirans til þess að borga skuldir hans. [ábyrgðin er innan hans í tilskipuninni]
Þegar tilskipanir sem byggja á viðmiðun sem eru rök sem byggja á öðrum lögum=forsemdum og öll með rætur í stjórnskipunarskrá geta komið upp stöður sem hæstiréttur EU hefur vald til að skera úr um.
Vernd almennings [neytenda] án tillit til þjóðernis fyrir mismunum og afleiðingum mistaka[hér að mínu mati lögbrot m.a.] eftir og yfirlitsaðila lögsagnanna sem umræðir.
Tilskipunin tekur ekki á dótturfyrirtækjum því þau eru öll í Bretlandi, Breskir lögaðilar og teljast með öðrum breskum lánastofnunum.
Hinsvegar til að tryggja sanngjarna samkeppni á sinni lögsögu gat yfirlit[supervison] Breta gert Íslensku útibúum innan þeirra lögsögu að ganga í Bresk innlánatryggingarkerfi. Þetta mun aldrei hafa verið rætt upphátt sem sýnir hversu illa að sér aðilar eru Tilskipuninni. Það er ekki verið að greiða atkvæði um að borga ekkert. Heldur hafna offríkinu. Semja má um að fara með málið allt upp í Hæstarrétt EU eða réttarfsleiðina til Réttlætis.
Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 16:01
"þarna segir Ingibjörg að það hafi verið samþykkt að með þessu samkomulagi í nóvember 2008 hafi verið fallið frá memóinu"
Nei. Langt frá því. Hún segir að finna hafi átt betra greiðslufyrirkomulag á lánasamningunum. Þú fellir ekkert svona MOU úr gildi. MOUið stendur alveg eftir sem áður.
"Ég bendi á ótal skrif Lofts Altice og umsögn Leipeitz Reglugerðarsérfræðings ESB. Memó frá 11. október var ógildað og er ekki lagalega bindandi."
Haha segir Loftur það já. Einmitt.
Sjáðu til, með alild íslands að EEA Agreement hefur ísland nákvæmlega sömu laga og reglugerða stöðu og ESB ríki varðandi umrætt mál. EES samningurinn tekur þetta skýr fram ESB og EFTA ríkin eru saman í EES og EFTA ríkjum ber að fara eftir nákvæmlega sömu laga og regluverkum. Direktive 94/19 er beisiklí hluti af EES samningnum !
Lipietz virðist einfaldlega ekki hafa gert sér grein fyrir tilvist EES samningsins. Kann að þykja ótrúlegt - en oft og iðulega rekst maður á þá saðreynd að fólk útí Evrópu hefur aldrei heyrt minnst á EES samninginn. Veit ekkert hvað það er.
Hérna er td. fjallað um þetta mál í smáatriðum:
http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/1003671/
Heldur fólk vikilega að við gerð EES samningsins hafi ekki verið hugsað útí þetta td. með fyrrkomulag staðlaðra texta í Direktífum sem EFTA ríkin innleiða í gegnum EES ? Er ekkí lagi ! Það er einhver vitlausasta uppástunga sem komið hefur fram í umræddu máli só far - að Ísland sé faktískt ekki aðili að EES !
Fólk þarf bara almennt að fara að kynna sér EES samninginn.
"8. Tilvísanir til yfirráðasvæða
Þegar gerðirnar sem vísað er til hafa að geyma tilvísanir til yfirráðasvæðis „bandalagsins“ eða „sameiginlega markaðarins“ ber að líta svo á, að því er samninginn varðar, að þær séu tilvísanir til yfirráðasvæða samningsaðila samkvæmt skilgreiningu í 126. gr. samningsins."
http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/Bokanir//nr/2068
"126.grein
1. Samningurinn gildir á þeim svæðum sem stofnsáttmáli Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmáli Kola- og stálbandalags Evrópu taka til, með þeim skilmálum sem þar eru settir, og á yfirráðasvæðum Lýðveldisins Austurríkis, Lýðveldisins Finnlands, Lýðveldisins Íslands, Furstadæmisins Liechtensteins, Konungsríkisins Noregs, Konungsríkisins Svíþjóðar og Ríkjasambandsins Sviss"
http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/EESSamningur//nr/1737
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2010 kl. 16:32
Ómar ég hef aldrei sagt að Ísland sé ekki aðili að EES. Reyndu að vera málefnalegri. Ég er einfaldlega að segja að Leipeitz misskildi ekkert og hefur sjálfur ítrekað það. EES ríki teljast þriðja land varðandi ábyrgðir og eftirlit með starfsemi þeirra sem vissulega má vera á innri markaði ESB. Samkvæmt skilningi Reglugerðarinnar 94 og 2002 um eftirlit með fjármagnsfyrirtækjum er ábyrgð gistiríkja mun meiri en ef um væri að ræða fjármálafyrirtæki fullgildra meðlimaríkja. Punktur og basta. Enn og aftur þá segir Ingibjörg í greininni að Memó frá 11. október hafi verið ógilt í samkomulaginu í nóvember 2008. Lestu alla greinina. Ég veit hún er ekki um fótbolta en þú hlýtur að geta lesið alla þessa grein fyrst þú ert svona duglegur að lesa þér til í Reglugerðum ESB.
Læt ég hér með umræðunni hér lokið.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.1.2010 kl. 16:48
"ég hef aldrei sagt að Ísland sé ekki aðili að EES"
Eh jú þú ert beisiklí að segja það.
"Reyndu að vera málefnalegri"
Sömuleiðis takk.
"EES ríki teljast þriðja land varðandi ábyrgðir og eftirlit með starfsemi þeirra"
NEI !
"Samkvæmt skilningi Reglugerðarinnar 94 og 2002 um eftirlit með fjármagnsfyrirtækjum er ábyrgð gistiríkja mun meiri en ef um væri að ræða fjármálafyrirtæki fullgildra meðlimaríkja"
Nei, sjáðu til, í tilfelli umrædds mál telst ísland meðlimur ! Þetta er nú það sem eg hef margreynt að sega fólki. Ísland er að stórum hluta aðili að ESB !
Sko, ég gaf þér ótvíræða heimild. Sýndi þér fram á það svart á hvítu. Óhrekjanlegt og óumdeilt:
""8. Tilvísanir til yfirráðasvæða
Þegar gerðirnar sem vísað er til hafa að geyma tilvísanir til yfirráðasvæðis „bandalagsins“ eða „sameiginlega markaðarins“ ber að líta svo á, að því er samninginn varðar, að þær séu tilvísanir til yfirráðasvæða samningsaðila samkvæmt skilgreiningu í 126. gr. samningsins."
þetta er bara óumdeilt og þeir sem eru að tala hérna eitthvað um að ísland hafi allt aðra stöðu þar að lútandi eru að segja:
1. Ísland er ekki aðili að EES
Eða:
2. EES samningurinn er feik.
Það eru bara engin takmörkhvað fólk getur komið upp með í umræðunni. Enginn takmörk.
Og hvar er þessi Lipietz núna ? Horfinn og sést ei meir. Eg er mest hissa á að Eva Joli virtist ekki heldur fatta EES faktorinn - allavega virtist hún sammála Liplietz.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2010 kl. 17:48
126. grein EES ásamt mörgum tilvísunum í stjórnskipunarskrá Evrópsku Sameiningarinnar [áður ESB] sér í 8. grein um Evrópsku Sameininguna, gefur okkur rétt sem almenning í Evrópu til að uppskera réttlæti, láta ekki mistök kerfis, eða geira eða einkaframtaks lenda á fámennum hópi á EU mælikvarða fólks á grundvelli þjóðarríkisborgararéttar.
Grein 8 Forréttinda tengsl
Ísland er í ósanngjarni stöðu gagnvart risanum Mikla-Bretlandi og Hollandi sem réttlætir ekki að málið sé leyst eftir stjórnmálegum leiðum í stað þess að fara réttarfarsleiðina.
Ísland fjármálageirinn vegna EES var milliliður í viðskiptum Meðlima-Ríkja EU. Súrefnið kom af stórum hluta frá Þýskalandi og endaði að stærstum hluta í Bretlandi. Fjármagnið í blöðruna sem sprakk. GDP [þjóðartekjur] á haus á Íslandi hækkuðu minna en í Bretlandi frá 1990 til 2007. Laun almennings í evrum lækkuðu. Svo í heildarsamhengi ber almenningur Íslands ekki ábyrgð á óbeinni aðild að EU [áður ESB]. Hæfur meirihluti dómara í EU skilur þetta hreinræktaða meginlandssjónarmið sem byggir á hollustu við þjóðarlög í hundruð ár.
Samkvæmt tilskipun EU er ábyrgð gistríkja að halda uppi lögum og reglum á sinni lögsögu og aðal ábyrgðin felst í að fyrirbyggja tjón almennings án tillit til þjóðarríkisborgararéttar. Supervision yfirlit með sínu samkeppnisvæði útbúa í geira. Svo kemur að eftirliti. Sannreyna til að geta treyst. Siðferðilega réttur skilningur. Treysta út í loftið er siðspillt.
Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 18:01
Samkomulag hvernig eigi að leysa hrunið?
Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 18:03
Sæl Adda Þorbjörg. Það er alls ekki ætlum mín að blanda aðildarviðræðum að ESB og ICESAVE málinu saman. Hafi mátt skilja mig svo er það ekki ætlunin. Mér og fjölmörgum öðrum finnst það skipta afar miklu máli að þessi ICESAVE töf hafi ekki áhrif á umsóknarferlið hjá ESB. Það mál er að öðru leiti ekki tengt ICESAVE hefur ekki og á ekki að hafa áhrif á gang þess. Það er hinsvegar möguleiki að fá aðila frá ESB til sátta/samninga um málið.
Spurningin er hvers vegna ég vil samþykkja samninginn sem kjósa á um: SEGJA JÁ.
Ef við samþykkjum samninginn þá er staðan þessi að mínu mati:
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2010 kl. 18:15
IMF er búið að opinbera mat sitt sem tekur tillit til Icesave og Þjóðartekjur á haus á Ísland 2014 verða helmingur þess sem gerist í Danmörku.
Þess verðum við að breyta þessu svartnætti og einangrun sem fylgir Efnahagspakkanum og Icesave m.a.
Gerum ekki lítið úr mati AGS=IMF.
Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 18:22
Sæl Halla Rut. Þakka þér fyrir góð orð í minn garð. Þetta tal um reiðina skal ég útskýra. Ég veit að það eru margir reiðir núna og ég varð sjálf mjög reið við forsetann 5. jan. Að mér hafi að undanförnu orðið svo tíðrætt um reiðina er kannski einmitt vegna þess að ég hef sjálf verið reið. Ég sé það núna að ég hef ekki gætt mín sem skyldi og sennilega hef ég verið að senda mér sjálfri þessi skilaboð, ekki síður en öðrum. Takk fyrir að benda mér á þetta
Að öðru vil ég vísa til færsluna hér að ofan.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2010 kl. 18:23
En af hverju varstu svona reið. Því má lýðræðið ekki ráða?
Heldur þú að við höfum ráð á því að greiða 100 milljónir á dag og það bara í vexti?
Ef það er hægt að sleppa við að greiða þetta eins og lögin segja viltu það þá ekki?
Ef við getum lækkað vextina um helming viltu það þá ekki?
Halla Rut , 20.1.2010 kl. 18:48
Ég ætla að kjósa með Icesave. Ég vona hinsvegar að samningurinn verði felldur svo þjóðin sameinist aftur. Ég vona að ríkistjórnin fari svo frá svo við stoltu íslendingar getum kosið til valda hrunflokkana sem hafa komið okkur svo rækilega á landakortið. Það þýðir ekkert að segja að þó samningurinn verði felldur þá eigi ríkisstjórnin ekkert að þurfa að fara frá, ríkistjórnin getur aldrei farið á hnjánum í þriðja skiptið og beðið um betri samning. Hrunflokkarnir hafa lausnina, þeir ætla að gera eitthvað annað og ekki láta beyja sig. Ég vona bara að menn sem fara næst muni að " þjóðir heims þurfa ekkert á okkur að halda, þurfa ekkert á okkur að hlusta, við þurfum hinsvegar á umheiminum að halda, jafvel þó við séum "stórasta land í heimi" þó við séum hamingjusömust, og þó að við séumst ein af þeim" ríkustu"það hefur aldrei gefið góða raun að senda öðrum fingurinn. Við skulum svo óska þess að eftir kosningar verði framlag til sérstaks saksóknara skorið ríflega niður svo ekki verði nú sótt að því ágæta fólki sem græddi á daginn og grillaði á kvöldin, rannsóknaskýrslu alþyngis stungið undir stól því við munum sjá eftir þeim fallega gróðri sem fer í að prenta hana. Icesave verður svo samþykktur án annarar þjóðaratkvæðagreiðsu án allra mótmæla. Öll getum við svo látið okku líða eins og enn sé árið 2007.......frábært.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 18:48
Halla Rut ég þakka góð orð í minn garð og við erum greinilega á svipaðri línu.
Hólmfríður ég veit ekki hvernig þú lest reiði út úr athugasemd minni en ég er aldrei reið þegar fólk beitir málefnalegum rökum. Ég trúi því að við séum öll í leit að sama velferðarríkinu en skoðanir okkar eru skiptar um hvernig fara eigi að því að ná því fram. Við erum ekki andstæðingar heldur höfum við einfaldlega ólíkar skoðanir á málinu. Heimurinn hrynur ekki við það.
Við höfum mjög lík rök fyrir því afhverju við viljum/viljum ekki Icesave og ég sé þetta svona:
Ef við höfnum samningnum þá er staðan þessi að mínu mati:
Ég hef heyrt það undanfarið að gífurlegur fjöldi menntafólks hyggur á brottflutning ef samningurinn verður samþykktur.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.1.2010 kl. 18:56
------------------------
Ómar, þ.e. ekkert umdeilt, að 94/19 gildir hér, og að Íslandi ber að uppfylla skuldbindingar - en skv. 94/19 er það nánar tiltekið það að setja á fót innistæðutryggingakerfi.
Ég hvet þig Ómar, að koma með eina einustu setningu úr 94/19 sem segir e-h meira, en þetta.
Lagalega séð hefur Ísland uppfyllt allar sínar skildur.
-----------------------------------------
Ýmsir halda því fram, að sjálf skildan skv. lögunum, um að setja á fót innistæðutryggingar, inniberi skyldu til að tryggja ávallt nægilegt fjármang, sama hvað á bjátar.
En, þetta er lagatæknilega séð umdeilt atriði, og alls ekki neitt í lögunum, sem gefur neinar augljósar vísbendingar um, að Íslandi beri að veðsetja hlutfall landsframleiðslu Íslands næstur áratugina, einmitt þegar við höfum aldrei átt örðugra með að gera akkúrat það. ó ljósi mjög erfiðrar skuldastöðu.
----------------------------------
Ég bendi á, að nýverið lýstu stofnanir ESB því yfir, að deilur Breta og Hollendingar vs. Ísland, væru mál þeirra aðila. Þær myndu ekki hafa áhrif á samskipti Íslands við stofnanir ESB.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 19:01
Ómar - þú ert dálitið einstrengingslegur í þínum málflutningi.
Ég hef verið að íhuga þetta, með punktinn um Íslands sem þriðja ríki eða ekki. Mér sýnist, að hvort tveggja geti mögulega verið rétt.
Hinn hefðbundni skilningur, er akkúrat sá sem þú heldur fram, að það að reglur ESB um innra markaðinn, hafa verið lögsetta hér - þíði að enginn munur sé á lagalegri stöðu Íslands, íslendinga og ísl. fyrirtækja.
Á hinn bóginn, er það ekki alveg algerlega rétt, því einn munur hefur alltaf verið á - þ.e. við höfum ekki aðgang að Evrópudómstólnum.
Það felur í sér vissann réttarmun, eins og sést í dag, þegar við eigum í deilum við einstök aðildarríki ESB.
------------------------------------------------
Það sem þú virðist ekki vera til í að íhuga, ekki einu sinni sem möguleika, er að ofantalið atriði sé ekki eini réttarmunurinn á stöðu ísl. aðila vs. réttarst. aðila sem eiga heima í einu af aðildarlöndum ESB.
Þ.s. ég er aðs segja, að frakkinn góði geti haft rétt fyrir sér, án þess að það þíði þ.s. þú segir, að við séum ekki meðlimir að ESB.
Taktu eftir, að ég er einungis að halda því fram, að þetta sé hugsanlegt.
Sem sagt, að það geti verið, að þessi munur sé fyrir hendi, þó við höfum fellt lög ESB um innra markaðinn, inn í okkar lagasafn á Íslandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 19:14
Það er óumdeilt um hvað direktivið er. Lágmarkstryggingu til innstæðueigenda.
Allt tal um tóman sjóð er bara bull sem enginn tekur alvarlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2010 kl. 19:15
Tilskipun gerir mjög skýrt að íþyngja ekki samkeppni útibúum það er halda þessum samtilltu greiðslum í lámarki. Með til vísun í lög um almennar skyldur Bankarstofnunar að eiga alltaf nægt útgreiðslu fé.
Hinsvegar má útfæra þetta m.t.t flokka innlána.
Það var nánast ómögulegt[ólöglegt] fyrir Ísland að leggja meira á Íslensk útibú innan lögsögu Breta en gilda innan Breskra tryggingakerfa.
Það hefði þýtt að m.a. íslensk útibú innan breskra lögsögu hefðu komið út tryggari í samkeppninni: óheiðarleg samkeppni.
Best hefði verið að supervision Breta eða íslensku útibúin sjálf hefðu beðið um inngöngu í Breska tryggingakerfið. Í samræmi við tilskipuna.
Fyrir Frakka og Þjóðverja er þetta ekki spursmál um lagatæknilegt atriði að virða tilskipanir sem eiga að halda uppi lögum og reglum.
Þessi rangtúlkun um að hér hafi ekki verið bundið nóg í tryggingarsjóði er stjórnmálaleg.
Bönkunum ber að halda jafnvægi inn flokka lána til þess komi í veg fyrir lokun vegna greiðslu erfið leika.
Lánadrottnar Íslensku Bankanna eru bestu meðmælinn sem þeir gátu fengið.
Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 19:33
Ég varð mjög reið vegna þess að höfnun forsetans. Það hefur að mínu mati, ekkert með lýðræðið að gera að setja mál af þessu tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörg lýðræðisríki hér í okkar heimshluta undanskilja vissa málaflokka undan þjóðaratkvæðagreiðslum og þetta mál tilheyrir þeim flokki.
Að mínu álit hefur málatilbúnaður/þóf stjórnarandstöðunnar stjórnast mun meira af þeirri von að tefja störf stjórnarinnar og eða fella hana. Þar er það óttinn við að missa völd í samfélaginu, það er í valda- og peningaklíkum á við LÍÚ og fleira í þeim anda.
Ég varð mög reið að forsetinn skyldi taka þátt í ÞESSARI baráttu með Hrun-flokkunum.
Ég efast ekki um að innan tíðar verði unnt að finna aðra fleti á ICESAVE. Nýjar ríkisstjórnir í H&B og svo má ekki gleyma að ég trúi því að við göngum í ESB og þá muni finnast lausn sem verður okkur mun léttari.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2010 kl. 21:44
Ómar - ef sjóðurinn tæmist, þá einfaldlega dugar hann ekki.
Tryggingasjóðir, tryggja aldrei umfram þ.s. til er í þeim. Þ.e. greitt er skv. reglum, þangað þeir tæmast. TIF er heimilt að taka lán -og við eðlilegar kringumstæður, myndi ríkið sennilega gera sitt til að aðstoða.
En, kringumstæður eru ekki normal, og greiðsluþrot ríkisins er næstum alveg öruggt. Í því ljósi, þarf að beita reglunni "grunnhagsmunir þjóðar" og segja "nei" - en, þ.e. alveg heimilt þegar sú regla á við, að nota hana.
Hún er ein af grunnreglum ESB, og á við, þegar grunnhagsmunir raunverulega eru í húfi, en um það geta engir sanngjarnir einstaklingar efast í okkar tilviki.
Reynar, held ég að í ljósi reglunnar um grunnhagsmuni þjóðar, sé hægt að rökstyðja, að kröfur Hollendinga og Breta, séu hreinlega ólöglegar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 21:46
Hmm, Hólmfríður, í mínu tilviki var eins og fargi væri af mér lét, þ.e. eitthvað hafði íþyngt mér, og allt í einu þann dag, fann mér að mér leið betur.
Ákvörðun forsetans er ekki gerræðisleg, hún byggir einfaldlega á reglu sem hann setti sér sjálfur, en sem þjóðkjörinn forseti er hann formlega jafnrétthár þjóðkjörnu Alþingi.
Þeir sem sömdu stjórnarskrána, hugsuðu þetta þannig, að forseti gæti raunverulega beitt þessu ákvæði, og þannig væri forseti viðbótar tékk á vald Þings og framkvæmdavalds - sbr. "Checks and balances".
Ég er óánægður með, að þú takir undir þann málflutning, að andóg gegn icesave, sé einungis e-h samsæri gegn ríkisstjórninni. Að mínum dómi, er það stórhættuleg afstaða.
Ég sé raunverulega hættu á, að óeirðir brjótirst út að nýju. Ríkisstjórnin, verður að skilja, að óánægjan er ekki einungis skipulögð af einhverri stjórnarandstöðu, hún er miklu mun víðtækari en það - við getum raunverulega séð þróun í átt að götuóeyrðum, jafnvel uppreisnarástandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 21:54
Icesave: 50:50 og málið er dautt. Vextir 3,5%. Take it or leave it!
Ari Canberra (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 22:07
Einar, þú er sem sagt loksins búinn að viðurkenna að með inneiðingu lágamarksbótaskildu til innstæðueigena hafi ríkið í rauninni ábyrgð og í "normal" kringumstæðum þá eigi ríkið að bakka upp - en villt nota "ónormal" aðstæður sem afsökun fyrir að fella ábyrgðina út gildi og þ.a.l. "þurfi ekkert að borga"
því er til að svara, að eg hef margsagt að Ísland hefur eina afsökun eða málsbót. Nefnilega áratuga óstjórn og fjármálaóreiðu Sjalla.
Það firrir þó ekki ríkið ábyrgð. Það segir hvergi í lagaverkinu: Ef Sjallar rústa íslandi - þá þarf ísland ekkert að borga. Slíkar reglur fyrirfinnast eigi. Það er hvergi neinn annar möguleiki í Direktífinu nema útborgun lágmarksbóta sem tilteknar eru í lögunum.
Nú,en Ísland hefur málsbót þarna og ber að taka tillit til þess - sem er og gert með afar hagstæðum lánaamningi við B&H. Ekki flóknara en það.
Svo skaltu hlusta á SJS þar sem hann skýrir út aðalatriði máls hjá Ingva Hrafni á INN. Tók kallinn í kennslustund og þar fer hann ma. í gengum það að umrætt mál er ekkert mesta vandamál íslands hvorki í nútið né framtíð. Það að það sé óleyst þýðir hinsvegar að önnur vandamál vaxa uppúr öllu valdi og verða jafnvel óbærileg.
Þetta rugl með málið hefur stórskaðað landið og skaðakostnaðurinn af bulli sjallabjálfa nú þegar líklega orðin stærri en icesaveskuldin.
Allir sem hafa hjálpað sjöllum við að stórskaða ásjónu og atgerfi landsins míns auk fjárhagslega, eiga bara að skammast sín !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2010 kl. 22:33
Það er hallærislegt að vera að blása um að íslendingar eigi bara að sjá að sér, halda kjafti og samþykkja, sérstaklega þegar alheimsumræðan er að snúast á þann veg að íslendingum sé ekki skylt að borga allan brúsann.
Það að "Brown the Clown" skuli setja ísland á terrorista listann vegna fjárhagslegra athafna útrásarvíkinga í Bretlandi er bein stríðsyfirlýsing á ísland sem einnig er aðili að EES og NATO. Þeir íslendingar sem vilja ólmir láta þjóðina greiða og halda kjafti eru væntanlega þeir sem hafa mesta hagsmuni erlendis, eða hvað? Eiga menn kannski eignir í UK eða Hollandi?
Til hvers er að biðla til Evrópu um aðild að þeirra fína sambandi ef aðildarlönd eins og Bretland og Holland geta beitt öðrum aðildarlöndum fjárhagslegum þvingunum, séu þau nægjanlega smá og liggja vel fyrir höggi.
Er ekki málið að vera utan EB og NATO, þá munum við í það minnsta vita hvaðan vindurinn blæs. Þetta er í annað sinn sem Bretar níðast á íslendingum, þrátt fyrir NATO aðild
Það eiga margir evrópskir bankar eftir að hrynja á þessu nýja ári, sumstaðar er gert ráð fyrir allt að helmingur banka hverfi af sjónarsviðinu, sama gildir um flugfélögin. Þessari bylgju er alls ekki lokið og meðan staðan er þannig er algert óráð að gangast undir langtímaskuldbindingar í einu formi eða öðru. Við eigum að segja NEI, láta reyna á skuldakröfuna og síðan ganga frá okkar málum.
Njáll Harðarson, 20.1.2010 kl. 22:50
Heyr Njál!
Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 22:59
Ómar - það kemur hvergi fram í þeim lögum, að nokkuð annað en sjálfur sjóðurinn, sé greiðandi þeirra upphæða.
Hvergi er sagt, að sjálf ríkin séu skuldbundin til þess.
Þ.s. ég sagði, er að mér finnst eðilegt samt sem áður, að þau það geri, ef getan til þess er fyrir hendi.
En, þá er það einmitt, getan sem er takmarkandi þáttur.
Ég væri ekki að röfla gegn þessu, ef ég væri ekki 100% viss um, að þá getu skorti - sjá mína síðustu umfjöllun:
Stórsköðuð geta hagkerfisins til hagvaxtar, veldur því að skuldir landsmanna eru og verða óviðráðanlegar. En, Samtök Atvinnulífsins vara við minnstu innlendu fjárfestingum síðan landið varð lýðveldi!
Þetta er einmitt mergur málsins, þ.e. svo alvarlega er geta okkar hagkerfis sköðuð, til að standa undir skuldum - að, skuldabyrðin er þegar orðin fullkomlega óviðráðanleg.
Ég er næstum alveg viss um, að það brýtur í bág við reglur Evrópusambandsins, að þröngva upp á Ísland skuldbindingum sem séu öldungis ósjálfbærar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 23:34
Sjáðu til, meginmarkmið Direktífisins er að veita innstæðueigendum lagalegann rétt. Rétt til lágmrksbóta ef á reynir.
Með innleiðingunni taka ríkin að sér og ábyrgjast að einstaklingar fái þann rétt uppfylltann ef á reynir.
Þ.a.l. verða þau að sjá til að margumræddur sjóður virki á þann hátt sem til er ætlast. Greiði lágmarksbætur ef á reynir. Ef sjóðurinn uppfyllir eigi skyldur sínar, og eins og í þessu tilfelli langan langan veg frá því, þá hefur ríkið augljóslega vanrækt skyldur sínar sem ríki og verður skaðabótaskylt samkv. EES samningum. TIF er ekki aðili að EES. Lýðveldið Ísland er aðili að EES.
Ofan á þetta bætast svo önnur brot á EES samningum sem gerir þetta mál afskaplega ljótt. Enda vissu sjallar það alveg haustið 2008 og töldu fráleitt að fara dómsleið vegna ljótleika málsis.
Tal um ábyrgðarleysi Íslands í þessu samhengi jafngildir því nánast að segja að Ísland sé ekkert sjálfstætt ríki - nema bara þegar það nennir því.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 00:16
Sæl Adda Þorbjörg. Þetta með reiðina ætlar að verða nokkuð langt. Ég fór betur yfir fyrstu færsluna þína við þetta blogg, hún er númer 47. Þú talar þar um að þjóðin sé orðin fjúkandi reið og það veit ég að er tilfellið. Ég sé að þú segir ekki að þú sért reið og það eru mín mistök að lesa það úr færslunni þinni og biðst ég velvirðingar á því.
Það sem ég skrifa um reiðina svona almennt séð er mitt álit og ég tel að fólk almennt sé ekki eins líklegt til að taka yfirvegaðar ákvarðanir í reiði. Vona að nú sé skýringin komin.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 00:31
Ómar - þetta er ekki eina reglan, sem skiptir máli.
Neyðarréttur sá sem felst í því, ef grunnhagsmunum telst ógnað, spilar einnig rullu.
Þá reynir á, hvor relgan þannig séð er yfirsterkari. Ég tel, að það verði í ljósi þeirrar reglu, til þess að samingurinn sé ekki hreinlega ólöglegur, að leysa málið með lækkuðum greiðslum - hvort sem þ.e. gert með lækkun vaxta t.d. niður í 1,5% eða með þeim hætti, að ný útgáfa verði búin til af Icesave samingnum, sem gangi nær þeim lögum er munu gilda ef þjóðin segir "nei" í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Þá meina ég, að vextir verði inni í greiðsluþakinu, eins og málum var háttað í þeirri útgáfu - því ég raunverulega, er sannfærðu um, að sú útgáfa af samingnum sem ríkisstjónin lét Alþingi samþykkja síðast, sé ósjálfbær.
Það væri mjög slæmt fordæmi innan Evrópusambandsins, ef ákvæðið um að grunnhagsmuni þjóðar bæri alltaf að virða, væri rofið. Gæti skapað, margar neikvæðar afleiðingar seinna meir, í samksiptum stærri ríkjanna við hin smærri.
Það þarf að skoða heildarmyndina, en ekki bara málið út frá þeirri forsendu, að þetta snúist einungis um að greiða e-h skuld.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 01:12
------------------------------------
Eitt enn, við vorum með samning við Breta skv. ávkæðum ANNEX II - 94/19.
Það þíðir, að Bretar hafa metið að TIF uppfyllti skilyrði 94/19.
Þeir voru með hærri lágmarkstryggingu, sem setur á þá skildu til að bjóða upp á viðbótartryggingu, og það var þegið.
Þetta gæti orðið mjög áhugavert dómsmál, þ.s. myndi reyna á fjölmargt, er ekki hefur reynt á áður. Um margt skortir dómafordæmi.
Hafa ber í huga, að réttur innistæðueigenda, þó mikilvægur er ekki eini réturinn sem er relevant. Þeim hefur einnig verið bættur skaðinn, sem breytir stöðu málsins, þegar dómar meta málavexti.
Ég tel ágæta líkur á, að í ljósi þess að þeim hefur verið bættur skaðinn, þá meti dómur málið út frá grunnhagsmunum Íslands, og dæmi lægri greiðslur en gert er ráð fyrir í Icesave samingnum, taki þá tillit til þess að ábyrgðin er að hluta sameiginleg og einnig að reglurnar sjálfar voru gallaðar og einnig að tekið sé tillit til grunnhagsmuna okkar þjóðar.
Elvira Mendes hefur bent á, að dæmt sé ekki einungis skv. texta laga heldur einnig anda þeirra, og að auki sé andi sáttmála ESB hafður í huga; sem hafi í heiðri ekki eingungis réttarhagsmuni einstaklinga heldur einnig þjóða.
Þú þarft aðeins að vera nákvæmari en þetta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 01:23
Gott hjá þér Einar B. Bjarnsson, dæmi um EU yfirhugsun.
Sparifjáreigandin hinn almenni fjöldi er líka sá sem skuldar búðalán, og neytandi. Það er líka samhengi í sjálfum sér.
Ég og Hollendingur fáum sparifé bætt, en mitt fer í skatta og lánsvexti daginn eftir vegna stjórnmálagu aðferðina sem er beitt í stað réttafars og Virðingu við EU.
Eu -sinnar sem treysta ekki EU réttarkerfinu, eru eins og úlfur í sauðgæru og ekki treystandi.
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 01:35
Það ætti að nota tímann til að finna ICESAVE peningana og refsa þeim sem stálu peningunum.
Þegar búið er að finna peningana er hægt að skila þeim til réttra aðila og þannig leysa ICESAVE málið.
Getur verið að "Neitum að Borga " og "Standa í Lappirnar " fólkið, séu þeir sem stálu peningunum og vilji ekki skila þeim.
Þjófar skila aldrei þýfi nema þeir séu neyddir til þess!
Forhertir þjófar láta aðra borga sínar skuldir!
Þessi grein er áhugaverð.
Hvert fóru Icesave peningarnir? - Var þeim stolið?
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/hvert-foru-icesave-peningarnir-var-teim-stolid
Jónsi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 01:38
Þessir eiga ekkert að hagnast á almennum sparifjáreigendum samkvæmt Tilskipuninni.
Grein 2
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 01:55
Grein 7
1. Innlánatryggingarkerfin sjá fyrir að heild innlána sama innlánara er greiðslutryggð upp að heildarupphæð 20 000 evrur í tilfelli ótiltæks innláns.
þangað til 31 desember 1999, Meðlima-Ríkin í hverjum, þegar þessi tilskipun er samþykkt, innlánin eru ekki greiðslutryggð upp að 20 000 evrur, geta haldið uppi hámarks heildarupphæð sem er séð fyrir í þeirra tryggingarkerfum, án að þessi heildarupphæð gæti orðið minni en 15 000 evrur.
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 01:58
VIÐBÓT I [Hinir ábyrgu með IQ?]
Listi útilokanna sjá grein 7 málsgrein 2
1. Innlán fjármögnunarlánastofnanna í skilningi 1. greinar liðs 6 tilskipunar 89/646/CEE.
2. Innlán tryggingarfyrirtækja.
3. Innlán Ríkis og miðlægra stjórnsýslna.
4. Innlán sveitarfélaga, héraða, staða eða bæja.
5. Innlán sameiginlegra skipulagðra fjárfestinga framkvæmda.
6. Innlán sjóða lífeyris og eftirlauna.
7. Innlán stjórnenda, stýrenda, samstarfsaðila í sjálfum sér ábyrgir, handahafa minnst 5% höfuðstóls lánastofnunarinnar, manneskja sem hafa á sinni könnu [ábyrgar] eftirlit jafnt reiknisgagna sem sannreyna reikninga lánastofnunarinnar og innlánaranna í sömu starfsstöðum í öðrum fyrirtækjum sömu grúppu.
8. Innlán nánustu skyldmenna og þriðju aðila sem athafnast á reikningnum innlánaranna nefndum í lið 7.
9. Innlán annarra fyrirtækjum sömu grúppu.
10. Innlán ekki staðfest [m.t.t. rétts eiganda?: non -nominative].
11. Innlán til hverra innlánari hefur fengið frá lánastofnuninni, í ljósi einstaklings, [vaxta]gengi og fjárhagshlunnindi sem hafa lagt sitt af mörkum til að grafa undan[gera verri] fjárhagsstöðu þessarar lánastofnunar.
12. Fjárkröfubréf útgefnum af lánastofnunin og skuldaábyrgðir sem fylgja í kjölfar eigin samþykkta og skuldayfirlýsingar.
13. Innlán í gjaldeyri öðrum en:
- þeim Meðlima-Ríkjanna,
- evru.
14. Innlán fyrirtækja af vídd slíkri að þeim er ekki heimilt að byggja upp samdráttar efnahagsreikning í samræmi við í grein 11 fjórðu tilskipun 78/660/CEE Ráðsins, þann 25 júlí 1978, sem botnar í grein 54 málsgrein 3 lið g) samningsins og sem varðar ársreikninga tiltekna forma fyrirtækja (1).
(1) JO n° L 222 þann 14. 8. 1978, p. 11. Tilskipun breytt síðast af tilskipun 90/605/CEE (JO n° L 317 þann 16. 11. 1990, p. 60).
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 01:59
Allt til að vernda fjöldann, sem borgar neytendalánin og húsbréfa. Andi EU. Kemur gott út fyir hin útibúin í samkeppni sama markaðar: sem fjármagna tryggingarsjóði, er önnur hlið.
Innlánatryggingarkerfi Með áherslu á innlánaflokk þeirra er spara.
Samfo setur ekki áhersluna á þá heldur lánastofnanar sjálfar undir nýjum kennitölum.
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 02:04
Ályktun mína þessu er sú að minnst síðan 2005 hafa þeir sem þurfa að hafa þetta á hreinu bara verið að hugsa um að bjarga sjálfum sér.
Allir vissu tímaspursmálið. Alveg eins og samið verður um Icesave á sömu nótum. Níðast á almenningi.
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 02:08
Júlíus Björnsson er með réttu svörin, er það ekki? Búinn að lesa allar færslurnar hans þrisvar. Botna ekkert í þeim. Sá er flottur. Svarar sjálfum sér endalaust og bætir svörin. Hann og Ólafur F. borgarstjóri bera af í umræðunni. Flottir kallar!
Andri Sveinsson, Háskólanemi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 02:24
Enda vatnar botnin í flesta í dag. Grunnforsendu untanbókarlærdómur næstu allrafræði greina skilað mér oftast ágætiseinkunum og veit vel hvaði ályktunarvaldi minni kröfur skila.
Þroski vex frá 1 til 10. Minnið gerir mé keyft að mun hvenær ég var 5. Sá sem er 5 getur bara ímyndað sér það sem er 6 og greinir ekki 7 og 8 því þekkir þau ekki.
Sérfræði hefur oft í för með sér þröngsýni og skort á skilning víðara samhengis.
Ég get ekki gert að því að svörin er flest í lögum EU.
Þar sem þú ert búin að upplýsa um grunninn í þér Andri nemi þá er sanngjar að þú fáir að vita við Ólafur eigum fátt annað sameiginlegt en vera öðru vísi en fólk er flest hvor á sínum botni.
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 03:34
Einar, það hefur fallið einn dómur í þessu máli. Niðurstaðan einróma og ótvíræð. Íslandi ber ð greiða samkv. regluverkinu. Eigi flóknara en það.
http://www.island.is/media/frettir/31.pdf
Ílensk stjórnvöld hafa samþykkt að fara eftir skilningi allra annara EES landa á umræddum lögum. Löngu búnir að samþykkja þetta allt í bak og fyrir. Tal um dómsleið á þess máli er bara útí hróa.
Og ég hélt nú að ekki þyrfti að segja þér það að EES samningurinn er þverbrotinn. Tvö megin atriði. Í fyrsta lagi rammalög um innstæðutryggingar og í öðru lagi jafnræðisreglan, ein grundvallar prinsipp EES. Mölbrotin.
Hélt að það þyrfti nú ekki að segja þér það á þessu stigi málsins.
Menn verða einfaldlega að fara að kynna sér mál. Nær ekki nokurri átt fáfræði fólks.
Geta td. kynnt sér mál hér:
http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/icesave-samningurinn/skjol-vegna-icesave-samningsins/
En það er líklega of flókið fyrir suma. Einfaldara að lepja upp einhvert þvaður úr ómerkilum óróðurssnepli eins og Mogga og einhverjum sem dúkkar upp át off nóver - og hefur aldrei heyrt um EEA Agreement.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 11:10
Einar vertu ekkert að þræta við Ómar Bjarka alfræðing. Hann veit allt miklu betur en þú Evrópufræðingurinn sjálfur, miklu betur en Leipeitz sem kom að reglugerðarsmíðinni 2002 um ábyrgð gistiríkja. Hann er í hópi jábræðra sem innihalda Ólínu Þorvarðardóttur, Björn Val, Gordon Brown og Bos. Fólk sem sér ekkert, heyrir ekkert en talar því meira. Ekki hægt að snúa slíku fólki þó að það fari í eintóma hringi. Þó að þú hefðir niðurstöðu Evrópudómstóls um hið gagnstæða myndi hann vita betur.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.1.2010 kl. 11:38
Málið snýst um það í dag að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fékk þetta ICESAVE mál í fangið með undirrituðu plaggi þar sem Geir H Harrde og Árni Matthísen staðfesta greiðsluloforð fyrir Íslands hönd á innistæðutryggingunni rúmum 20 þús evrum per haus.
Dómstólaleiðin hafði áður verið rædd og skoðuð. Ríkisstjórn þess tíma (haust 2008) fannst dómstólaleiðin of áhættusöm á þann hátt að dómur gæti allt eins fallið á þann veg að krafan um að ÖLL innistæðan, (ekki bara tryggingin) yrði innheimt hjá Íslensku þjóðinni.
Samkonulagið sem GHH og ÁM undirrituðu var að þeirra mati illskásti kosturinn og lái þeim hvar sem vill. Úr þeim pakka hefur núverandi ríkisstjórn verið að vinna og gert sitt besta.
Við byrjum ekki að borga fyrr en 2016 og þangað til eru heil 6 ár og fjölmargt getur gerst á þeim tíma sem gjörbreytir stöðunni.
Við erum núna að staðfesta samning sem byggir á stöðu mála í dag. Og það verðum við að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Skoðanir okkar, tilfinningar, lögfræðiálit, samúð erlendis eða hvað annað sem týnt er til, breytir því ekki. Við verðum að halda áfram, staðfesta þennan samning og vinna okkur svo uppúr kreppunni. Þetta er mergurinn málsins.
Hvað mér eða öðrum finnst um þetta og hitt sem sagt hefur verið eða gert breytir engu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 14:13
Þar að auki er sjálft alþingi búið að samþykkja lagalegan skilning allra annara evrópuþjóða á umræddu direktífi og stöð þess:
"Tillaga til þingsályktunar
um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum
vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka
á Evrópska efnahagssvæðinu.
...
"Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/ EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins."
http://www.althingi.is/altext/136/s/0219.html
Till. Samþykkt: 29 já, 7 nei, 8 greiddu ekki atkv., 19 fjarstaddir
Punktur. Basta.
Dómsleið hvað ? Einhver ??
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 14:31
Ómar - einungis dómstólar gefa út dóma.
Eins og kemur skýrt fram í plagginu, er þetta "legal opinion" eða með öðrum orðum, skoðun viðkomandi stofnana.
Þ.e. eins og ég sagði, að aldrei hefur reynt á þessar spurningar fyrir dómi.
Ég man alveg eftir þessu plaggi, sagt var frá því í ísl. fjölmiðlum, að skoðun Framkvæmdastjórnarinnar" væri, að þó að hvergi standi í tekxta 94/19 annað en að það sé tryggingasjóður, sem nánar tiltekið er ábyrgaraðilinn, og með öðrum orðum, hvergi standi neitt beinum orðum um ábyrgð viðkomandi ríkjis á hverjum sjóð - sé það samt sem áður skoðun Framkvæmdastofnunarinar, að samt sem áður væru ríkin sem slík skuldbundin til að hlaupa undir bagga með sjóðnum, alveg sama hvernig á stendur.
Á hinn bóginn, er Framkvæmdastjórnin, ekki með dómsvald í þessum málum, og mjög margir sérfræðingar eru greinilega annarrar skoðunar, eins og vel hefur komið fram í seinni tíð - þá vísa ég til erlendra sérfræðinga.
-------------------------------------------
Mönnum ber ávallt, að taka skýrt fram, hvað þeir eiga við.
Þ.e. ekki ljóst, að við höfum brotið lögin um innistæðutryggingar. Skoðun Framvkæmdastjórnarinnar, er ekki dómur um það mál. Framvkæmdastjórnin, er mikilvæg, en hún er ekki dómstóll. Texti laganna, er hið minnsta ekki með þeim hætti, að slíkt sé eitthvað krystal klárt. Og, að sjálfsögðu eigum við að nýta alla lagalega óvissu.
Við skulum muna, að EFTA dómstóllinn hefur úrskurðað okkur í vil, um neyðarlögin sjálf. Á hinn bóginn, var sú aðgerð að tryggja alla innlenda sjóði, ekki hluti af neyðarlögunum- svo enginn beinn úrskurður um þá aðgerð hefur enn fallið. En, EFTA samykkti neyðarlögin einmitt skv. prinsippinu um neyðarrétt. Þannig, að ólíklegt verður að teljast annað, en að EFTA haldi áfram að nota það prinsipp. Ef hann dæmir seinni aðgerðina ólögmæta, reikna ég ekki með dómi sem væri mjög augljóslega ósjálfbær, sbr. þ.s. sumir hafa haldið fram, að Ísland yrði dæmt til að greiða jafn mikið hlutfall. Ég reikna með vægara úrræði, þ.e. að ríkissjóði verði boðið upp á, að draga umframtryggingar til baka, ef þær dæmast ólögmætar.
6-------------------------------------------------
Þetta er hægt að lesa á fleiri en einn veg.
Ef, menn telja sem dæmi, að Ísland hafi uppfyllt skilyrði 94/19 er TIF var sett á fót, og Ísland sé í engu brotlegt við 94/19 - þá er ekkrt mál, að gefa slíka yfirlísingu, því þá telja menn sig eftir allt saman, þegar vera búnir að standa við hana.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 15:31
Þetta er staðreynd.
Hinsvegar eru þetta stjórnmálamenn[Íslenskir] og að mati marga sem þekkja til ótrúverðugir sem slíkir.
Laga Enska er fæstum Englendingum skiljanleg og matstofur enskar vinna ekki gegn sínum eigin þjóðarhagsmun.
Nú hafa menn kynnt sér málin betur og augljóst að þeim skjátlaðist hrapalega. Enda fylgdi þessu mati aldrei neinn rökstuðningur á hverju það byggðist.
Kannski var ýjað að því það kæmi illa út fyrir Breska aðila.
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 16:48
Einar, málflutingur þinn einkennist að orðhengilshætti og aukaatriðum. Þú ert ekki að bakka neitt upp með rökum. Það sem eg, einn islenskur almúgamaður, geri er að horfa ískalt á staðreyndir og aðalatriði máls. Alla leið. Útí gegn.
Þá kemur þú og orðhenglast og setur á heilmiklar ræður um aukaatriði plús eitthvað sem þér finnst að eigi að vera. Ekkert bakk öpp, enga vísanir í gögn eða staðreyndir etc.
Segir allt sem segja þarf um þetta mál. Því miður.
Það er ekki hægt að orðhenglast í gegnum lífið - allra síst fyrir þjóðríki.
Við erum ekkert í einhverjum málfunaræfingum í grunnskóla hérna.
Aðalatriði máls liggja aleg fyrir.
Ísland sem ríki ber ábyrgð á lágmarkinu samkv. laga og regluverkinu.
Íslensk stjórnvöld og fulltrúar þess hafa MARGLÝST YFIR að það beri ábyrgð á umræddu lágmarki !
Það eina sem útaf stendur er greiðslufyrirkomulag á láninaupphæðinni og hvernig því skuli háttað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 17:15
Ég hef ekki tekið þátt í lagatæknilegum umræðum við þessa færslu mína, en ég hef lesið og haft gagn og gaman af. Mér finnst athyglisvert að sjá hjá þér Júlíus að þú staðfestir það sem ég sagði um túlkun ríkisstjórnar haust 2008 á dómsstólaleiðinni. Um gáfuleg heit þeirrar ákvörðunarverður sjálfsagt deilt lengi, en eigi síður er hún staðreynd.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 17:23
Sæll Ómar. Við tölum bara beint út um hlutina og lagaorðaflækjur eru ekki tímabærar núna. Þetta er mergurinn málsins, meta stöðu okkur kalt í dag.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 17:28
Ef þið viljið kalt mat - þá er staðreynd mála einfaldlega sú, að skuldbinding skv. núverandi samkomulagi er ósjálfbær.
Þegar, einstaklingar á vegum stofnana Evrópusambandsins hitturs, og sömdu þetta álit - var skuldastaða Íslands metin á innan við 200% af þjóðarframleiðslu.
Þá hefur þetta ef til vill, virst gerlegt að taka á sig, að skuldsetja Ísland með þessum hætti.
----------------------------
Á hinn bóginn, þegar nú er ljóst að sú skuldsetning þjóðfélagsins er upp á 320% af þjóðarframleiðslu, að það mat er var byggt á mikið lægra mati á skuldsetningu, er fokið út um gluggann.
Þetta er mergur málsins, sama hvað Ómar Bjarki orðhenglast í kringum þá grunnstaðreynd, að við getum þetta einfalldega ekki.
Það þíði þá, að við verðum að fá þetta álit endurskoðað.
------------------------------
Það þíðir ekki að vera svo gersamlega óábyrgur um þjóðarhag, að líta svo á að greiðslugeta okkar, sé alveg "beside the point".
Og, þ.e. alls enginn orðhengilsháttur, að benga á þá grunnstaðreynd, að Framkvæmdastjórnin er ekki dómstóll.
Hún er margt, en það er hún ekki.
Ég átta mig alveg á því, að hann Ómar Bjarki, er alveg búinn að loka sig í horni hvað sína skoðun varðar, þ.e. að staðreyndir málsins hafa engin áhrif á hana.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 17:46
Nýr samningur, ef þ.e. sú útkoma máls, að nýr verði gerður, þá verður hann að taka tillit til okkar raungreiðslugetu - sem í dag er afskaplega, afskaplega - lítil.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 17:49
Auðvitað er staðan erfið, það vita nú allir. En þannig er það nú oft lífinu og þá tekst maður bara á við það eins og gengur.
Umrædd skuld er ekki vandamál okkar núna fyrst og fremst. Og verður það ekki heldur seinna meir. Skuldin er aðeins og verður aðeins huti af skuldavandamálum íslands
Nú, það sem þú villt gera er að svíkja umrædda skuldbindingu og tryggja þar með að aðrir hlutir skuldavandans verði óbærilegir og leiði jafnvel og mjög líklega til gjaldþrots !
Þetta er svo furðulegur hugsunarháttur og afskplega einkennileg rökleiðsla - að það er einfaldlega ekki hægt að taka hana alvarlega.
Þssu má líka við mann sem er að fara frá A-B.
Þegar hann er lagður af stað þá sér han brekku langt í fjarska. Hann hugsar: Ja, þessi brekka er svo brött að sjá og ég verð orðinn svo þreyttur er eg kem að henni að ég mun aldrei hafa mig upp hana - það er bara best að leggjast strax niður og grafa sig í fönn og sofna bara !
Sjá nú flestir að eigi er um gáfulega hugsun að ræða hjá umræddum manni.
Samt er þetta sambærilegt við lógík þá sem borin er á borð hérna af sumum - og ætlast til að maður taki alvarlega !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 18:18
Það er alltaf hægt á öllum stigum vegna grunngalla sér í lagi að vísa málum til dómstóla í réttarríkjum.
Við þurfum ekkert að sætt okkur við óréttlæti meðan það er ljósi í myrkri.
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 18:20
Ómar - þessi afneitun ykkar á okkar raunaðstæðum er stórfurðuleg.
Ég er ekki að segja, að það komi ekki til greina að semja um málið, - en bendi á, að núverandi samingar séu ekki sjálfbærir, sem geri óraunhæft að samþykkja þá. Ég sé ekki, neinn heiðarleika í því að undirgangast e-h sem fullkomlega vitað mál er, að við munum ekki geta staðið við. Að mínu mati, er það líklegta til að valda meiri pirringi, en hitt að segja þem einfaldlega sannleikann strax, að við einfaldlega getum ekki borgað.
Hitt væri leið óheiðarleika, einmitt þ.s. við þurfum að hætta að ástunda.
Þá þarf einfaldlega að semja um málið, á allt öðrum nótum en hefur verið gert hingað til.
Og, að sjálfsgöðu eigum við að nýta alla mögulega og hugsanlega lagalega óvssu, okkur í hag. Þ.e. mjög undarleg fanatík, að þverneita einus sinni að íhuga slíkt, þegar fjölmargir færir sérfræðingar úri í Evróp, hafa tjáð sig um málið og sejga laglega óvissu ríkja.
Þ.s. menn virðast ekki enn vilja skilja, þ.e. hve alvarleg kreppan hérlendis er, geta hagkerfisins til hagvaxtar er stórsköðuð - sem veldur því, að geta þess til að standa undir skuldum er einnig stórsköðuð.
Þetta er grunnvandinn.
Staðreyndin er sú, að hér er bullandi samdráttur, og aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið hafa fremur bætt þar í, en hitt.
Allt heggur í sama knérunn, þ.e. getu hagkerfis okkar til hagvaxtar.
Allt ofantalið, dregur úr getu hagkerfisins til hagvaxtar, og allt er í gangi á sama tíma. Þetta þíðir á mannamáli, að ekki eru horfur á neinum umtalsverðum hagvexti hér á næstunni - en í reynd er innlenda hagkerfið í mínus fremur en á núlli. Einungis með mjög miklum erlendum fjárfestingum, er hægt að hífa hagkerfið tímabundið yfir núllið - þ.e. meðan á framkvæmdum stendur.
Ég spáí framtíðahagvexti, næstu 15 árin frá um 1% - rúmlega 1%.
Niðurstaða - ekki séns, að plan AGS og ríkisstjórnarinnar, geti mögulega gengið upp.
Ég er sammála því, að atvinnuleysi mun aukast mikið í ár, og einnig að samdrátturinn sem var frestað í fyrra með tímabundinni lækkun greiðslubyrði sé einnig á leiðinni.
Í þessu ljósi, er fjarskalega ólíklegt, að Ísland geti staðið undir greiðslum af Icesave.
Reyndar, í ljósi mjög skaðaðrar getu hagkerfisins til hagvaxtar - þá er sennilega mjög líklegt, að Ísland verði greiðsluþrota þá miðað við þær skuldir sem þegar eru komnar.
Ýmsir hafa haldið fram, að skuldir okkar séu ekki mikið meiri en sumra annarra ríkja, sem röksemd um að þetta reddist, en það tekur ekki tillit til mjög skaðaðrar getur hagkerfisins til hagvaxtar.
Í ljósi hver hve sú geta er sköðuð, þ.e. sennilega er gata hagkerfisins til hagvaxtar neikvæð - þ.e. ekki einu sinni “0" þá efast ég einnig um, að við stæðum undir okkar skuldum, þó þær væru helmingi minni.
En, lykilatriðið er geta hagkerfisins til hagvaxtar, þ.e. tekjur, vs. kostnaður af skuldum. En, í dag duga tekjur, ekki einu sinni fyrir vöxtum af skuldum, og svo verður sennilega næstu ár.
Gjaldþrot virðist því nánast, óumflýjanlegt.
Þ.e. því alveg tilgangslaust, að semja á núverandi nótum, um Icesave.
Það þarf nýtt upphaf.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 20:30
Einar, sjáðu til, sko það var algjör óþarfi hjá þér koma með þessa langloku.
Við vitum alveg að staðan er erfið. Við vitum líka alveg að við komust í gegnum þessa hríð. Staða okkar er ekkert erfaðiri skuldalega en sumra annarra ríka ma. í Vestur Evrópu.
Meginn faktor við að setja hér uppbyggingar og endurreisnarstarf á fullt - er að klára þetta fokking mál drengur ! Málið hefur sett mest allt hérna á hóld og það er af orsökum manna eins og þín, sjallabjálfa, framhreifingarkálfa og 2-4 VG kjána !
Aðalatriði liggja alveg fyrir þar. Það er vitað hver skuldbindingin er sem Ísland ber ábyrgð á, um 20.000 evrur á hvern tryggðan reikning. Vandamálið var að Landið gat engann veginn greitt þessa skuldbindingu 1,2&3. Þess vegna var útbúinn afarhagstæður lánasamningur til að við getum staðið upprétt sem þjóð meðal þjóða og staðið við skuldbindingar okkar. Allt og sumt.
Þetta mál villt þú þvarga og þvæla afþvíbara og þ.a.l. stoppa hér allt með stórkostlegum skaðakostnaði og ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðarhag.
Menn eins og þú eru sannkallaðir Landsskaðamenn !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 21:30
Sæll Ómar Bjarki. Ég sé að þolinmæðisteyjan þín er þrotin og ekki er ég hissa. Sumt verður maður bara að leiða hjá sér og þar á meðal þráhyggju. Ég er sammála þér.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 21:37
Hólmfríður, já sæl - og þakka fyrir mig í þínu blogghúsi.
Já, eg verð að viðurkenna að mér blöskar afstaða sumra til umrædds máls út í gegn. Blöskrar það. Eg viðurkenni það alveg hreint út.
En eigum við ekki að segja þetta gott í bili. Held að lengra verði eigi komist að svo stöddu. Flest hefur verið sagt sem segja þarf.
Nú er bara að sjá hverju framvindur á næstu dögum og/eða vikum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 21:51
"Við vitum alveg að staðan er erfið. Við vitum líka alveg að við komust í gegnum þessa hríð. Staða okkar er ekkert erfaðiri skuldalega en sumra annarra ríka ma. í Vestur Evrópu."
Þú greinilega tekur ílla eftir - því staða okkar er mun verri - vegna hins mikla tjóns sem hefur orðið á getu okkar hagkerfis til hagvaxtar.
Vegna þess, að þ.e. morgunljóst, að væntingar um hagvöxt munu ekki rætar, þá er einnig krystal klárt að planið um að borga gnegur ekki upp.
Ég virkilega skil ekki þessa tregðu þína, til að skilja virkilega einfaldan hlut.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 22:45
Þ.e. greinilegt, að þverhausagangur sumra, er ólæknanlegt mein.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 22:47
Fyrir Samfylkingarmenn ef við festum í sessi helmingi lægri þjóðartekjur á haus en í Damörku svipaðar á Kýpur, mun hæfur meirhluti EU aldrei samþykkja fyrigreiðslur á kostnað heildarinnar til að hækka þær.
Hingað mun koma fólk sem sættir sig þetta og miklu fleirri ósáttir munu yfirgefa landið.
EU er alls ekki undir þumlinum á Bretum.
Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 00:32
Það er rétt hjá Júlíusi að við megum ekki láta undan einhliða kröfum Breta og Hollendinga, Það má ekki láta íslensku þjóðina taka á sig skuldir einkafyrirtækja á erlendri grund.
Íslenska þjóðin hefur áður orðið fyrir stórum skakkaföllum eins og íslendingabyggðirnar í Kanada sýna og sanna. Íslenska Þjóðin mun hrinda þessum árásum Breta og Hollendinga og brynja sig gagnvart ósanngjörnum kröfum þeirra. Vonandi berum við gæfu til þess að geta losa okkur við vindhanaþingmenn og aðra ævintýramenn sem vilja og hafa fóðrað vasa sína með eignum og réttindum þjóðarinnar, að maður tali nú ekki um þá sem vilja færa Bretum og Hollendingum þessi auðæfi á silfurfati.
Þorskurinn og nýfengin réttindi yfir hryggnum suðvestur af landinu sem stækkar landgrunnið 7falt, ásamt sjálfbærum rafveitum og hreinu vatni, olíulindum og staðsetningu landsins til umskipunar rússneskra og kínverskra skip mun tryggja það Bretar og Hollendingar munu ekki takast að einangra Ísland frá alþjóðasamfélaginu.
Það má svo bæta því við að "Fish and Chips" sem einn helsti matur almúgans í Bretlandi byggist á íslenska þorskinum. Bretar þurfa á okkur að halda. Þarna eru þeir aumir fyrir, veikur blettur, Hull og Grímsby eru uppskipunarstaðir ásamt vinnslu yfir 5000 fjölskyldna og ef ekki fæst íslenskur þorskur þá missir þetta fólk vinnuna og almúgin fær ekki þennan eftirlætisrétt Fish and Chips lengur. Við erum lítið land, berjum aðeins á þeim og sendu þorskinn eitthvað annað. Setjum viðkiptabann á Breta varðandi þorsk frá íslandi
Bretar eru bara að blása, það er allt sem þeir geta gert, þangað til við gefum eftir og gefum þeim Ísland!
Við heimtum að þeir alþingismenn sem ljá máli á að við gefum Bretum Ísland, verði reknir úr landi, helst til Bretlands!
Lifið heil
Njáll Harðarson, 22.1.2010 kl. 09:55
Er ekki kjarni málsins að finna hér – burtséð frá mörgum öðrum álitamálum ? http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/01/22/vidsemjendur_taki_throtabu_landsbankans/ Sjá einnig: Samantekt fyrir Englandsbanka ..frá bls 28 og áfram... http://www.fmlc.org/papers/Issue133depprot.pdf http://www.citysolicitors.org.uk/FileServer.aspx?oID=353&lID=0 Og ítarleg umfjöllun um gjaldþrot og gjaldþrotalög cross-border-banka á EU svæðinu http://fmg.lse.ac.uk/upload_file/1161_Nieto.pdf
Hólmsteinn Jónasson, 22.1.2010 kl. 12:52
Er ekki kjarna málsins að finna hér – burtséð frá mörgum öðrum álitamálum ?
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/01/22/vidsemjendur_taki_throtabu_landsbankans/
Sjá einnig: Samantekt fyrir Englandsbanka ..frá bls 28 og áfram...
http://www.fmlc.org/papers/Issue133depprot.pdf
og
http://www.citysolicitors.org.uk/FileServer.aspx?oID=353&lID=0
Og ítarleg umfjöllun um gjaldþrot og gjaldþrotalög cross-border-banka á EU svæðinu
http://fmg.lse.ac.uk/upload_file/1161_Nieto.pdf
Hólmsteinn Jónasson, 22.1.2010 kl. 12:56
Ef Landsbanki og Kaupþingbanki hefðu fengið lánafyrirgreiðslur hjá Bretum þá hefðu þeir geta staðið við sína ábyrgð gagnvart Íslandsbanka. Þar sem einkabankarnir eru samtryggðir fyrir útgreiðslum úr tryggingarsjóði ótiltækra tiltekinna innlána lánastofunnar í kerfinu.
Bretar voru alls ekki á því að bjarga Íslenskum útibúum í Bresku heimamarkaðar samkeppninni.
Bretar búa sjálfir í Glerhúsi. Þar er hinsvegar mikil stétta skipting og mikil fjarlægð frá hinum fámenna siðspilta hópi einstaklinga og almennings. Íslendingar upp lif sama sukkið á allt annan hátt. Þess vegna er hægt að telja sumum trú um að þeir beri ábyrgð á Breskum bankamarkaði.
Bretar munu aldrei leggja fram sannanir sem réttlæta lokun Íslenskra útibúa í Bretlandi. Án þess að skjóta sjálfan sig í fótinn.
Íslensk útibú eru búinn að fjármagna bresk fyrirtæki og útvega atvinnu og skatta í Bretlandi í mörg ár.
Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.