Óvitaskapur að fara aðra leið en við viljum - Friðrik J Arngrímsson.

Þessi málflutningur Friðriks J Arngrímssonar dæmir sig sjálfur og er í þeim anda sem mikið er notaður núna og þá sérstaklega af stjórnarandstæðingum. Ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú óviti, heimsk, fáviti o....

Ef fólk virkilega heldur að svona skítkast til þeirra sem hafa aðra skoðun, beri vott um þroskaðan málflutning, þá er það misskilningur. Þarna er óttinn við valdamissi holdi klæddur og sá sem er hræddur beitir að því er virðist síður rökum, en notar innihaldslitla fullyrðingar.

Strandveiðarnar sl sumar voru góð byrjun á að opna fyrir frelsi til veiða á grunnslóð og gáfu góða vísbendingu um að það er brýn þörf á slíku. Það er mín skoðum að við Íslendingar ættum í auknum mæli að auka svokallaðar vistvænar veiðar á grunnslóðinni. Þá er ég að tala um króka og netaveiðar. Skoðum hvaða leiðir nágrannar okkar í Noregi hafa farið og hverju þær hafa skilað.

Ég er líka fylgjandi þeirri hugmynd að efna til svokallaðra vísindaveiða á miðunum hér við land, bæði grunn og djúpslóð, líkt og Rússneska Hafrannsóknastofnunin í Múrmansk gerði í Barentshafi nýverið. Með þeirri aðferð var þéttleiki fiskistofna mældur og veiðiheimildir stórauknar í framhaldinu. Þar var það fyrst og fremst þorskstofninn sem bar meiri veiðar í Barentshafinu og rökrétt að ætla að svo geti einnig verið við Ísland


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

96 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband