16.1.2010 | 23:23
Vaskir markverðir af Vatnsnesinu og úr Miðfirðinum - hraðskreið kona úr Hrútafirði
Við hér norður við Húnaflóann fylgjumst sérstaklega vel með Silfurmarkvörðunum í Íslenska handboltalandsliðinu. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að þeir eiga báðir ættir að rekja til okkar hér í V Hún - Húnaþingi vestra. Björgvin Páll Gústafsson er meira að segja innfæddur, þó hann flytti burt með móður sinni ungur að árum. Föðurættin hans er þar að auki af Vatnsnesinu (eins og ég) og það er nátturlega bara tær snilld. Enda varði maðurinn 19 skot í leik í dag og sutt er síðan að hann skoraði hjá andstæðingnum yfir endilengann völlinn. Móðurættin hans er líka úr sýslunni að hluta og það bara eykur á montið.
Hreiðar L Guðmundsson, hinn Silfurmarkvörðunum, er svo ættaður úr Miðfirðinum, heimasveit Grettis sterka. Hann er ekki innfæddur Húnveningur, en það kemur ekki í veg fyrir að við brosum út í bæði þegar hann lokar íslenska markinu á ögurstundum. Mér skilst líka að hann sé frændi minn sem er auðvitað ekki leiðinlegt.
Svo er það Margrét Helga Þorsteinsdóttir borin og barnfædd Hrútfirðingur, eins og það heitir. Hún er afskaplega kraftmikil íþróttakona sem á eftir að vinna mörg afrek. Hún er á hverju stórmótinu af öðru að toppa sinn eigin árangur og vinna hina keppendurna um leið. Það er frábært og í raun einstakt að 2 af 10 toppíþróttamönunum í vali Íþróttafréttamanna skuli koma úr samfélagi þar sem einungis búa um 1200 manns.
Það er bara ekki hægt annað en að monta sig af þessu frábæra unga afreksfólki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.