Að færa peninga milli landa. Launatekjur má aðeins færa inn í landið - ekki út úr landinu?

Í gær bloggaði ég um árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta ári sem ég tel allgóðan miðað við spár og væntingar. Ekki ætla ég að draga þar neitt til baka, en við vekja athygli á máli sem kom fram á færslu frá manni að nafni Stefán Júlíusson. Ekki þekki ég manninn eða veit neitt annað um hann, en það sem hann skrifar á síðuna mína.

Að hans sögn er hann að vinna hér á landi, en fjölskyldan býr í Þýskalandi. Vandi hann er að hans sögn, sá að hann fær ekki að millifæra laun sín til fjölskyldunnar ytra, að því er virðast vegna gjaldeyrishafta.

Er það virkilega svo að fólk geti ekki fært sína daglegu neyslupeninga frá Íslandi og til annarra landa, eins og kemur fram hjá Stefáni, á meðan aðili sem vinnur erlendis getur auðveldlega flutt samskonar greiðslur inn í landið.

Þarna virðist vera um grófa mismunun að ræða á aðstæðum fólks, eftir því hvort fé til framfærslu er flutt út eða inn í landið. Sé þetta hinsvegar ekki rétt, bið ég viðkomandi yfirvöld velvirðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er ótrúlegt ef satt reynist. Mönnum eru allar bjargir bannaðar.

Finnur Bárðarson, 16.1.2010 kl. 18:06

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er stóra spurningin, ef satt er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 18:30

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bara svo það sé á hreinu þá eru þessi grófa mismunun staðreynd.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2010 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband