Skoðum aðeins árangurinn á síðasta ári?

Það er alltof algengt að fólk slái því fram sem staðreynd að hér hafi ekkert áunnist á síðasta ári. Þá er verið að meina stöðuna í okkar samfélagi (ekki í ICESAVE). Umræðan um það stóra mál hefur verulega kæft alla almenna umræðu um ástand og horfur hér innanlands.

Ég vil því taka hér fyrir nokkra þætti sem skipta okkur öll verulegu máli og eru um leið liður í því að samfélagið komist aftur í gang og rúlli eðlilega eins og sagt er.

Staðan um áramót

  • Gengi krónunnar: Var stöðugt og hafði ekki verið hærra í 5 mánuði.
  • Vextir: Höfðu lækkað umtalsvert og ekki verði lægri í 4 ár.
  • Verðbólgan: Ekki verið lægri í tæp tvö ár
  • Skuldatryggingarálag: Lækkað um helming á árinu.
  • Atvinnuleysi: Minna en spáð var.
  • Samdráttur: Minni en spáð var.
  • Skuldir hins opinbera: Mun minni en spáð var.
  • Halli Ríkissjóðs: Lækkaði úr 218 milljörðum í 99 milljarða á 2 árum.

Svo kom 5. janúar 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt líka bæta við listann:

Fyrirvinna sem er starfandi á Íslandi hjá íslensku fyrirtæki með fjölskyldu erlendis má ekki millifæra launin sín til fjölskyldu sinnar erlendis.  

Þetta er ekki spurning um peninga heldur að halda uppi fjölskyldu sinni, þ.e. þeim sem maður elskar.  Þessu þarf ríkisstjórnin að breyta strax.  Eins og er er þetta ríkisstjórn fasista.  Fyrirgefðu að ég er svona harðorður en mér finnst það bara vera augljóst sérstaklega þar sem ég hef þurft að finna fyrir þessu sjálfur.  

Ríkisstjórninni finnst við vera að eyðileggja endurreisn Íslands.  Það er meira en ótrúlegt að aðeins sé hægt að byggja landið upp svona og spurning hversu virða sú uppbygging er og á hvers kostnað.

Ólafur átti miklu fyrr að hafna lögum þessarar og fyrri ríkisstjórna.  Mér finnst allt í lagi að hann gerði það núna.  Við verðum að segja nei og sína þar með stjórnvöldum og Alþingi að þau þurfa að hafa fyrir hlutunum.

Ég er í Sósíaldemókrataflokknum í Þýskalandi, búsettur í austurhluta Berlínar, og einu kommentin sem ég fæ er: "Þetta er alveg eins og var hjá okkur í DDR".

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 02:11

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gjaldeyrishöftin sem sett voru á eftir hrunið hafa að sjálfsögðu komið mjög ílla við marga og ekki má gera lítið úr því. Ríkisstjórnin sem nú situr er ekki völd að hruninu og líkja má henni slökkvilið á brunastað. Gjaldeyrishöftum er ekki handstýrt af ríkisstjórninni, heldur ræðst framgangur haftanna af ástandi á fjármálamarkaði. Þau atriði sem áunnist hafa á árinu 2009 munu frekar stuðla að afnámi hafta en að þau verði hert.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 12:08

3 identicon

Í stuttu máli er hægt að líkja þessu saman við það að íslenskir bankar hafa ekki nægilegt lausafé.  Þeir myndu þá ákveða sjálfir hvort þú gætir greitt reikningana þína eða ekki.  Þú hefðir ekkert lengur um það að segja þó svo að þú ættir sjálf nóga peninga á reikningunum þínum.  Þú myndir auðvitað greiða dráttarvexti og lögfræðikostnað við innheimtu þó svo að þetta væri bankanum að kenna.  Ekki get ég sagt mínum lánadrottnum að tala við ríkið eða sagt þeim að ástandið í þjóðfélaginu sé svo slæmt að ég geti ekki greitt reikningana mína.

Á ég að biðja tengdaföður minn um að hafa peninga tilbúna til að borga reikningana í Þýskalandi ef ég get það ekki?  Þetta er spurning hvað á að gera í dag og ekki hvenær höftunum verði kanski aflétt þegar þetta heimatilbúna ástandið skánar.

Við þetta er ég að glíma í dag.  Seðlabankinn svo og ráðuneytið vita af þessu.  Seðlabankinn setur reglurnar eftir lögum frá Alþingi.  Þau bera því ábyrgðina.  Reglum Seðlabankans getur verið breytt þegar það á við.  

Ísland er í EES og Samfylkingin vill ganga í Evrópusambandið.  Það er synd að þetta tvennt er aðeins fyrir fyrirtæki að mati þjóðarinnar.  Það er því langt í það að þjóðin hafi nægan þroska til að skilja hvað ESB stendur fyrir í dag.  Auðvitað snérist það um kol og viðskipti til að byrja með en ekki í dag.

Ég vil líka minna á að Rúmenía var skuldlaust árið 1989.  Efnahagstölur segja bara ekki alla sögu um samfélagið.  Samfélagið er hópur lifandi fólks en tölur er dauðar og kaldar. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 13:24

4 identicon

Hólmfríður.

En samt halda heimilin áfram að blæða vegna alls þessa hérna á landinu okkar.

Þetta getur ekki talist árangur. Það er allavega ekki mitt mat.

Burt með verðtrygginguna og það ekki seinna en í gær.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 16:29

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Verðtrygginguna vil ég líka burt

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

48 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband