Friðrik Arngrímsson og Ólína Þorvarðardóttir tókust á í Kastljósinu í kvöld

Það er greinilegt að LÍÚ ætlar að láta sverfa til stáls og vel það. Fulltrúar frá þeim hafa ekki mætt á fundi nefndar Alþingis sem fjallar um málið, frá því í nóvember. Friðrik rangtúlkar að mínu áliti fyrningarleiðina að því leiti að útgerðarmönnum sé ekki heimilt að veiða meira en þeim verður úthlutað eftir að fyrning hefst. Það er auðvitað kolrangt, því þær veiðiheimildir sem þeir hafa skilað, verða boðnar á almennum markaði, það er að segja afnotarétturinn til einhvers tíma sem stjórnvöld ákveða. Þá verður innheimt gjald sem skapar tekjur fyrir okkar sameiginlega sjóð.

Ólína skýrði sjónarmið stjórnvalda vel, miðað við þann tíma sem var til umráða. Ég var afar stolt af henni þegar hún sagði Friðrik að stjórnvöld myndu einfaldlega taka kvótann af þeim og úthluta honum til annarra, ef þeir sigldu í land. Það er ekki oft sem LÍÚ er svarað af einurð og festu, en nú eru breyttir tímar og því ber að fagna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband