Hvar erum við stödd - Hvert stefnum við????

Samkvæmt daglegu fréttabréfi CMA nemur skuldatryggingaálag Íslands nú 544 punktum og hækkaði það um rúm 7% frá því í gærdag. Álagið hefur legið í kringum 500 punkta frá því að forseti Íslands ákvað að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samhliða hækkun álagsins hafa líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands aukist að sama skapi. Standa þær nú í rúmlega 31%. Til samanburðar má nefna að skuldatryggingaálag Íraks stendur nú í 475 punktum.

 Svo mörg voru þau orð og dæmi nú hver fyrir sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki örvænta.

Ég held að við munum fá betri samning en leit út fyrir. Það er mikill ávinningur fyrir okkur öll. Þá munu þessi skuldatryggingarálög fara að lækka aftur, en raunar er ekki verið að taka nein lán á þessum kjörum núna, þar sem við fáum hagstæð lán frá AGS og Norðurlöndunum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 20:35

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki að örvænta Sveinn, heldur að vekja athygli á því hver áhrifin eru að "snilldarákvörðun" Bessastaðabóndans

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 20:42

3 identicon

Hann hefur unnið fyrir sínu, ef við fáum örlítið betri samning. Aðeins örlítið betri vextir gætu breytt kostnaðnum um milljarða. Þetta eru svo hrikalegar upphæðir. Það er ekki lélegt tímakaup, því þetta "upphlaup" okkar er ekki að kosta svo mikinn tíma hjá okkar ráðamönnum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:05

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er þá ekki forsetanum að þakka, heldur okkar ágætu ríkisstjórn. Hann hefur svo verið með fullyrðingar erlendis sem Jóhanna hefur svo þurft að leiðrétta. Auðvitað er til bóta að fá lægri vexti, en hver segir að við getum ekki fengið hagstæðara lán eftir einhvar ár og greitt þetta upp. Ég er ekki sátt við forsetann því þetta var að hans hálfu líkt og rússnesk rúlletta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband