Niðurlag greinar Jóhanns hljóðar svo:
Uppreisnarunglingurinn
Það verður því skammgóður vermir og afar tvíbent fyrir stjórnarandstöðuflokkana að reka harðan áróður gegn samþykkt Icesave-frumvarpsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni í lok febrúar eða byrjun mars. Ríkisstjórnin þarf ekkert að gera annað en að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin.
Og situr svo áfram. Bretar og Hollendingar þurfa ekkert að gera. Ekki neitt! Þeir hafa öll spil á hendi. Þeir þurfa ekki einu sinni að gjaldfella lán og setja í innheimtu. Þeir þurfa ekkert að höfða mál. Bara bíða. Bíða eftir því að íslenska þjóðin átti sig á því að ballið er búið og komið að skuldadögum.
Íslendingar eru eins og hálfstálpaðir unglingar sem rísa gegn valdi foreldra sinna. Þeir neita að hlýða. Þeir skella hurðum. Þeir fara helst gegn ráðleggingum og boðum þeirra. Einmitt vegna þess að þeir finna fyrir valdinu.
Umheimurinn veit að um síðir kemur íslenski unglingurinn aftur skríðandi og biður um mat. Það er liður í þroskaferlinu. Þroskaferli Bjarna og Sigmundar.
Finnst rétt að lesendur blogg.mbl.is fái tækifæri til að lesa skrif JH.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undirlægjuháttur ber ekki vott um þroska, heldur skort á sjálfstrausti. Þú hefðir passað vel með þeim Svavari Gestssyni og Indriða Þorkelssyni í samningagerðinni forðum. "Glæsileg niðurstaða" sagði Steingrímur um niðurstöðuna. Þeir voru ekki búnir að hysja upp um sig buxurnar þegar þeir komu heim og eru víst ekki búnir að því enn. 2/3 hluti þjóðarinnar sammast sín fyrir svona aumingjaskap. Það er allt í lagi fyrir þig monta þig af frammistöðunni á heimavígstöðum, en að auglýsa aulaskapinn út í bæ er afkáralegt.
Sigurður Þorsteinsson, 14.1.2010 kl. 17:32
Ég þakka traustið, ekki slæmt að vera í liði með Indriða H og Svavari Gestssyni. Ég er stolt af mínum skoðunum og viðhorfum og nú er bara að bíða eftir að kálfarnir verði búnirað hlaupa sig móða. Þ
ú talar um að 2/3 hluti þjóðarinnar skammist sín og því get ég alveg trúað, en þá erum ég að sjálfsögðu að tala um þann stóra hóp sem skammast sín fyrir forsetann og hlaupalið Hrunflokkanna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.