Þroskaferill Bjarna og Sigmundar. - Grein Jóhanns Haukssonar í DV í dag, kafli 2

Síðan skrifar Jóhann Hauksson:

Botnlausar mótsagnir
Ef þeir eru á móti vaxtakjörunum í Icesave-samningnum gat það varla verið ástæða til að fresta endurreisn þjóðfélagsins og stofna til aukalegs kostnaðar með óvissu um Icesave-uppgjörið.

Ekkert í Icesave-samningnum segir að Íslendingar geti ekki greitt upp lán Breta og Hollendinga bjóðist önnur lán á lægri vöxtum þótt síðar verði. Enginn bannar Íslendingum heldur að greiða Icesave-lánin hraðar upp ef færi gefst. Að þessu leyti sýnir stjórnarandstaðan þjóð sinni villuljós og breiðir út sannlíki en ekki sannleika um málið.
 

Í þriðja lagi hafa stjórnarandstæðingar snúið svo harkalega við blaðinu eftir að forsetinn skaut Icesave-málinu til þjóðarinnar, að þeir mega ekki til þess hugsa að ríkisstjórnin fari frá. Enginn hefur lýst vantrausti á ríkisstjórnina. Enginn hefur beðið hana að fara frá.

Enda fer hún hófstillt að lögum og undirbýr þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og vera ber. Það hefur hins vegar komið framsóknaríhaldinu í bobba. Þeir munu bera ábyrgð á því að Icesave-samningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta heldur vöku fyrir Bjarna og skynsömum framsóknarmönnum, ekki síst eftir að þeir lýstu því yfir að þjóðin ætti að standa við skuldbindingar sínar.
 

Í fjórða lagi breiða lögfræðingarnir með flokksskírteinin út boðskap sinn gegn Icesave í kastljósum þessa lands. Þeir búa til forsendur um kerfishrun íslensku bankanna og hlaða endalausum Moggagreinum ofan á slíkar staðleysur. Það gæti tekið mörg ár að telja umheiminn á að samþykkja einhverjar huglægar forsendur íslenskra lögfræðinga sem eiga sér enga fótfestu í innstæðuregluverki ESB.

Munum, að allir bankar áttu fyrir innstæðum sparifjáreigenda og hafa þegar greitt þær, nema Landsbankinn. – Er það kallað kerfishrun? Hægt og bítandi sverfur að þegar sneiðist um lánamöguleika erlendis til fjárfestinga, rekstrar fyrirtækja og neyslu, fjármögnunar ríkissjóðs og til að efla stöðu krónunnar.

Halda verður hæfilegum snúningi á litla íslenska hagkerfinu ef ekki á að fara illa. Krónan gæti fallið enn og kaupmáttur rýrnað. Spjótin munu beinast að stjórnarandstöðunni þegar atvinnuleysið eykst, rekstur fyrirtækja kemst í þrot og raddirnar innan heimilanna um úrræði og endurreisn verða háværari.

Finnst rétt að lesendur blogg.mbl.is fái tækifæri til að lesa skrif JH.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

95 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband