Hér fer á eftir fyrsti hlutinn af grein Jóhanns Haukssonar.
Stjórnarandstaðan tapar stríðinu um Icesave.
Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafði synjað Icesave-lögunum staðfestingar flýtti stjórnarandstaðan sér að boða þjóðinni að auðvitað stæðu Íslendingar við sínar skuldbindingar.
Ekki verður hægt að gera það á grundvelli laganna og fyrirvaranna frá síðastliðnu hausti eins og forsetinn reyndi að gefa til kynna, því ríkisábyrgðin gildir einfaldlega ekki um þau lög. Fjármálaráðherrann hefur ekki undirritað neina heimild á grundvelli neinna laga um ríkisábyrgð.
Í öðru lagi flýtti stjórnarandstaðan sér að boða þjóðinni, að um leið og hún væri samþykk því að standa við skuldbindingar sínar við Hollendinga og Breta yrði það að gerast á skilmálum stjórnarandstöðunnar og í samræmi við útfærslu sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins væru samþykkir. Enga landráðasamninga undir oki gömlu nýlenduveldanna, segja þeir og berja sér á brjóst.
Finnst rétt að lesendur blogg.mbl.is fái tækifæri til að lesa skrif JH.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.