EES samningurinn ekki orsök hrunsins og ICESAVE, heldur efnahagsstjórnin á Íslandi.

Ég er ekki sammála þeim sem nú vilja kenna EES samningurinn um að um hrunið hér og ICESAVE. Það sem er að mínu áliti aðalorsök hrunsins er hvernig unnið var með þennan samning hér.

Sú vinna fór fram undir stjórn ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og síðar Geirs H Haarde. Það var í raun Davíð sem réði ferðinni. Það var hann sem réði því að Landsbankinn var seldur einstaklingum sem hann hafði velþóknun á. Í framhaldinu keypti S hópurinn svokallaði  (Framsóknarmenn) Búnaðarbankann.

Einkavæðingarnefnd hafði á þeim tíma sem þessir bankar voru seldir, unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir sölu/einkavæðingu bankanna. Allri þeirri vinnu var ýtt út af borðinu og þar með var þetta ferli gert eftir geðþótta eins manns. Eftirlit/aðhald var í algjöru skötulíki og virkaði því ekki. Árið 2001 var krónan sett á flot og gengi haldið upp með hávaxtastefnu sem átti að halda verðbólgu í skefjum, en gerði þveröfugt og orsakaði ásókn í erlend lán.

Margir bundu vonir við Geir H Harde þegar hann tók við af Davíð sem forsætisráðherra. Fólk hélt að hann mundi taka í taumana, hann með hagfræði menntun. Hann brást hins vegar þeim vonum og allt sigldi áfram í átt að strandstað. KB banki og Íslandsbanki voru með sinn rekstur erlendis sem dótturfyrirtæki og innistæður þar tryggðar í gistilandinu.

Landsbankinn var hins vegar með útibú og það er orsök kröfunnar um ábyrgð þess lands þar sem höfuðstöðvar eru, í þessu tilfelli Íslands. Davíð virðist hafa látið undir höfuð leggjast sem Seðlabankastjóri að fylgja því fast eftir að allir bankarnir væru með sinn rekstur í dótturfyrirtækjum erlendis.

Í þessu ferli öllu voru gerð afdrifarík mistök og þau gerði Davíð Oddsson og ber sem yfirmaður í ríkisstjórn og síðar Seðlabankanum ríka ábyrgð.

Í bókinni, Sofandi að feigðarósi, segir; að útrásarvíkingarnir sem slíkir beri ekki höfuðábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Þar er einnig sagt; að Davíð Oddsson sé stærsta efnahagsvandamál síðari ára á Íslandi.

Þetta eru stór orð og þess ber að geta að höfundur þessarar bókar er Ólafur Arnarson sem var um tíma framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður menntamálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, eins og segir á bókarkápu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Held þú ættir að gefa út bók alfróð manneskjan,  varðandi alheimskreppuna og hver olli henni. Var það kannski Davíð?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 13.1.2010 kl. 21:49

2 Smámynd: Halla Rut

Lítið hagkerfi sem okkar ræður hreinlega ekki við að vera opið. Það hefur sannast nú, þótt margir segja grunnástæður hruns okkar liggja annarstaðar og heldur hjá einhverjum einstaklingum frekar en kerfinu sjálfu, að þá var þessi samningur byrjunin á þessu öllu saman.

Ef samningurinn hefði verið vel lesinn og undanþágur fengnar hefðu hlutirnir getað orðið allt öðruvísi. 

Halla Rut , 13.1.2010 kl. 21:49

3 Smámynd: Halla Rut

Davíð reyndi að stoppa Jón Ásgeir en þjóðin sagði..."láttu hann vera Davíð, nú er nóg komið" en samt er það Davíð að kenna hversu langt hann komst...þetta er nú frekar súrt.

Halla Rut , 13.1.2010 kl. 21:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bíddu - en hvað kemur þetta Icesave við?

Mistök fortíðar, eru aldrei réttlæting mistaka framtíðar.

Það eru kallaðar, afsakanir.

-------------------------------------------------------------

Við þurfum að vinna, og það með réttum hætti, úr þeirri stöðu - sem er.

Áframhaldandi rifrildi um hver gerði hvað, og olli hverju - í gær, þjónar engum gagnlegum tilgangi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.1.2010 kl. 22:11

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

http://elvira.blog.is/blog/elvira/entry/1005106/

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 13.1.2010 kl. 22:16

6 Smámynd: Halla Rut

Flott innlegg Einar, algjörlega sammála þér.

Halla Rut , 13.1.2010 kl. 22:49

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólkið. Það er mikið stökk frá því að vera með tómann haus eins og einhver sagði um mig um daginn og að vera alfróð, eins og Þóra segir. Ég er alveg sammála þér Halla Rut að ef samningnum hefði verið fylgt betur eftir hér heima og eftirlitið verið raunverulegt og virkt. Það sem ég var að segja um Davíð var ég fyrst og fremst að vitna í bókina Sofand að feigðarósi. En því er ekki að neita að sú bók staðfesti bara það sem mér fannst vera raunin.

Varðandi Davíð og Jón Ásgeir þá er það sirkus sem hefur verið þjóðinni afar dýr. Kannski var það hluti af ástæðunni fyrir því hvernig brugðist var við þegar Glitnir var yfirtekinn að Davíð sá sér leik áborði að klekkja Jóni Ásgeir. Þannig sendkassaleiki á bara ekki að stunda með fjármál heillar þjóðar, þó hún sé ekki nema 300 þúsund sálir.

Einar, það sem ég er að meina með þessari færslu er að útskýra og benda á muninn á starfsemi bankana erlendis. Ef sá munur kemur ICESAVE við þá veit ég ekki hvað. Þessi munur er orsökin fyrir því að Bretar og Hollendingar gerðu þessar kröfur um að það væri Tryggingarsjóður innistæðna hér heima sem ætti að greiða.

Þú segir að það þjóni ekki tilgangi að upplýsa um fortíðina, en er ekki einmitt verið að rannsaka fortíðina. Það er sennilega vanþekking á fortíðinni sem gerir sumt af þeim misskilningi sem er í gangi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2010 kl. 22:55

8 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Frú Hólmfríður, ég er alveg sammála þér núna.

Raunar finnst mér vanta inn í upptalninguna hjá þér, að nefna verðtrygginguna.  Hún er einhver versti óvinur íslendinga, jafnvel verri en sjálfur verðbólgudraugurinn. 

Verðtryggingin á rætur sínar að rekja til gamalla hagstjórnarmistaka, frá áttunda áratugnum.  Þá var hagkerfið þanið í botn til að ná að fiska allann þann þorsk sem útlendingar höfðu áður veitt hér við land.  Útkoman var óðaverðbólga og alger lánsfjárskortur.  Verðtryggingin bætti úr lánsfjárskortinum, en hefði síðan átt að víkja og var raunar samið um það í þjóðarsáttarsamningunum á sínum tíma.

Peningamenninrnir föttuðu í millitíðinni hversu frábær verðtryggingin var fyrir þá og fengu þá félaga Davíð Oddson og Jón Baldvin til að hætta við.

Útkoman úr því í dag eru öll myntkörfulánin sem hafa tvöfaldast á tveimur árum og þau verðtryggðu sem hafa hækkað um fjórðung.

Sigurður Jón Hreinsson, 13.1.2010 kl. 22:57

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Halla. Ég er alveg sammála þér Halla Rut að ef samningnum hefði verið fylgt betur eftir hér heima og eftirlitið verið raunverulegt og virkt. Þá hefði skaðinn væntanlega verið mun minni og sennilega óverulegur miðað við raunveruleikann.

Varðandi yfirtökuna á Glitni mun Hagfræðideild Seðlabankans ekki hafa komið að því máli, þetta var einleikur Davíðs, samkvæmt bók ÓA.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2010 kl. 22:59

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður. Það kom að því hann vildi mig segir einhverstaðar. Verðtryggingin var og er mikill klafi, sega má að hún sé sá skattur sem við greiðum fyrir það að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Upphafið var náttúrlega sterka krafa um að gera eitthvað fyrir innistæðueigendur. Þá var mikið talað um að fólk hefði fengið húsin sín á vægu verði á kostnað innistæðueigenda. Verðbólgan var mæld í tugum prósenta og margir fóru í gjaldþrot og þar á meðal ég.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2010 kl. 23:06

11 Smámynd: Halla Rut

Hann er nú alls ekki að segja, Hólmfríður, að ekki eigi að upplýsa fortíðina heldur er hann að segja að við eigum ekki að velja um framhaldið eftir því hverjum þetta er að kenna. Ef sá sem kemur með bestu tillöguna til framfara eigum þið þá ekki að nota hana af því að sá hinn sami kom okkur í bobbann?

Halla Rut , 13.1.2010 kl. 23:42

12 Smámynd: Halla Rut

Ertu að segja að það hafi ekki verið rétt af Davíð að taka bankann? Átti Seðlabankinn að lána Glitni?

Halla Rut , 13.1.2010 kl. 23:45

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hafi ég misskilið málið, þá er bara að biðjast afsökunar, ekki málið. Ég er ekki að leggja neitt mat á það hvort rétt eða rangt hafi verið að taka bankann, heldur að það vekur furðu að hagfræðideildin hafi ekki verið með í þeirri aðgerð. Tryggvi Þór Herbertsson sem var sérstakur ráðgjafi GHH hætti stuttu síðar og var afar ósáttur við aðferðir, en það var ekki skýrt frekar.

Ég er ekki heldur að tala um að velja framtíð eftir því hverjum var um að kenna, heldur hvað er raunhæft og fært í stöðunni. Mér finnst mjög varasamt fyrir þjóðina að fella lögin. Rökin eru þau að okkar staða er mun þrengri til samninga en margir vilja vera láta og allar tafir á uppbyggingu hér eru mjög dýrar. Ég tel mig vera raunsæja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2010 kl. 23:55

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eftir því sem ég man, þegar menn hafa gagnrýnt það að Björgólfur Thór eigi stórann hlut í fyrirtæki, sem seint á síðasta ári, var samþykkt af ríkisstjórninni að veita skattalega fyrirgreiðslu - þá var því svarað af ríkisstjórninni, að sama væri hvaðan gott kemur.

Eins og Halla bendir á, ef Samfó liðar eru sáttir við viðkomandi nefna ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem ég nefni; þá á það væntanlega sama við um Icesave deiluna.

-------------------------

Þ.s. skiptir máli, er að taka réttar ákvarðanir, núna í framhaldinu.

Þ.e. ekki beinlínis svar við þessu, að benda stöðugt á, hverjir sköpuðu vandann, að dómi aðstandenda Samfó.

Nú, ef aðstandendum X-D og X-B, eru sjálfvirkt ómarktækir, vegna þess að þeir forystumenn, er stjórnuðu þeim flokkum áður fyrr, hafi gerst sekir um afglöp - er áttu stórann átt í að ofannefnt hrun átti sér stað; þá væntanlega ætti Samfylkingarfólk einnig að hafna fyrirtæki Björgólfi Thórs - ekki satt?

Þ.e. eitt af því erfiðasta sem fólk lendir í, að vera sjálfu sér samkvæmt. Stöðu rimma út í gegnum lífið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.1.2010 kl. 23:57

15 Smámynd: Halla Rut

Hólmfríður: Hvorki ríkið né seðlabankinn gat komið Glitni út úr þeirri stöðu sem hann var í. Það er komið í ljós og var þetta það eina rétta í stöðunni. Allt annað hefði gert út af við okkur enda hefðu aurarnir væntanlega horfið eins og peningar Landsbankans en það kom fram í fréttum í gær. Eins gott að við lánuðum ekki, eins gott. Landsbankinn vildi líka hjálp og eru þeir nú taldir vinir Davíðs en hann ásamt öllum öðrum sagði NEI. Sem betur fer.

Ef við fellum ekki lögin þá höfum við ekkert til að byggja upp. Það þarf peninga til þess. Um leið og við getum ekki borgað þá mæta Bretar og krefjast veða sinna sem er Ísland. Sjáðu þetta hér, þetta er byrjað.

Halla Rut , 14.1.2010 kl. 00:03

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Halla Rut. Varðandi yfirtöku Glitnis þá hef ég ekki sagt að hún hafi verið óþörf.  Það sem ég var að benda á var að það hefði verið eðlilegt að hagfræðideildin hefði komið að málinu og einnig að ráðgjafi ríkisstjórnarinnar taldi að mistök hefðu verið gerð við yfirtökuna. Útskýringar á því hver þau mistök voru hef ég ekki séð, en þær geta hafa verið birtar fyrir það. Það má gera hlutina á marga vegu og gagnrýnin snýst um að þarna hefi einn maður (samkvæmt bók ÓA) ráðið ferðinni og hann ekki með neina sérmenntun til að stjórna fjármálastofnun.

Einar, þú ert að benda á að hafna hefði þurft því að Verne Holding byggði Gagnaver á Suðurnesjum vegna þess að Björgólfur Thor er þar hluthafi. Það finnst mér ekki raunhæft þó vel komi til greina eins og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráherra hefur bent á, að fara fram á að Björgólfur selji eða afsali sér með öðrum hætti sínum hlut. Vil minna á að rannsókn á hruninu stendur yfir og vel getur verið að lagalegt tilefni gefist til að frysta eða yfirtaka þennan hlut.

Peninga og valdaklíkur Sjálfstæðis og Framsóknarflokks eru það sem við í stjórnarsinnar viljum brjóta upp. Þær teygja sig um allt samfélagið og hafa myndað afar sjúkt þjóðfélagsmunstur. Það er vegna tilvistar þeirra sem margar kolrangar ákvarðanir hafa verið teknar undanfarna áratugi. Og það voru einmitt hluti af þessum klíkum sem eignuðust  bankana. Þess vegna er okkur svo mikið í mun að hreinsa vel til í þjóðfélaginu, auka jöfnuð og velferð íbúanna.

Til þess að byggja upp á rústunum, verður að skoða fortíðina vel og gæta þess að gera ekki sömu mistökin aftur.

ICESAVE er ekki það stórmál sem látið er í veðri vaka. Það mun ekki setja þessa þjóð á höfuðið og það mun ekki hefta uppbyggingu að því marki sem talið er af hluta þjóðarinnar.

Að vera samkvæm sjálfri mér, já það tel ég mig vera. Læt þetta nægja í kvöld, en á morgun er nýr dagur með meiri skrifum,ekki veitir af.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

95 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband