12.1.2010 | 22:41
Hverjir eru kostirnir í ICESAVE stöðunni?
Vil varpa hér fram spurningu sem er að finna í bloggi Andra Geirs Arinbjarnasonar. Þessi bloggfærsla Andra Geirs er að mínu mati afar góð greining á stöðu þessu máls.
Hvort er líklegar að Icesave samningurinn fari með þjóðina á hausinn eða sú staðreynd að allt er hér í stoppi vegna rifrildis um málefni sem nemur um 2.5% af landsframleiðslu. Er virkilega skynsamlegt að setja hin 97.5% á ís mánuðum saman og fórna uppbyggingartækifærum og trausti okkar vegna Icesave?
Ég ætla nú að láta lesendum síðunnar minnar eftir að svara þessari spurningu Andra og verður fróðlegt og skemmtilegt að sjá þær niðurstöður. Ekkert skítkast takk, aðeins RÖK.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
249 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Hólmfríður; jafnan !
Mér sýnist; sem þessarri fyrirspurn sé fljótsvarað.
Slíta ber; ÖLLUM samskiptum Íslands, við Bretland og Holland, þó ekki væri, nema vegna þeirrar óbilgirni og frekju, sem þau hafa sýnt okkur; og reyndar, Bretar, allt aftur til Miðalda, í samskiptum ýmsum.
Megin markmið; þessarra landa er, svo sem ýmissa annarra, austur á Evrópu skaga er, að komast yfir náttúru auðlegð þá, sem við höfum yfir að ráða, þó,.... aldrei; myndi vera opinberlega viðurkennt, í Lundúnum eða Haag, svo sem.
Við þurfum; að stóerfla samskiptin, við hina fjarlægari heimshluta, sem yrði einungis til vaxtar og viðgangs, á báða vegu.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, norður yfir heiðar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:01
Þetta er einfaldlega kolvitlaus uppsetning hjá manninum.
Skv. Gylfa Magnússyni, miðað við 75% innheimtur, sem ríkisstjórnin kaus sjálf að miða við síðastliðið sumar, þá er þetta milli 4 - 6% af þjóðarframleiðslu.
Á hinn bóginn, er bandvitlaust að miða við þjóðarframleiðslu, þ.s. þetta er einfaldega ekki greitt með þjóðarframleiðsunni, heldur gjaldeyristekjum.
Ástæðan er sú, að um þessar mundir, er ekki mögulegt að greiða erlendi með tekjum í krónum - en, aðalorsök þess, eru sjálf gjaldeyrishöftin.
Þ.s. skiptir máli, er afgangur af gjaldeyristekjum - og því miður, er raunhalli á gjaldeyrisreikningi Íslands, og verður skv. skýrslu Hagstofu Íslands, út árið 2014.
----------------------------------------
Afleiðing þessa, er að ekki er peningur til fyrir þessum greiðslum, nema með því, að ganga á gjaldeyrisforðann.
Staðreyndin er sú, að Ísland er þ.s. kallað er "insolvent" - sem á Íslensku kallast gjaldþrota. En, þ.e. ástand sem markast af því, þegar kostnaður og gjöld þín af skuldum eru hærri en þær tekjur er þú hefur.
Ríkisstjórnin, vonast etftir að losna úr þessu ástandi, með eignasölu - þ.e. sölu eigna þrotabúa bankanna. Þá, lækkar kostnaður af erlendum skuldum, og ef nægilega góð verð, nær Ísland yfir tekjumúrinn, þannig að tekjur fara þá hugsanlega að duga fyrir vöxtum.
----------------------------------------
Vandinn er sá, að þetta ástand er ríkjandi í ár og var einnig í fyrra - en, þó var ekki kominn inn vaxtakostnaður fyrir Icesave né fyrir lánum frá Norðurlöndunum, og öðrum.
Þannig, að ef við við bætum þeim byrðum öllum við, þá óhjákvæmilega hækkar raunhallinn - og hættan er þá, að hratt gangi á þessi gjaldeyrissjóðslán, og Ísland verði að lokum þurrausið af gjaldeyri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.1.2010 kl. 23:36
Sælir piltar Takk fyrir svörin
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2010 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.