Við Íslendingar erum í herkví. Setjum JÁ við lögin á kjördag.

Þetta er sannleikur sem við er smám saman að renna upp fyrir þjóðinni og vonandi sem allra allra fyrst.

Mér dettur í hug saga um hóp Húnvetninga sem voru í herkví í klettaborginni Borgarvirki í Húnaþingi vestra. Umrædd klettaborg var hærri og lokaðri en nú er. Herflokkur sem saman stóð að mönnum sunnan heiða sat um Húnvetningana í Borgarvirki og hafði umsátrið staðið dögum saman. 

 Húnvetningarnir voru orðnir matarlitlir og þá tók foringi þeirra síðasta sláturkeppinn, henti honum út til Sunnanmanna með þeim orðum að nóg væri matar í virkinu og hvort ekki vantaði viðurværi þarna úti. Sunnanmenn keyptu plottið og fóru fljótlega. Þar með var þeirri herkví lokið.

Sláturskeppurinn sem forsetinn henti 5. jan og átti að ögra Hollendingum og Bretum lenti óvart framan í þjóðinni sem nú getur sjálfri sé um kennt og verður bara að éta það sem úti frýs. Eina leiðin er JÁ við lögum á kjördag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband