Hollendingar: Engar nýjar viðræður að svo stöddu.

 Hollendingar: Engar nýjar viðræður að svo stöddu.  Þannig hljóðar fyrirsögn á vísir.is. 

Í greininni segir svo:

Hollenska fjármálaráðuneytið er ekki í viðræðum við Íslendinga vegna Icesave skuldbindinga. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir talskonu ráðuneytisins. Reuters vitnar til orða Steingríms J. Sigfússonar um að hratt þurfi að ganga til verka ætli menn að semja upp á nýtt áður en fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.

Þetta er ekki einhver endemis bull/þvæla einhvers stjórnarsinna heldur er það talskona Hollenska fjármálaráðuneytisins sem er að svara fyrirspurn frá fréttastofu Reuters. Svona er veruleikinn okkar og við munum ekki þvinga neinn að samningaborðinu, þó draumórastjórnmál stjórnarandstöðunnar segi okkur allt annað. Ég held svei mér þá að þeir hinir sömu telji sig vera með Töfralampa Aladins í höndunum.

Það eina raunhæfa sem við getum gert ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur er að segja JÁ og samþykkja lögin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frumvarpið er enn í gildi þar til það verður fellt í þjóðaratkvæðum. Um hvað á að ræða ef svo er? Hva bjóstu við að heyra úr þessari átt?  Þetta er tekið skýrt fram í fréttinni. Þau bíða niðurstöðu þjóðaratkvæðanna. Fyrr er ekki hægt að bregðast við. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 19:40

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað ekki, kjáni get ég verið.

Þess vegna er svo mikilvægt að samþykkja lögin og klára málið.  SEGJUM JÁ - SAMÞYKKJUM LÖGIN

Og þó við fellum þá eru Hollendingar og Bretar pollrólegir, þeim liggur ekkert á. Við erum hins vegar að falla á tíma og það veit allt hugsandi fólk á Íslandi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband