Gífuryrði á netinu - þú er heimsk - fávís - með tómann haus - fremur landráð o. s.frv.

Nú um stundir er haldið uppi rakalausum áróðri gegn ríkisstjórninni og hennar fylgjendum sem einkennist mjög af smjörklípum sem innihelda fullyrðingar um heimsku - fávisku - tóma hausa - bull og þvætting og fjölmörg önnur lýsingarorð af sama toga. Svo eru auðvitað landráðin og margskonar önnur ærumeyðandi ummæli.

Þegar búið er að segja þetta nógu oft fer fólk að efast um eigin skynsemi og vitsmuni. Slík niðurbrjótandi ummæli eiga ekkert ekkert skylt við rökræna umræðu. Ég hef leitast við að haga skrifum mínum þannig að þau innihaldi rök í þeim málum sem fjallað er um hverju sinni, en laus við fullyrðingar um persónur og skitkast.

Ég hef tekið þá ákvörðun að færslur sem innihalda slíkar fullyrðingar um mig persónulega, mun ég fjarlægja hér af síðunni minni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er algerlega sjálfsagt Hólmfríður, fólk kemur ekki í heimsókn á skítugum skóm.

Kveðja

Finnur Bárðarson, 12.1.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir innlitið Finnur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 14:27

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er alls ekki sammála VG og Samfylkingarfólki um túlkun á ICESAVE. Hitt er annað mál að úthrópa fólk sem landráðafólk. Það er ljótt og óábyrgt. Ekki láta neitt á þig fá Fríða mín. Það er málfrelsi :) Kv. Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 18:20

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Guðmundur.  Ég er ekki að tala um fólk eins og þig sem kann sig. Ég er heldur ekki hörundsár fyrir mína hönd, síður en svo. Ég er bara að vekja á þessu athygli og láta aðra vita að það er allt í lagi að andmæla svona ókurteisi. Málfrelsi er sko allt annað og afskaplega gott mál. Kveðja í kotin þín Guðmundur :)

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband