11.1.2010 | 00:25
Er það lausnin varðandi ICESAVE að fá aðstoð frá ESB?
Er að hlusta á Silfrið og þar kom fram hjá Evu Joly að það gæti verið ráð hjá okkur Íslendingum að fá aðstoð hjá ESB til að finna lausn á málinu. Sé þessi leið fær, þá er auðvitað sjálfsagt að reyna hana. Það má segja að þetta sé skynsamlegasta tillaga að leið til lausnar málsins, sem fram hefur verið borin í málinu í öllu því orðaflóði sem nú stendur yfir. Eva Joly er líka afburða skynsöm kona og talar hreint út um hlutina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri réttast.
Ég held að við þurfum milligönguaðila.
Síðan reyndar, held ég að við þurfum ekki einungis lækkun á Icesave, heldur einnig öðrum skuldum - því svo alvarleg er greiðslustaða landsins að mínu mati, að við munum ekki hanga ofan moldu nema með mjög alvarlegum þjóðfélagsfónum.
Með t.d. 25% afslætti af öllum skuldum, gæti þetta verið mögulegt án þess að fórnirnar verði það harkalega, að jafnvel verði landið aldrei samt aftur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 01:59
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 02:41
Slíkt er mun gáfulegra úr því sem komið er en að fella lögin.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2010 kl. 03:14
Fella lögin - ég held að þessi lög verði að fara niður.
En, frekar að tala um, að skoða hvaða leikir eru í stöðinni, að því afloknu. En, ein leið er að endurtaka samninga lotuna, sem farið var í eftir að Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum.
Hin, væri hugsanlegt, hreint spil - þ.e. líta svo á, að engir samingar gildi, og semja þurfi alveg frá grunni.
Þetta þarf að skoða með varfærni.
Ég legg til, að við gerum einhvers konar skoðanakönnun, meðal þeirra sérfræðinga er unnu að texta þeirra reglugerða, þ.e. 19/94, 12/2000, og 47/2002.
Þessi Alain, vann að 12/2000. Hef ekki lesið hana enn, en hef kyntt mér hinar tvær.
Við þurfum að vita skoðanir helst sem flestra þeirra, að þessum reglugerðum.
Nýtum tímann í þetta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.