Lög er hægt að toga og teyja í allar áttir

Frétt á www.visir.is um Silfur Egils sem sent var út um hádegi, hefst á þeim orðum sem eru feit-og skáletruð með undirstrikun hér að neðan. Leturbreyting mín.

"Þingmaður Evrópuþingsins, og einn af höfundum tilskipunar um innstæðutrygginga sem var samþykkt árið 1994, Alain Lipietz, segir kerfið gallað og lagalegur grundvöllur Breta og Hollendinga sé veikur. Í sama streng tekur Michael Hudson, hagfræðingur frá Bandaríkjunum."

______________________________________________________________________

Í annarri frétt um þetta samam mál sem birtist í dag á sama vef undir fyrirsögninni;

FSA hætti við að loka Icesave vegna loforðs ríkisstjórnar Íslands,

er rætt við Björn Val Gíslason varaformann Fjárlaganefndar. Greinin hefst á þessum orðum: 

„Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde gaf út sumar 2008 að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis.

Þarna var Breska Fjármálaeftirleitið að því komið að loka útibúi Landsbankans í London af ótta við hrun. Hér kemur fram að loforð til Bretanna um endurgreiðslu er eldra en margur hefur vitað um.

Síðar í sömu grein berst talið að áliti Alain Lipietz, þar segir:

Að sögn Björns Vals er þetta gömul umræða og þetta hafi verið eitt af fyrstu atriðunum sem tekist var á um.

Þannig að ljóst er að búið er að skoða þennan möguleika til hlítar og er það vel. Að sögn Steingríms Sigfússonar í Kvöldfréttur sjónvarps, eru til nokkur lögfræðiálit um þetta atriði og eru þau á báða vegu.

Það var sem sagt ekki verið að finna upp hjólið í þessu máli eða einhver ný sannindi. Að mínu álit væri það líka afar skrítið eftir allar umræðurnar og samningaviðræður sem fram hafa farið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Að þú sért Húnvetningur í báðar ættir er með ólíkindum. Ég er nú bara hissa á því að þú sért Íslendingur yfirleitt en Húnvetningur setur mig í rogastans.

Halla Rut , 10.1.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Halla Rut. Það er nú svo að Húnvetningar geta haft sjálfstæðar skoðanir og eru raunar þekktir fyrir það. Það sem ég gerði með þessari færslu var að færa fréttir af visir.is hér yfir á moggabloggið. Ég er bara þannig gerðar að ég reyni ætíð að hugsa sjálfstætt og draga ályktanir á þeim forsendum sem ég sjálf tel sennilegastar. Ég er stolt af því að hafa skoðanir og það verður bara að hafa það þó allir séu ekki sammála mér. Það er bara skoðanalaust fólk sem leitast við að þóknast öllum. Ég ber fulla virðingu fyrir því að þú sért ekki sammála mér og ekkert við því að gera.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2010 kl. 00:13

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta var nú meira sett fram í gríni :)

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 14:14

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott mál og þá tek ég það sem slíkt. Það er bara svo mikið um að ljótir hlutir séu sagðir núna á netinu, því miður. Ég lokaði á einn bloggara í gær eftir að hafa gefið honum færi á að biðjast afsökunar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband