10.1.2010 | 17:57
Stormur hjá Sigurjóni í Sprengisandi í morgun.
Ég verð því miður að ræða þetta við Jón á öðrum nótum. Ég tek ekki þátt í svona umræðum um keypta sérhagsmunapotara," sagði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ en það sló í brýnu á milli hans og Jón Baldvins Hannibalssonar, fyrrum ráðherra, í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi sem blaðamaðurinn Sigurjón M. Egilsson sér um.
Þarna talaði Jón Baldvin tæpitungulaust um röksemdir LÍÚ gegn aðildinni að ESB, en þar á bæ er því hiklaust haldið fram að fiskimiðin kringum Ísland verði opnuð ríkjum ESB til veiða.
Jón Baldvin sagði hinsvegar alveg ljóst að Ísland héldi yfirráðum sínum yfir fiskveiðisvæðinu. Sameiginlega fiskveiðikerfið væri frekar hugsað fyrir þau Evrópulönd sem veiði á sömu miðum. Slíkt eigi ekki við Íslendinga.
Friðrik sagði að það skipti sköpum að Íslendingar færu sjálfir með samningaforræðið yfir deilistofnum en óttast að það verði ekki unnt um að halda því. Því myndi ráðherraráð ESB taka ákvarðanir um það fyrir hönd Íslendinga.
Þarna voru sjávarútvegsmálin til umræðu og ljóst að Friðrik J Arngrímsson er ekki vanur að fá sterk andmæli við sjónarmiðum LÍÚ í fjölmiðlum.
Jón Baldvin er auðvitað orðhákur mikill, en hann er líka mjög vel að sér um málefni ESB og er þar á heimavelli.
Ská og feitletrað með undirstrikun er úr grein ummálið á www.visir.is Leturbreyting mín.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.