Veikur málstaður?

Þarna koma fram athyglisverðar upplýsingar og það er sem betur fer mun meiri ástæða til að trúa þeim en mörgu öðru sem sagt hefur verið fram að þessu.

Það er af þeirri einföldu ástæðu að þarna er á ferðinni fólk sem virðist og ætti að gjörþekkja innviði reglna ESB.

Pöntuð lögfræðiálit geta orkað tvímælis, sérstaklega þegar þau skarast í mikilvægum þáttum.

Þetta fólk á ekki með neinum hætti að hafa neinna pólitýskra hagsmuina að gæta hér innan lands, sem gerir þau trúverðug.

Að sinni tek ég þessi álit þó ekki sem hinn eina sannleik í málinu, en athyglisvert innlegg eigi að síður.


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Þetta væru ágætar fréttir ef að þessi Kúgunar ríki sem hollendingar og bretar eru létu yfirleitt einhver lagaleg atriði flækjast fyrir sér og því sem þaug girnast

Kári (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

þættir sem vert er að hafa í huga.

  • Innistæður hafa þegar verið greiddar - þannig að málið snýst alls ekki um greiðslur innistæða, eins og margir presentera málið.
  • Ríkisstjórnir, Hollands og Bretlands, hafa þegar greitt sínu fólki, þannig að deilan snýst ekki lengur um þann þátt, heldur að hvaða marki okkur ber að greiða stjórnvöldum Hollands og Bretlands, til baka.
  • Ég er ekki sáttur við núverandi samning, vegna þess, að ég tel ekki skiptinguna vera réttláta, milli þess hvað við greiðum og þeir greiða. En, byrði hvers Íslendings er cirka 2,4 millur per haus, á meðan ef byrðum er deilt á 76 milljónir, samtals íbúa Hollands og Bretlands, þá fæst talan 10 þúsund per haus.
  • Það sem ég vil sjá, er samning skv. prinsippinu sameiginleg ábyrgð - þ.s. byrðum væri jafnað út, skv. þeirri viðurkenningu, að sbr. hollensk stjórnvöld gerðu mistök er þau heimiluðu Icesave að fara af stað sumarið 2008, og að bresk stjórnvöld gerðu mistök er þau heimiluðu Icesave að starfa eins lengi og það gerði - það voru nefnilega fullt af aðvörunum, ekki bara til ísl stjórnvalda, heldur einnig til stjórnvalda Hollands og Bretlands, ég tala ekki um þegar komið var fram á mitt sumar 2008, og Icesave í Hollandi var leyft að fara af stað.
  • Í greininni, sem þú vitnar í, er réttilega bent á lagatæknilega óvissu, sem sé til staðar. Hún ætti að vera okkur í hag, þegar við bendum á, að ábyrgðin á klúðrinu sé ekki öll okkar, heldur sameiginlega - og, að réttlátast sé að skipta byrðunum miklu jafnara.
  • Á Íslandi, voru allar innistæður tryggðar - á Bretlandi voru allar innistæður tryggðar - og í Hollandi voru allar innistæður tryggðar: þannig að engin mismunun fólst í því, að Ísland ákvað að tryggja allar innistæður á Íslandi, alveg eins og stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi ákváðu að gera í sínum löndum - EFTA dómstóll hefur þegar staðfest þetta, að sú aðgerð ísl. stjórnvalda fól ekki í sér mismunun. 
  • Bretar og Hollendinga hafa því enga lagatæknilegar forsendur, til að krefjast nokkurs umfram, 20þ. Evrur- þannig að fullyrðingar um annað, eru kolrangar.

-------------------------------------------------

Í strangasta skilningi, er þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um milliríkjasamning, þ.e. lagatæknilegum skilningi; heldur um hvaða íslenks lög gilda um ríkisábyrgð, á Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta, sem er eftir allt saman íslensk stofnun.

Við þurfum að hætta að æpa út og suður um málið, og koma okkur saman um það, að ná einfaldlega sanngjarnri niðurstöðu - sbr. prinsippið sameiginleg ábyrgð.

-----------------------------------------

Sjá Tilvitnun:

"Unjust for Iceland to take sole responsibility"

Í þessari grein, frá Lögfræðifyrirtækinu breska,  "Advocacy International" taka lögfræðingarnir Ann Pettifor og Jeremy Smith, mjög greinilega afstöðu með málsstað Íslendinga.

Sjá grein: Unjust for Iceland to take sole responsibility

"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to €12,000 (2,4 millj. kr) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about €50 (10 þús. kr) per capita."

"But anyone reading the financial press in 2007 and 2008 (as opposed to the academic reports commissioned by Iceland’s chamber of commerce) would have known that Iceland’s banks were far from risk-free. That was why British and Dutch depositors enjoyed good rates of return on their deposits."

"The British and Dutch governments have sound political reasons for protecting small savers lured into shark-infested financial waters. What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 15:21

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég þakka útskýringar þínar. Ég geri mér grein fyrir því að við erum að greiða/ semja við ríkissjóði Breta og Hollendinga, en ég tel eins og þú að margir rugli þessu tvennu saman. Séu lagatæknilegar forsendur fyrir sameiginlegri ábyrgð eins og þú talar um og ef til vill viðmælendur í Silfrinu líka (horfi á þáttinn í kvöld með ísl texta), mundi taka langann tíma að komast að slíkri niðurstöðu og er slíkt gerlegt án þess að fara með málið fyrir dómstóla.

Hafi slík dómsmeðferð ekki tafir í för með sér á uppbyggingu hér á landi og séu líkur á að Íslendingar nái betir niðurstöðu og í versta falli þeirri sömu og er í gildandi samning (sem forsetinn skrifaði ekki undir), þá er ég að sjálfsögðu ekki mótfallin slíku. Nú sem stendur er ég þó ekki komin með nægilega sterka samfæringu fyrir að sú leið sé fullfær.

Því miður er ensku kunnátta mín ekki nægileg til að geti lesið mér til gagns þær erlendu greinar sem þú vísar til, þakka samt fyrir tilvísanirnar.

Eins og ég sagði er ég ávalt til í rökræður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 15:44

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hólmfríður þú verður að bakka út úr þessari meðvirkni. Taktu mark á Ingibjörgu Sólrúnu. KP

Kristinn Pétursson, 10.1.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég get þarna, einna helst bent á álit Fitch Rating, að Ísland hafi fjármagn hið minnsta þangað til stórt lán fellur á gjalddaga, árið 2011.

Það gefur okkur þá svigrúm, til áramóta 2010 a.m.k.

Dómsmál, myndi þó taka lengri tíma en þetta, sennilega e-h ár.

En, ekki er hægt að útiloka að ný ríkisstjórn Bretlands, myndi taka að einhverju leiti aðra afstöðu.

Að mínu viti, þurfum við að passa okku á, að gefa aldrei í skyn, að við ætlum að hlaupa frá öllu saman, eða að við viljum það.

Þvert á móti, að við eigum að halda á lofti því, að þetta snúist um réttlæti, þ.e. að byrðarnar séu sanngjarnar.

Ef við pössum okkur í málflutningi, erum samkvæm sjálfum okkar, hljómum ábyrg - og einblínum með öðrum orðum á þann punkt, að við ætlum að borga þ.s. okkur ber, en einungis þ.s. okkur ber - þá er ég ekki óskaplega svartsýnn.

Hafa ber í huga, mjög erfiða skuldastöðu okkar, almennt - það að við eigum mjög erfitt með að greiða mikið ofan á þær skuldir sem eru fyrir - það ætti að hjálpa til að fá samúð.

---------------------------------

Auðvitað er ekkert gulltryggt í þessu.

Allar leiði, eru áhættusamar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 16:04

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Einar takk fyrir upplýsingarnar

Kristinn, þakka ráðleggingar en tel mig ekki þurfa að fara eftir þeim frekar en ég tel rétt. Ert þú ekki pinu meðvirkur með Hrun-flokkunu fyrir utan fiskveiðistjórnunar málið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband