10.1.2010 | 14:29
Veikur málstaður?
Þarna koma fram athyglisverðar upplýsingar og það er sem betur fer mun meiri ástæða til að trúa þeim en mörgu öðru sem sagt hefur verið fram að þessu.
Það er af þeirri einföldu ástæðu að þarna er á ferðinni fólk sem virðist og ætti að gjörþekkja innviði reglna ESB.
Pöntuð lögfræðiálit geta orkað tvímælis, sérstaklega þegar þau skarast í mikilvægum þáttum.
Þetta fólk á ekki með neinum hætti að hafa neinna pólitýskra hagsmuina að gæta hér innan lands, sem gerir þau trúverðug.
Að sinni tek ég þessi álit þó ekki sem hinn eina sannleik í málinu, en athyglisvert innlegg eigi að síður.
Lipietz: Veikur málstaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Þetta væru ágætar fréttir ef að þessi Kúgunar ríki sem hollendingar og bretar eru létu yfirleitt einhver lagaleg atriði flækjast fyrir sér og því sem þaug girnast
Kári (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:09
þættir sem vert er að hafa í huga.
-------------------------------------------------
Í strangasta skilningi, er þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um milliríkjasamning, þ.e. lagatæknilegum skilningi; heldur um hvaða íslenks lög gilda um ríkisábyrgð, á Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta, sem er eftir allt saman íslensk stofnun.
Við þurfum að hætta að æpa út og suður um málið, og koma okkur saman um það, að ná einfaldlega sanngjarnri niðurstöðu - sbr. prinsippið sameiginleg ábyrgð.
-----------------------------------------
Sjá Tilvitnun:
"Unjust for Iceland to take sole responsibility"
Í þessari grein, frá Lögfræðifyrirtækinu breska, "Advocacy International" taka lögfræðingarnir Ann Pettifor og Jeremy Smith, mjög greinilega afstöðu með málsstað Íslendinga.
Sjá grein: Unjust for Iceland to take sole responsibility
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 15:21
Ég þakka útskýringar þínar. Ég geri mér grein fyrir því að við erum að greiða/ semja við ríkissjóði Breta og Hollendinga, en ég tel eins og þú að margir rugli þessu tvennu saman. Séu lagatæknilegar forsendur fyrir sameiginlegri ábyrgð eins og þú talar um og ef til vill viðmælendur í Silfrinu líka (horfi á þáttinn í kvöld með ísl texta), mundi taka langann tíma að komast að slíkri niðurstöðu og er slíkt gerlegt án þess að fara með málið fyrir dómstóla.
Hafi slík dómsmeðferð ekki tafir í för með sér á uppbyggingu hér á landi og séu líkur á að Íslendingar nái betir niðurstöðu og í versta falli þeirri sömu og er í gildandi samning (sem forsetinn skrifaði ekki undir), þá er ég að sjálfsögðu ekki mótfallin slíku. Nú sem stendur er ég þó ekki komin með nægilega sterka samfæringu fyrir að sú leið sé fullfær.
Því miður er ensku kunnátta mín ekki nægileg til að geti lesið mér til gagns þær erlendu greinar sem þú vísar til, þakka samt fyrir tilvísanirnar.
Eins og ég sagði er ég ávalt til í rökræður.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 15:44
Hólmfríður þú verður að bakka út úr þessari meðvirkni. Taktu mark á Ingibjörgu Sólrúnu. KP
Kristinn Pétursson, 10.1.2010 kl. 15:45
Ég get þarna, einna helst bent á álit Fitch Rating, að Ísland hafi fjármagn hið minnsta þangað til stórt lán fellur á gjalddaga, árið 2011.
Það gefur okkur þá svigrúm, til áramóta 2010 a.m.k.
Dómsmál, myndi þó taka lengri tíma en þetta, sennilega e-h ár.
En, ekki er hægt að útiloka að ný ríkisstjórn Bretlands, myndi taka að einhverju leiti aðra afstöðu.
Að mínu viti, þurfum við að passa okku á, að gefa aldrei í skyn, að við ætlum að hlaupa frá öllu saman, eða að við viljum það.
Þvert á móti, að við eigum að halda á lofti því, að þetta snúist um réttlæti, þ.e. að byrðarnar séu sanngjarnar.
Ef við pössum okkur í málflutningi, erum samkvæm sjálfum okkar, hljómum ábyrg - og einblínum með öðrum orðum á þann punkt, að við ætlum að borga þ.s. okkur ber, en einungis þ.s. okkur ber - þá er ég ekki óskaplega svartsýnn.
Hafa ber í huga, mjög erfiða skuldastöðu okkar, almennt - það að við eigum mjög erfitt með að greiða mikið ofan á þær skuldir sem eru fyrir - það ætti að hjálpa til að fá samúð.
---------------------------------
Auðvitað er ekkert gulltryggt í þessu.
Allar leiði, eru áhættusamar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 16:04
Einar takk fyrir upplýsingarnar
Kristinn, þakka ráðleggingar en tel mig ekki þurfa að fara eftir þeim frekar en ég tel rétt. Ert þú ekki pinu meðvirkur með Hrun-flokkunu fyrir utan fiskveiðistjórnunar málið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.