10.1.2010 | 14:05
Bókin, Sofandi að feigðarósi.
Ég er nýbúin að lesa bókina Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarsson þar sem lýst er aðdraganda hrunsins.
Það er alveg rétt eins og ég hef margoft verið minnt á að Samfylkingin var við völd síðustu mánuðina fyrir hrunið og hef ég aldrei dregið neina fjöður yfir það, bara svo það sé á hreinu.
Í þessari bók er farið yfir einkavæðingu bankanna (tek það fram að ég er ekki andvíg einkavæðingu) og þeim vinnubrögðum lýst sem byrjað var að vinna eftir. Voru þau eins vönduð og kostur var. Á síðustu metrunum var allri undirbúningsvinnu ýtt út af borðinu og Landsbankinn seldur Björgólfsfeðgum. Þá ákvörðun tók Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og nú vildi Framsókn fá sinn hlut af kökunni og S hópurinn fékk Búnaðarbankann.
Krónan er sett á flot 2001 og enn er það Davíð sem ræður för. Hávaxtastefnan sem leiddi til þess að fólk og fyrirtæki tóku erlend lán í stórum stíl. Slakt eftirlit stofnana og tregða til að heimila fyrirtækjum að gera upp í erlendri mynt. Allt þetta var gert samkvæmt fyrirmælum og vilja Davíðs Oddssonar. Hann var síðan arkitektinn að þeim aðgerðum sem fóru fram þegar bankarnir féllu og aðalhagræðingu Seðlabankans heyrði um það í fjölmiðlum að ríkið væri búið að yfirtaka Glitni.
Óstjórn, valda og peningaklíkur sem myndast hafa hér á landi í gegnum árin er allt á ábyrgð og fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeirra ábyrgð á hruninu er því mikil en langmestu ábyrgðina ber Davíð Oddsson. Hann er arkitektinn og útrásarvíkingarnir léku lausum hala með hans vitund og vilja.
Í bókarlok dregur höfundur saman megin inntak bókarinnar og þar eru eftirfarandi setningar afar athyglisverðar. Feitletrun er mín.
Þar segir á bls 210:
Eftir sem áður er þó ljóst að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði tögl og hagldir undanfarna áratugi og varðaði veginn - Davíð og síðan Geir leiddu okkur í foraðið og hinir fylgdi þegjandi með.
Hin síðari ár var Davíð Oddsson stærsta efnahagsvandamál Íslands og hann sat í skjóli Geirs H Haarde.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.