10.1.2010 | 13:38
Aðdragandinn að ICESAVE skuldinni
Það er nauðsynlegt að líta aðeins aftar og skoða hver/hverjir voru arkitekt/ar hrunsins.
- Það mun vera maður að nafni Davíð Oddsson.
- Hann starfaði sem Seðlabankastjóri í skjóli Geirs H Haarde forsætisráðherra sem er hagfræðimenntaður.
- Hann fyrirskipaði hver peningastefna ætti að vera.
- Hann réði því hvert eftirlitið eða öllu heldur eftirlitsleysið ætti að vera.
- Hann stóð gegn því að fyrirtæki fengju að gera upp í erlendri mynt.
- Hann torveldaði Landsbankamönnum að gera bankann sinn í London að dótturfyrirtæki, en ekki útibúi.
- Á síðustu dögum Landsbankans (sáluga) gerði Björólfur Thor úrslitatilraun til að gera þessa breytingu, sem ekki tókst (trúlega orðið of seint).
- Það allt er miklu stærra mál en hvort einhver skrifaði undir eða ekki.
Davíð kasta "Kastljóssprengunni" sem orsakaði virkni Hryðjuverkalaga gagnvart okkur. Kostnaður vegna "stjórnar" Davíðs á Seðlabankanum er svo miklu miklu meiri en ICESAVE skuldin verður þegar upp er staðið.
Sjálfstæðismenn eru að nota ICESAVE samninginn við Breta og Hollending til að Seðlabankasukkið sé ekki rætt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2010 kl. 09:43 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.