7.1.2010 | 23:50
Litli hundurinn minn og krulli í Móunum
Ég á lítinn hund af Mexíkönsku kyni sem heldur stundum að hann sé ljón. Þegar á reynir er hann bara með lítið hjarta sem passar vel í smávaxinn búkinn. Þetta gæti allt eins verið lýsing á stjórnarandstöðunni sem geltir hátt í sölum Alþingis en skelfur nú eins og hrísla, þegar út á völlinn er komið.
Davíð hreinsar til í móunum "sínum" og segir varaformanni Blaðamannafélagsins upp störfum. Heldur greinilega enn að allir skjálfi á beinunum þegar hann geltir, eins og litli hundurinn minn. Ef peningahirðin hans Davíðs mundi yfirgefa hann, þá mundi hann líklega skjálfa eins og kollegar hans í stjórnarandstöðunni og litli hundurinn minn gera þegar á hólminn er komið.
Hæfni í starfi hefur ekki verið eitt af skilyrðum til að fá vinnu hjá Davíð. Þar er það hlýðni og svo auðvitað "rétt" flokksskýrteini.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er það, ertu ekki orðin aðeins sáttari við Joli og forsetann okkar?
Sigurjón Þórðarson, 8.1.2010 kl. 00:02
Sæl. Hólmfríður þykir leitt að hann hljóð af heiman þegar hann komst af því hvaða stjórnmálalega skoðanir þínar eru kom svo aftur þegar hann fattaði að það er hugur sem fylgir máli ekki búk stærð eftir að Davíð klappaði honum hundar sætta sig við allt þegar þeir vita að hjarta þeir tilheyrir ekki Samfylkingunni..
Kv. SigurjóRauða Ljónið, 8.1.2010 kl. 00:42
Sigurjón - ég hef verið og er sátt við Evu Joly. Skoðanir mínar á Ólafi Ragnari eru þær sömu og þær hafa verið síðan hann ákvað að skrifa ekki undir ICESAVE lögin.
Rauða ljónið er bara í móunum
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2010 kl. 01:41
Þakka þennan frábæra pistil.
Þú lýsir vel þessu hrunliði.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 16:35
Ég hélt eitt augnablik að þú værir að blogga um annað en pólitík núna Hólmfríður.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:26
Sæll Sveinn og takk fyrir hrósið - Sæl Jónína lífið er allt ein pólitík hvort það er litli hundurinn minn eða Móakrulli.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2010 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.