7.1.2010 | 18:14
Hamhleypur í ríkissjórn Íslands
Það er ljóst af atburðum síðustu tveggja sólarhringa að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru miklar hamhleypur til verka. Fréttir eru af miklum árangri einstaka ráðherra í því gríðarlega slökkvistarfi sem fór í gang eftir sprengjuárásina frá Bessastöðum. Þar hefur tíma ekki verið eitt í óþarfa orðaleiki, heldur gengið fumlaust til starfa um leið og höggið kom.
Hlustaði á upphaf blaðamannafundarins frá Bessastöðum áðan. Fundurinn gekk út á allskyns orðaleiki og túlkanir forsetans til að freista þess að fegra hans hlið á málinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl. Ólafur Ragnar Grímsson Útvörður Íslands sverð þess og sómi er búin að afreka meira á 2 dögum heldur ríkistjórnin á tæpu ári.
Rauða Ljónið, 7.1.2010 kl. 18:26
Fólk sem kýs og styður Samfylkingunna er það gáfaðsta og besta á öllu Íslandi. Það kann ekki að ljúga eða blekkja né heldur stela. Allar gjörðir þess eru fyrir hagsmuni heildarinnar. Þetta fólk er að vinna óeigingjarnt starf til að bjarga Íslandi frá þjóðinni sjálfri. Í dag stendur deilan um það hvort sjálfur forsetinn hafi leyfi til að hafna þessum lögum. Sitt sýnist hverjum en flestir eru þó á því að hann hafi fullt leyfi til þess. En rök gáfaða og réttsýna fólksins í Samfó er að ákvörðun Óla sé ólýðræðisleg og benda á Kaliforníu sem einhvert hámark vitleysunnar sem hlýst af þjóðaratkvæðagreiðslum. Ef valið stendur á milli einræðis í anda Davíðs Oddssonar og Samfylkingarinnar eða þjóðaratkvæðagreiðslu, vel ég lýðræði og atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar.
Björn Heiðdal, 7.1.2010 kl. 21:15
Þau lög sem Ólafur Ragnar kaus að skrifa ekki undir, innihalda breytingar við gildandi lög um milliríkjasamning. Þau eru að mínu mati og margra annarra ekki tæk slíka atkvæðagreiðslu þar sem málið er allt afar flókið og tæplega hægt að ætlast til þess að almenningur hafi tök á að kynna sér það til hlítar. Ólafur Ragnar er ekki með þessari ákvörðum að auka lýðræði á Íslandi með þessari aðgerð.
Deilan stendur um skynsemi þessarar ákvörðunar, en ekki hvort hún hafi verið heimil. Forsetinn hefur svo sannarlega fulla heimild samkvæmt stjórnarskránni til að skrifa ekki undir.
Ríkisstjórnin er að byggja hér upp hrunið samfélag og það er því með ólíkindum að forsetinn hafi valið að tefja það starf. Ég skal ekki fullyrða að við sem kýs og styður Samfylkinguna sé það gáfaðasta og besta á öllu Íslandi, en það er alveg örugglega það skynsamasta og réttsýnasta á Íslandi.
Sverð og sómi segir þú Rauða ljón. Ólafur veifaði vissulega sínu sverði en um sómann efast ég ákaflega mikið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2010 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.