Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.10.2010 | 01:19
Lánið mitt var að lækka !!
22.10.2010 | 23:33
Sálarlíf þess sem svindlar - sálarlíf í skuldafeni
Ekki dreg ég í efa að það er erfitt fyrir mann í stöðu Baldurs Guðlaugssonar að vera stefnt fyrir dóm vegna fjársvika. Það hlýtur að valda reiði og ótta þegar skjaldborg klíkunnar er að gliðna og farið er að grafa í gjörspilltu einkavinakerfi sem dafnað hefur í friði um áratugaskeið. Hann er bara sá fyrsti sem kemur fyrir dóm, en það munu vera fleiri á leiðinni.
Ég hef þó meiri samúð með því fólki sem berst fyrir sinni tilveru frá degi til dags vegna fjárskorts í okkar fjársterka samfélagi. Þar er angist og kvíði hið daglega brauð. Beðið hefur verið mánuðum saman eftir úrlausnum og slíkt reynir margfalt meira á en þó einhverft kusk falli á hvítflibbann hjá innherjanum.
Skuldavandi almennings í landinu og hin sára fátækt sem hér fer vaxandi, er orðin að þjóðarskömm og þar berum við öll ábyrgð. Þó er ábyrgð þeirra sem ráða yfir gullkistum samfélagins langtum mest og þeirra er líka skömmin. Þar skiptir ekki máli í hvaða flokki menn eru, hvaða samtökum þeir stýra eða hvaða peningastofnun menn tilheyra.
22.10.2010 | 22:36
Miskunnarleysi gagnvart skuldurum
Ég upplifi mikla sorg í mínu hjarta vegna þess miskunnarleysis sem virðist vera ríkjandi í samfélaginu gagnvart skuldurum. Öll fjármálafyrirtæki (líka Lífeyrissjóðirnir) þurfa á lántakendum að halda til að ávaxta sitt fé.
Kúabóndinn fóðra kýrnar sínar vel og skynsamlega og stillir mjaltavélina svo hún gangi ekki nærri júgrum kúnna. Lántakendur hafa margir hverjir verið settir á lélegan ofbeyttann úthaga og síðan er mjaltavélin stillt á ofursog. Það mundi góður bóndi ekki gera
Árangurinn er að lántakendur lifa ekki af fjárhagslega og það hlýtur að vera skaði fyrir fjármálafyrirtækin (líka Lífeyrissjóðina). Græðgin er orðin svo yfirþyrmandi og skíturinn svo mikill.
21.10.2010 | 01:08
Sólskinsdrengurinn - mynd Friðriks Þórs - fær Heiðurverðlaun.
Þarna hefur Friðrik Þór unnið stórkostlegt afrek fyrir alla þá sem eru haldnir einhverfu og aðstandendur þeirra. Ég á lítinn frænda sem er einhverfur og skiljanlega þekki ég hann mjög lítið vegna einangrunar hans. Móðir hans segir mér að mynd Friðriks Þórs sé að orsaka breytingar á meðhöndlun drengsins með jákvæðum árangri. Þegar ég heyri eða sé orðið "Sólskynsdrengur" hugsa ég alltaf um þennan litla frænda minn og óska honum allrar blessunar.
"Gagnrýnendur, á borð við Variety og Moving pictures, sögðust hafa upplifað myndina líkt og þeir hefðu orðið vitni að kraftaverki." segir í frétt um veitingu verðlaunanna.
19.10.2010 | 15:01
Ekki er öll vitleysan eins
Nokkrum lýtt reyndum þingmönnum, ásamt 2 hægri jöxlum frá íhaldinu, hugkvæmdist það að láta kjósa um ESB samhliða kjöri á Stjórnlagaþing. Hugmyndin er bæði fáránleg og brosleg
19.10.2010 | 07:18
Nær allir ráðherrar VG hafna IPA styrkjum frá ESB.
Styrkirnir standa umsóknarríkjum sambandsins til boða og eru fyrst og fremst ætlaðir til að búa stjórnsýslu þeirra undir aðild að því.
Í þeim mikla niðurskurði sem nú stendur yfir, er það að mínu álit skylda ALLRA ráherra ríkisstjórnarinnar að taka við þeim styrkum sem bjóðast til að aðlaga stjórnsýsluna.
Bætt stjórnsýsla kemur okkur öllum til góða og nýtist jafn hvort sem aðild verður samþykkt eða ekki. Persónulegar skoðanir ráðherranna þessu máli ekkert við.
Umsóknarferlið er staðreynd og til að það sé virkt á öllum stöðum eru þessir breytingar á stjórnkerfinu nauðsynlegar.
Þessar fréttir koma mér ekki á óvart og eru afskaplega raunalegar. Það sama hvert litið er, afleiðingar Hrunsins og þess forsendubrests sem fólk hefur orðið fyrir, eru til staðar við hvert fótmál.
Almenn niðurfelling skulda heimilanna og samningar við AGS um langra aðlögunarferli eins og Eva Joly benti á í Silfrinu á sunnudaginn, eru bráðnauðsynlegar aðgerðir sem ríkisstjórnin verður að ganga í sem allra fyrst. Okkur er óhætt að hlusta á þá konu og fara að hennar ráðum
18.10.2010 | 02:39
ICESAVE samningum vonandi að ljúka
Ég vonast til þess að þetta skýrist mjög fljótt," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður hvenær von sé á niðurstöðu í Icesave-viðræðunum við Breta og Hollendinga.
Það er vissulega kominn tími á að samningagerð vegna ICESAVE ljúki. Tímabært er sömuleiðis að Alþingi afgreiði þetta erfiða mál frá sér og að Bessastaðabóndinn riti sitt virðulega nafn á skjalið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.10.2010 | 01:50
Takk Eva Joly
Var að horfa á Evu Joly í Silfrinu og mikið er þessi kona búin að gera mikið gott fyrir okkur Íslendinga. Viðhorf hennar til jafnræðis í samfélögum er einstaklega heilbrigt og sanngjarnt. Hún gaf okkur líka trausta mynd að starfsemi Sérstaks saksóknara og hvers það embætti er megnugt.
Þolinmæði og meiri þolinmæði er nauðsynleg, en við munum sjá árangur af starfi þess embættis. Hún talaði um að rétt væri að við tækjum okkur lengri tíma til að koma okkar efnahag á réttan kjöl og seinka því að vera hér með halla laus fjárlög. Nú er stefnt á slíkt 2013. Slíkt mundi veita okkur svigrúm til að koma heimilunum til raunverulegrar bjargar.
Hún mælir með aðild okkar að ESB og rökstyður það vel. Fagna því að nú getur hún talað opið um Magma málið efir að hún lét af starfi sínum með Sérstökum Saksóknara. Þar hefur hún góða innsýn og sterkar skoðanir. Vænti ég mikils af henni það við að aðstoða okkur að losna undan þeim óheillasamningi.
17.10.2010 | 19:48
Afneitun peningaaflanna
Afneitun er rétta orðið yfir viðhorf banka og lífeyrissjóða. Munurinn á ástandinu núna og á 9. áratugnum er sá að nú hefur fólk kjark til að mótmæla óréttlætinu.
Það flytja líka margir af landi brott til að forða sér og afkomaendum sýnum frá skuldaþrælkun komandi ára eins og fjármálakerfið vill svo gjarnan fjötra þaðan í. Og þeim mun fjölga jafnt og þétt ef ekki verður algjör viðsnúningur í meðferð á fjölskyldum í landinu.
Um bloggið
175 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar