Lausnapakkinn

Hef eins og aðrir hlustað á frambjóðendur og heyrt ýmsar tillögur vegna peningavanda heimila og fyrirtækja. Ég held að gera mætti góðan lausnapakka úr þessu öllu. Byrjum á tillögunni með að færa vísitöluna aftur til 01.01.08.

Þar mætti leita samkomulags við fjármálastofnanir um að koma til móts við skuldara og skipta hækkunum á milli aðila, næst að semja við fjármálastofnanir um að lækka afborganir um allt að 50% í  X tíma og ef það dugar ekki einstökum aðilum að afskrifa hluta skulda. Fjármálaráðgjöf  og greiðsluaðlögun væri svo fyrir þá verst settu.

Sótt verði um aðild að ESB strax í sumar og þegar hægt væri síðan að tengja krónuna við evruna þá munu forsendur skuldar breytast það mikið að aðgerðarpakkinn mundi fjara út nokkuð hratt eftir það. Allar tillögurnar og hugmyndirnar gæti því orðið að einum aðgerðarpakka fyrir þjóðina. Það væri bara nokkuð góður sumargrautur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Hólmfríður mín.

Þá er dagurinn okkar allra runninn upp. Kjördagur. Þetta er fallegur og mildur dagur hérna á Suð Vestur horninu og vona ég að hann sé það einnig hjá ykkur fyrir norðan.

Bara muna að fara róleg í kjörklefann og kjósa eftir bestu sannfræingu.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott veður hér fyrir norðan og allir vegir færir, samfæringin er á sínum stað og konan farin að róast með aldrinum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.4.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Hugs Glitter Graphic - 2

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hólmfríður! þú ert Framsóknarkona

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 25.4.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

234 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110261

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband