Aukalandsfundur Sjálfstæðismanna

Sjálfstæðismenn fá með aukalandsfundi tækifæri til að hefja sitt uppgjör sem ætla má að sé nokkuð viðamikið. Það fer auðvitað eftir því hve langt skal ganga og hve augu flokksmanna eru opin fyrir þeim brestum sem hljóta að hrjá þennan hóp.


mbl.is Boða til aukalandsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hefja sitt uppgjör - hvar hefur þú verið?

Svo er það á hreinu að uppgjör verður ekki unnið á forsendum múgsefjunar andstæðinga flokksins - það er á hreinu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.4.2010 kl. 16:27

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ólafur góður  annars held ég að þetta sé ekki illa meint hjá Hólmfríði

tel að við flest gerum okkur betur og betur ljóst að vinna þarf saman mun meira en gert hefur verið mun meira - svo er það hitt hvort það sé hægt

Jón Snæbjörnsson, 19.4.2010 kl. 16:40

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þeir ættu að byrja fundinn á því að horfa á síðasta Spaugstofuþátt. 

Þórir Kjartansson, 19.4.2010 kl. 16:48

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hvenær ætlar Samfylkingin að fara í sína hreinsun Fríða.? Er kannski allt í lagi á þeim bæ.?

Ragnar Gunnlaugsson, 19.4.2010 kl. 16:57

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ó Fríða frækna, tárast í taumum? Nei.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2010 kl. 23:19

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ólafur Ingi. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er stóri gerandinn í aðdraganda hrunsins, þá er ljóst að uppgjör á þeim bæ er nokkuð stórt og tímafrekt. Það er heldur ekki allt komið upp á yfirborðið með viðurkenndum hætti, það sem enn á eftir að rannsaka tímabil einkavæðingarinnar. Þar eru örugglega mörg atriði sem verður að skoða vel og fara í virkilega naflaskoðun á vinnubrögðum þess tíma, svo hægt verði að varast þannig vinnubrögð.

Þú talar um múgsefjun andstæðinga flokksins, hvað átt þú við með því?

Jón Snæbjörnsson. Auðvitað er mikil nauðsyn á samvinnu og ég er nokkuð sannfærð um að hún mun komast á með einum eða öðrum hætti í náinni framtíð. Þegar mesti útblásturinn eftir birtingu Skýrslunnar er liðinn hjá og við förum að sjá þær breytingar sem Skýrslan gerir ráð fyrir í stjórnkerfinu. Árangur af starfi Sérstaks Saksóknara mun verða sýnilegur á þessu ári, einnig reynir hvernig það fólk sem tilgreint er að hafi brotið af sér, muni taka á tilmælum Evu Joly að gefa sig fram og aðstoða enn frekar við rannsóknina.

Sæl Ragnar. Þú talar um hreinsun Samfylkingarinnar og hana er hægt að túlka með tvennum hætti. Annars vegar er sú hreinsun sem Ríkisstjórnin undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir hóf í byrjun febrúar 2009 með því að skipta út stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Sú hreinsun hefur staðið síðan og er langt frá því lokið. Það á við allt stjórnkerfið, stofnanabáknið, regluverkið svo ekki sé minnst á sjávarútveginn. Ef þú ert að meina hreinsun innan flokksins, þá var það þingflokksformaður flokksins sem fyrstur sagði af sér því embætti og vék af þingi. Formaður flokksins gerði grein fyrir sínum mistökum á Flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar nú á laugardaginn og búið er að skipa nefnd um þessi mál hjá flokknum. Það verður farið vandlega yfir allt sem úrskeiðis fór og ekkert skilið undan.

Svo er það Helga sem kallar mig frænku. Hvað hún meinar með sínu táratali veit ég ekki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.4.2010 kl. 00:18

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei vinan fræknu,það kemur vegna frækilegs úthalds í athuga semdardálkum,hjá Magnúsi. Þar höfum við mæzt oft þar sem við höfum ekki verið sammála og erum ekki enn.  Já társt .......  vitna í pistilinn þinn  Hve augu manna eru opin,osfrv.  Nokkuð ýkt dæmi um eftirsjá,ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum,en held ég hafi verið greind sem hægri,svona aðeins lengra en miðbaugur er.   Bíð þér góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2010 kl. 00:48

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já ef þú telur það hreinsun að skipta út pólitískum andstæðingum fyrir pólitíska samherja þá gengur það nokkuð vel hjá núverandi stjórn,það er kannski það eina sem gengur vel hjá nú verandi stjórn, en að það komi þjóðinni að nokkru gagni það er aukaatriði.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.4.2010 kl. 10:45

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Helga. Þú meinar Fríða hin frækna, já bara nokkuð góð nafngift hjá þér.

Að vera frækin í að koma sínum sjónarmiðum, meiningum og skoðunum á framfæri er hrós í mínum huga.

Mér finnst í raun ekki skipta máli hvar fólk er í hinu pólitíska litrófi nú um stundir, heldur hitt að búið er að upplýsa okkur ÖLL um þær stóru og miklu flækjur sem stjórnmálaflokkar á Íslandi eru fastir í gagnvart atvinnulífinu og eignarhaldi á því.

Þar skera Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sig úr þar sem þeir eru miklu mun eldri en hinir flokkarnir. Hafi líka setið í ríkisstjórnum þessa lands um áratuga skeið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.4.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 110258

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband