Spennandi tímar !!!

Það eru virkilega spennandi tímar á Íslandi í dag fyrir okkur félagshyggjufólk. Við erum komin til valda og höfum í höndunum samfélag sem nýlega hefur hrunið og þarf að byggja upp að nýju. Samfélag sem stendur sem betur fer á góðum grunni og hefur á að skipa vel menntuðum þegnum sem eru mjög vel undirbúnir fyrir svona breytingar. Þetta tækifæri er einstakt og það er líka þegar komið í ljós að fólkið sem við stjórnvölinn er vel þjálfað og hefur viðsýnar og háleitar hugmyndir. Allt áhugafólk um stjórnmál hefur einstakt tækifæri til að taka þátt með einum eða  öðrum hætti. Netið gerir samskiptin svo auðveld að ræða sem haldin er í Reykjavík eftir hádegi, er komin á netið síðdegis og hægt að blogg um hana eftir kvöldmat. Ég hlakka til morgundagsins vegna þess að þá fæ ég meira á spennandi fréttum til að díla við og skrifa um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Titill færslunnar og upphafsorð:

Mikið er ég þér sammála um það allt. Hinsvegar þá finnst mér það grátlegt hversu mikill klaufaskapur hefur ltið dagsins ljós og mörg asnaspörk og sjálfsmörk hafa orðið staðreynd.

Hér var komið tækifæri til að skapa breytt samfélag þar sem nýjum hugsjónum manngildis yrði ýtt fram í forgangi og þau vandamál efnahags sem leysa þurfti yrðu leyst á forsendum fólksins en ekki á gömlum og úreltum gildum banka og fésýslu. Okkur vantar ekki samfélag þar sem allir eru áberandi efnaðir með dýr hús og fjallajeppa. Okkur vantar samfélag þar sem börn koma hlaupandi heim til sín á kvöldin, þreytt og jafnvel skítug og kalla: "  Mamma, hvað er í matinn, ég er svangur/svöng". Samfélag þar sem fjölskyldan hefur tíma til að vera fjölskylda; samfélag þar sem mamma hefur tíma til að vera mamma og pabbi kemur þreyttur heim og tekur utan um hópinn sinn og segist elska allt liðið.

Við þurfum ekki samfélag þar sem börnin tala um nýjustu konuna hans pabba eða nýjasta karlinn hennar mömmu og húsið sem þau eiga á Florida og snekkjuna sem þau ætli að kaupa.

Og við þurfum helst ekki að stefna að fleiri skólasálfræðingum, geðlæknum fyrir börn og greiningar á hegðunarvandamálum.

Okkur vantar ekki penthouse íbúðir fyrir aldraða þar sem er nudd, sauna og snyrtistofur. Íbúðir þar sem íburðurinn kostar 300 þúsund krónur á mánuði en starfsfólkið talar mál innfæddra á eyjum Indlandshafs.

Við þurfum mannvænt samfélag. Fátækt er huglæg fremur en tölfræðileg. Það segja engar samanburðartölur frá OECD neitt um hamingju þessarar þjóðar.

Þekking úr háskólum segir ekkert um menntunina.

Fallegt glerbrot í fjöru vakti lítilli stúlku meiri gleði fyrir 100 árum en 80 þúsund króni Ipod gerir í dag.

En ríkisstjórn okkar er skipuð lærðu fólki og vel meinandi. Hún hefur hinsvegar ákveðið að endurreisn þessa samfélags skuli verða á fyrri forsendum. Hún hefur ekkert fram að færa sjálf. Hún er of menntuð til að kunna það sem hún á að kunna og skilur ekki það sem hverjum manni er nauðsynlegt að skilja og er það að enginn getur sagt öðrum með neinni vissu hvað honum er fyrir bestu.

Við prófuðum samfélagið þar sem allir vildu komast yfir allt og öllum leið illa.

Börnunum þó verst.

Það er vond stjórnsýsla í landi þar sem fjölskyldan er gleymd, börnin eru ráðvillt, hrædd og líður illa. Við erum búin að ræna gleðinni úr augum barnanna okkar. Það er eiginlega óbætanlegt slys hvað sem líður niðurstöðum í efnhagsreikningi ríkissjóðs.

Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 10:30

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er mikil bjartsýnismanneskja og hef fulla trú á því að núverandi stjórnvöld muni byggja hér mannvænt samfélag. Þú talar um gömlu gildin og er það vel, en við verðum að átta okkur á því að afturhvarf til þess tíma eins og þú lýsir honum, er ekki það sem koma skal. Efling fjölskyldunnar og að halda vel utan um börnin fæst ekki með því að konurnar fari aftur heim, hætti að vinna utan heimilis. Okkur vantar mun frekar meiri sveigjanleika á vinnumarkaðinn. Hluta margra starfa er unnt að vinna heima ef fólk kýs að gera svo.

Ég er ekki sammála þér með það sem þú kallar "of menntuð". Það er einmitt hátt menntunarstig þjóðarinnar sem gerir þetta tækifæri svo spennandi og heillandi.

Þegar verið er að byggja til framtíðar þá tekur það tíma og við verðum að hafa þolinmæði til að bera.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2010 kl. 11:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Með hverju ári og með hverri ályktun lærdómsmanna sannast æ betur að hættulegasti fylgifiskur staðlaðrar "menntastefnu" er pólitísk heimska í ákvörðunum og ámæliverð þjáning barnanna í samfélaginu.

Ég veit þetta því ég hef að baki nærri 74 ár í íslensku samfélagi og ólst upp við sárustu fátækt sem sögur fara af á þeim tíma á Íslandi. Þess vegna er óþarfi að eyða tíma í að telja mér trú um eitthvað sem á að vera satt.

Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 12:20

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakkir fyrir hreinskilið og heiðarlegt svar Árni. Ekki efast ég um þína reynslu og virði hana að sjálfsögðu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2010 kl. 14:58

5 identicon

Ég er 40 árum yngri en Árni, samt hef ég sömu hugmyndir um draumasamfélag. Efling fjölskyldunnar er einmitt best úr garði gerð með því að konan, eða maðurinn, snúi aftur heim á því tímabili þegar börnin vaxa úr grasi.

Þetta má þó ekki ræða því holskefla hneykslunar feminista slær út nóaflóðið í skriðþunga ef snert er á þessu málefni. Það er ekkert að því að vera heimavinnandi, hef gert það sjálfur meðan konan kláraði nám og einnig var ekkert að því fyrir nokkrum árum. Það var ekki fyrr en sumar konur fóru að brenna brjósthaldara, eða henda þeim opinberlega í ruslið á sjöunda áratugnum sem heimavinnandi húsmóðirin fór að vera tákngerfingur kúgunar. Nokkrum árum seinna er litur nýfæddra barna á sjúkrahúsum á afskektri eyju orðinn sami tákngerfingur kúgunnar.

Ég er giftur yndislegri konu og á frábæra dóttur, svo ekki dirfast að túlka efri textann sem kvennfyrirlitningu !!

Konur eiga að hafa nákvæmlega sama rétt og karlmenn og í dag hafa þær náð þessum sama rétti, jafnvel þótt sumar konur sem aldrei virðast finna sálarró haldi öðru fram, yfirleitt er rauði þráður gagngrýni þeirra bundinn við stjórnarsetuhlutfall kynjana í einkafyrirtækjum, einnig virðist  fatarlitur nýbura og starfsheitið ráðherra valda þeim mikilli kvöl.

Núverandi ástand er einstaefna í ömulega tilveru, jafnvel enga tilveru. Enda hefur sjónvarpið tekið við uppeldinu með fullþingi Rídalíns, tölvunnar og 9 tíma skóla eða leikskólavistar.

Það hljóta allir að sjá að eitthvað hlýtur á endanum að gefa sig, reyndar er náttúran að sjá um það fyrir okkur, því fæðingartíðni á vesturlöndum er orðin það skuggaleg að eina landið sem næstum heldur sér við er Ísland, með tæp tvö börn á fjölskyldu. 

Það er yfirleitt þannig að maður missir hungrið (ég er ekki að tala um mat) þegar ástandið hefur gengið vel í langan tíma. Þegar hungrið hverfur þá bresta undirstöðurnar hægt en örugglega.

Í mínum augum eru þetta ekki spennandi tímar.

runar (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

234 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 110260

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband