Kjaftur skötuselsins - orðafar LÍÚ

Ef horft er á skötuselinn framan frá, þá virðist hann vera ógurleg skepna og erfið viðureignar. Hann getur líka örugglega bitið fast ef hann nær að festa tennur í bráð. Þegar horft er á fiskinn í heild þá virðist hann vera fremur ljót skepna með gaddaðan skráp. Lostæti mun samt vera undir skrápnum og fiskurinn verðmætur. Í raun er ógnin af fiskur þessi lítið annað en kjafturinn.

LÍÚ má líkja við skötuselinn að mörgu leiti, þeirra talsmenn eru stóryrtir og vilja láta umhverfið halda að þeir geti bitið fast. Með lokaðan munn eru þetta fremur hrjúfur hópur í umgengni og beinir göddum sínum til að hrella og hræða. Undir skrápnum eru þetta bestu skinn, stórskuldugir einstaklingar með veðsettar "eignir" í óveiddum fiski. Valdastaða þeirra byggir á veikum grunni, það er lögum frá Alþingi sem nú eru til endurskoðunar. Flæktir á margskonar viðskipta netum sem sum eru það flókin að þeir skilja þau vart sjálfir. Sem sagt þá er lítil ógn af LÍÚ ef frá eru tekin stóru orðin sem þeir spýta frá sér í ómældu magni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhanna orðaði það víst eitthvað á þá leið að það væri sami kjafturinn á útgerðarmönnum og skötuselnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 23:28

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

"Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum!" sagði Jóhanna í dag og hugleiðingin hér að ofan er í anda þeirra ummæla. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2010 kl. 01:18

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi hluti ræðunnar hennar Jóhönnu var magnaður.

Lénsherrarnir með kvótann eru orðnir hræddir og ráðvilltir. Þeir óttast að nú sé leikurinn tapaður og yfirlýsing Villhjálms Egilssonar hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. 

Það held ég að sé tilfellið. En ég þekki af gamalli reynslu að svona ræður eins og ræða Jóhönnu gagnast lítið nema þeim sé fylgt eftir.

Þá fyrst er stjórnmálamaður marktækur þegar hann sannar að hann meinti það sem hann sagði í góðri ræðu og fylgdi því eftir með því valdi sem hann hafði þegið af þjóð sinni.

Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 110312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband