Heimildin er forsetans að neita undirskrift - skynsemi neitunar er allt annað

 

Þau lög sem Ólafur Ragnar kaus að skrifa ekki undir, innihalda breytingar við gildandi lög um milliríkjasamning. Þau eru að mínu mati og margra annarra ekki tæk slíka atkvæðagreiðslu þar sem málið er allt afar flókið og tæplega hægt að ætlast til þess að almenningur hafi tök á að kynna sér það til hlítar. Ólafur Ragnar er ekki með þessari ákvörðum að auka lýðræði á Íslandi með þessari aðgerð. 

Deilan stendur um skynsemi þessarar ákvörðunar, en ekki hvort hún hafi verið heimil. Forsetinn hefur svo sannarlega fulla heimild samkvæmt stjórnarskránni til að skrifa ekki undir.

Forsetanum er hælt fyrir viðtöl við erlenda fjölmiðla þar sem hann haldi upp sjónarmiðum Íslands. Hann er orðsnjall maður og hefur verið allan sinn feril - í fjölmiðlum - stjórnmálum og sem forseti. Honum ber auðvitað að tala okkar máli og það er bara hans vinna.

Hann er þó fyrst og fremst að verja sína eigin ákvörðun og reyna að auka sitt orðspor. Hann hefur frá sumum fengi á sig orð sem forseti útrásarvíkinga og nú er hann að reka af sér það slyðruorð.  Við Íslendingar höfum bara allt annað og þarfara með okkar peninga að gera en að borga vinsældakostnað fyrir Ólaf Ragnar Grímsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Heyr heyr.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.1.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nú ertu að blaðra tóma vitleysu.

Evrópusambandið krefst að umsókn um aðild, sé afgreidd með þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar aðildarsamningur er tilbúinn og hefur fengið samþykki Framkvæmdastjórnar, Ráðherraráðs sem og Þings Evrópusambandsins. 

Aðildarsamningur, er margfalt flóknari smíð, en Icesave samningurinn.

--------------------------

Ef þú ætlar að rökstyðja mál þitt, þá ekki gera það með þvættingi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 22:59

3 identicon

Fimmmínútna formaður Framsóknar sagði í desember að málið væri svo flókið að hann væri enn ekki farinn að skilja það. Þá hafið hann verið í fullu starfi mánuðum saman við að fjalla um málið. Hvernig er hægt að ætlast til að venjulegt fólk geti kosið um þetta af einhverju viti.

Ég held að það sé afar líklegt að málið verði fellt. Stjórnin má ekki leggja of mikið undir, hún verður að halda áfram út kjörtímabilið.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:21

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þið verðið þá að krefjast þess, að það verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðild, ef einhverntíma samningur um aðild verðu kláraður.

Því, ef Icesave er of flókinn, þá vart ráða Íslendingar við að skilja margfalt flóknari samningagerð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 23:26

5 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Æ frú Hólmfríður, þú ættir að taka þér smá bloggfrí og anda aðeins með nefinu.  Að mala svona endalaust í reiðiskasti kemur þér bara út í horn í umræðunni.

Ég ætla aðeins að benda þér á tvær setningar hjá þér:

"Honum ber auðvitað að tala okkar máli og það er bara hans vinna. "

"Hann er þó fyrst og fremst að verja sína eigin ákvörðun og reyna að auka sitt orðspor."

Þessar tvær setningar eiga nefnilega allt eins vel við forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

En eftir að hafa heyrt það að gjaldeyrisforðinn sem til er dugi vel næsta árið, get ég ómögulega skilið hvaða andskotans stress það er að ganga frá þessum gjaldþrotasamningi.

Sigurður Jón Hreinsson, 9.1.2010 kl. 00:25

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Einar. Ég er ósatt við að skoðanir mínar séu afgreiddar sem þvættingur og bull. Þær eru algjörlega jafn réttháar og þínar eða annarra. Að vera ósammála einhverjum er allt annað. Ég hef oft lesið blogg frá þér og er stundum ósammála þér, en aldrei hvarflað að mér að segja að þú værir að blaðra eða færir með þvætting, þó mér hafi jafnvel fundist það. Þetta kallast mannasiðir og að vera kurteis.

Auðvitað veit ég og margir fleiri að ESB samningurinn verður flókið plagg. Það hefur legið fyrir frá upphafi umræðunnar um að til stæði að sækja um aðild, að kjósa ætti um hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú vissa gerir það að verkum að fólk mun leggja sig eftir að kynna sér þann samning auk þess sem hann verður sérstaklega kynntur af stjórnvöldum. Sú kynning mun örugglega taka lengri tíma er nokkrar vikur. Þá verður líka kosið um af eða á, Já eða nei.

Auðvitað verður það gert líka núna að velja já eða nei. Munurinn er bara sá að hér er verið að kjósa um lánskjör vegna lánasamnings sem þegar hefur verið afgreiddur sem lög frá Alþingi og staðfestur af forseta Íslands. Samningurinn sjálfur er flókinn og breytingartillagan trúlega sömuleiðis. Kosningunum þarf að flýta eins og kostur er til að lágmarka skaðann sem þýðir að tími til kynningar er mjög knappur.

Af þeim sökum hef ég skoðun að þetta mál á því stigi sem það er nú, sé ekki tækt í þjóðaratkvæðagreiðslu og tel mig rökstyðja það. Ekki það að ég þurfi að öðru leiti að verja mínar skoðanir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 00:27

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sveinn, fimm mínútna formaður Framsóknar hefur þó talað um málið í um 500 mínútur á Aþingi. 

Sæll Sigurður, ekki skortir þig rökin og kurteisina frekar en fyrri daginn. Það er mannlegt að reiðast þegar fólk sem notið hefur trausts, gerir einn daginn stór mistök og það tel ég að forsetinn hafi gert. Ég stend við þessar tvær setningar sem ég skrifaði um forsetann. Ég er þér fyllilega sammála um að sú fyrri á vel við ríkisstjórn Íslands. Síðari setningin á hins vegar alls ekki við ríkisstjornina og hefur aldrei átt. Stjórnin hefur þurft að taka margar óvinsælar ákvarðanir og leggja óvinsæl mál fyrir Alþingi eins og hækkun skatta og mikinn niðurskurð.

Ég get því ekki séð hvernig hún getur verið í vinsældaleik um þessar mundir. Ríkisstjórninni tók við sérlaga erfiðu búi og hefur verið með stjórnarandstöðu sem tafið hefur uppbyggingarstarfið. Þrátt fyrir hefur henni tekist að ná verulegum árangri sem er frábært.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 00:42

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Þórdís

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 00:45

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hómfríður - ég benti þér á að hluti af þvi sem þú sagðir, væri þvættingur.

Ég sagði ekkert um hvaða skoðun ég hefði á restinni af því sem þú hélst fram.

En, þ.e. sára einfalt, að aðildarsamningur um ESB er mjög stórt plagg. Margfalt stærra að vöxtum, en Icesave samningurinn.

Ér er að beina því að þér, að vera sjálfri þér samkvæm, því er þ.e. virkilega þín skoðun að Icesave samningurinn sé of flókinn til að alenningur geti skilið hann, þá er það augljóslega vonlaust fyrir hann að skilja aðildarsamning.

Svo, þá þarftu ef þú vilt halda slíku rökréttu samhengi, að vera andvíg því að ESB aðildarsamningur færi til þjóðaratkvæðis.

Mig grunar, að það sé ekki þín skoðun. 

En, ef þér er alveg sama, um hvort þú sért sjálfri þér samkvæm eða ekki, þá er það þitt mál.

 

Þú getur bara sleppt því að vera svona hörundsár.

Kv

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 00:56

10 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæl frú.

Við verðum seint sammála, enda er það hvorki ætlunin né til neinna bóta.  Hingað til hef ég þannig lagað verið sáttur við ríkisstjórnina ef undan er skilið þetta leiðindar ríkisábyrgðarmál.  Ég skil vel að hækka þurfi skattana og fleira þvíumlíkt.  Og ég hef jafnvel verið þeirrar skoðunar að allt sé betra en að hleypa Sjálfstæðisflokknum aftur af valdataumunum.

En viðbrögð ríkisstjórnarinnar við synjun forseta tel ég vera algera hneysu og skrif og ummæli margra stjórnarþingmanna um forsetann, algerlega óafsakanleg.  Fari svo að þetta mál falli í þjóðaratkvæðagreiðslu tel ég því einsýnt að Jóhanna verði að segja af sér og víkja af þingi.  Jafnframt vonast ég til þess að Ingibjörg Sólrún snúi þá aftur og taki við af henni og ljúki þessu máli á ásættanlegann hátt.

Það sorglegasta við þetta mál allt saman er þó það, að þjóðin hefði átt að sameinast um góða lausn á því fyrir þjóðina, ekki klofna með og á móti ríkisstjórninni. 

Sigurður Jón Hreinsson, 9.1.2010 kl. 01:01

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

"What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement."

"A protracted legal battle is in nobody’s interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 01:04

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Einar. Ert þú að vísa í einhverja aðra færslu hjá mér og þá hvaða. Ég finn ekki að ég noti orðið þvætting í færslunni hér að ofan. Hvað varðar atkvæðagreiðslu þjóðarinnar um ESB samninginn, þá vísa ég í færslu hér að ofan og stend  við hana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 02:30

13 identicon

Sæl frænka kær og gleðilegt ár!

Ég verð nú bara aðeins að tjá mig um skrifin þín.

Það má vel vera að breytingatillagan sé nokkuð flókin og líklegt að fæstir hafi áhuga eða þekkingu á að komast í gegn um torfið það, og í framahaldi mynda sér skoðun á málinu.

Ég treysti því nú samt að okkar yfirleitt ágæta fólk komi til með að bera okkur erindið í megin atriðum og hjálpa okkur almúganum að komast að niðurstöðu.

Varðandi forseta vorn; Herra Ólaf Ragnar Grimsson, verð ég að segja að LOKSINS kemur fram maður sem þorir og getur!

Ef þú hefur heyrt og lesið viðtöl við Ólaf Ragnar í erlendum fjölmiðlum síðastliðna daga, hlýtur þú að sjá hvort sem okkur líkar það betur eða verr, að hann er af sinni kunnu snilld að útskýra um hvað þetta ömurlega mál snýst og leiðrétta vitleysur sem m.a. breski forsætisráðherrann hefur verið að ljúga í landa sína upp á síðkastið. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa sem er auðvitað alveg frábært! Því flestir héldu (og reyndar margir enn) að málið snúist um hvort greiða eigi bretum og hollendingum til baka eða ekki..

Ég er sannfærður um að ákvörðun Ólafs Ragnars verði okkur til góðs er fram í sækir.  Í stað þess að staðfesta þegar í stað lög sem hengja myndi snöru um háls heillar þjóðar áratugum saman, hefur forsetinn komið á framfæri OKKAR (ekki bara hans eigin) sjónarmiðum og staðið upp í hárinu á hrokafullum og sjálfumglöðum framapoturum, sem sjá hag sinn í því að koma höggi á fáeina eyjaskeggja (álíka marga og íbúar Århus) norður undir Heimskautsbaug í því skini að breiða yfir "skítinn sinn" og ná sér í atkvæði hjá grandalausum.

Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur enginn íslenskur ráðherra eða framámaður (fyrir utan Haarde í "Hardtalk" á BBC.. enda er hann líka jafn norskur og íslenskur:-) ) séð ástæðu til að rísa upp á afturlappirnar og reynt að tala okkar máli á erlendri grundu... a.m.k. hefur það þá verið framið fyrir ansi daufum eyrum.

Bestu kveðjur og lengi lifi lýðveldið!



silli frændi þinn :-) (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 02:32

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jæja, snúðu bara út úr.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 02:42

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Silli frændi minn. Gaman að heyra frá þér. Við erum ekki sammála sé ég og ekkert við því að gera. Þú ert kurteis en beittur í framsetningu (enda af Kothvammsættinni). Ég vona svo sannarlega að úr þessu máli rætist sem fyrst (ég meina ICESAVE deilunni) hvort sem það verður gert með samningi eða atkvæðagreiðslu. Málið er í heildina ljótt, hvaða skoðun sem við höfum á því.

Er ekki allt í lagi Einar?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 05:54

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gleðilegt ár frændi og takk fyrir gamalt og gott.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 05:55

17 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hvað blöðin í þessum löndum segja, ritstjórar, geinahöfundar og fræðimenn er eitt en það sem ríkisvaldið í þessum löndum segir er annað og það er það sem skiptir máli fyrir okkur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.1.2010 kl. 10:29

18 identicon

Góð færsla hjá þér Hólmfríður, eins og margar þínar færslur. Þú ert alltaf málefnaleg.

Ég tek líka undir með Þórdísi Báru. Við erum ekki að semja við erlenda fjlölmiðla, heldur stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi.

Velviljduð (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 10:33

19 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk Velviljuð fyrir jákvætt innlit. Gott að þér finnst ég er málefnaleg, það eru sumir sem telja mig bulla. Sitt sýnist hverjum eins og vant er

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 12:24

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek undir með Þórdísi eins og þú gerir Velviljuð

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 12:25

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Forsetinn er forseti þjóðarinnar en og starfar sem slíkur en er ekki í umboði Samfylkingarinnar. Samfylkingin verður því að þola það að forsetinn tali fyrir málstað Íslands en ekki Evrópusambandsins.

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 13:57

22 identicon

Þó ég sé þeirrar skoðunar að þessi samningur við Hollendinga og Breta sé ásættanlegur virði ég það við forsetann að hafa kjark til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar og það tvívegis. Fyrri forsetar hafa skort þennan kjark, því oft hefði mátt beita þessu valdi. Til dæmis þegar kvótakerfið var samþykkt af Alþingi.

Þegar forsetinn beitir þessu valdi er ótækt að stjórnmálamennirnir geti komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, eins og stjórnarandstaðan virðist vilja í dag. Þessir sömu flokkar gerðu það við fjölmiðlalögin, og komu þannig í veg fyrir vilja forsetans.

Ég var líka þeirrar skoðunar að ríkistjórnin yrði að segja af sér ef lögin yrðu felld úr gildi, en hef skipt um skoðun eftir að hafa hlustað á forsetann segja að þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál megi ekki snúast um stöðu ríkistjórnar eða forsetans hverju sinni, því þá sé þessi aðferð til aukins lýðræðis ónýt.

Að lokum vil ég taka undir með  Þórdísi Báru, við semjum ekki við erlenda fjölmiðla, og þakka þér Hólmfríður fyrir góða pistla.

Bjarni L. Gestsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 14:27

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Deilan stendur um skynsemi þessarar ákvörðunar, en ekki hvort hún hafi verið heimil. Forsetinn hefur svo sannarlega fulla heimild samkvæmt stjórnarskránni til að skrifa ekki undir."

Jú, svo er nú það.

Það sem vantar finnst mér í umræðuna um ákvörðun forseta er,   að ekkert er horft til hvers eðlis umrætt mál er.  þ.e. milliríkjalánasamningur til að uppfylla skuldbindingar ríkisins eða snýst um fjármál ríkisisins (spurning um orðalag)

Staðreyndin er að hvergi í siðmenntuðustu löndum eru mál slíks eðlis send í þjóðaratkvæði.  Það er bara bananapólitík eins og danir segja.

Þessu hafa ísl. fjölmiðlar alveg feilað að átta sig á og ennfremur skautar forseti bara léttilega framhjá þessu grundvallaratriði í rökstuðningi sínum.

Þar fyrir utan hundsar hann álit allra meginstofnanna Ríkisins sem mest og best þekkja málið náttúrulega - og ákveður bara sisona að fokka öllu upp !

Nei, eg skal segja ykkur það við erum faktíst að tala um hneyksli hérna sem mun hafa stórkostlegan skaðakostnað í för með sér til langs tíma litið.  Hundruði ef ekki þúsundir milljarða skaðakostnað til langs tíma litið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2010 kl. 14:28

24 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einfaldlega út í hött, að Ísland gæti staðið frammi fyrir því, að vera dæmt til að borga meira, en þ.s. því ber að borga skv. núverandi samningi. Þetta er vegna þess, að EFTA dómstóllinn er búinn, að úrskurða Íslandi í vil, hvorki meira né minna, um neyðarlögin.

Neyðarlögin standast reglur Evrópusambandsins!!!

Fyrir bragðið, er einungis möguleiki á, að ef við töpum dómsmáli, að við lendum á svipuðum slóðum á ný, þ.e. að standa straum af cirka 20þ. Evrum.

Hafandi þetta í huga, og erfiða greiðslustöðu landsins vegna annarra skulda, sem gerir það verulega áhættusamt að bæta frekari skuldbindingum við, og að auki hafandi í huga lagalega óvissum um hvort við eigum að borga; þá tel ég að við eigum að láta hart mæta hörðu, og leika "hardball" við Breta og Hollendinga.

Jafnvel, að taka áhættuna á dómsmáli, er því er að skpta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 14:34

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Neyðarlögin standast reglur Evrópusambandsins!!!"

Nei.  Eg hef margútskýrt um hvað bráðabirgðaálit ESA er.  Marg gert það.

Það er um þann hluta neyðarlaganna - að gera innlán að forgangskröfum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2010 kl. 14:41

26 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að sjálfsögðu, er það álit um þann þátt.

Á hinn bóginn, þ.s. EFTA er þar með búið að viðurkenna gildi neyðarréttar, sem ekki er oft beitt en er ein af meginreglum ESB, þ.e. meginstoðum; þá er EFTA í raun búið að úrskurða að sú mismunun er aðilar hafa verið að tala um, hafi verið réttmætt í samhenginu neyðarréttur.

Þar með er krafa um greiðslur umfram 20þ. úr sögunni, því hún þarf að byggjast á einhverri reglu; í því tilviki á því að um mismunun væri að ræða.

------------------------------------------

Ég tel að álit prófessorsins styðji þessa skoðun mína:

Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

"What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement."

--------------------------------

Þá vísa ég til þess, að hann telur að Bretar og Hollendingar fái ekki meira, þó þeir vinni dómsmál.

Þá, hlýtur hann að vera að vísa til þess, að spurningunni um mismunun hafi verið svarað með dómi nú þegar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 15:21

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, það fjallar náttúrulega líka,  að hluta til, um þann gjörning að taka eignir og útúr gömlu bönkunum og inní nýtt dæmi - en það hangir auðvitað saman við það að gera eignir að forgangskröfum.

Það er líka atriði sem margir íslendingar átta sig engan veginn á.  Þ.e. að eignir voru einfaldlega teknar til að dekka innstæður í nýju ísl. bönkunum.  Og það var gert uppí topp !

Svo vilja sumir núna að eignir dekki aðeins lágmarkið, um 20.000 evrur,  og svo það sem fyrir ofan það er eftir atvikum.  Nær auðvitað engri átt.  klárt brot á öllum jafnræðisreglu  og tómt mál að tala um.  Einir verða að ganga jafnt til þess sem bretar ábyrgjast g lágmarkið sem TIF ábyrgist.  Eg sé enga leið hjá því.  En í samningum fékkst nú í gegn að EFTA dæmdi um það.  Líklega búið að eyðileggja þann möguleika núna með þessari vitleysu sem er í gangi.

EN - aftur að áliti ESA - þá segja þeir nú skýrum stöfum að í álitinu sé eigi tekin afstaða til mismununar innstæðueigenda eftir búsetu:

 "As your clients are not depositors, this letter does not deal with the compatibility under EEA law of the difference in treatment, due to the Icelandic emergency measures,  between domestic deposits and deposits held in branches of Icelandic banksi n other EEA States."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2010 kl. 17:08

28 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ómar. Gott að sjá þig á síðunni minni. Skaðinn af þessum stælum forsetans við Ríkisstjórnina eins og Þorsteinn Pálsson orðar það í grein í Fréttablaðinu í dag, hann er í raun ófyrirséður eins og þú talar um. Ég hélt satt að segja að skuldir okkar væru nægar og mikið meira en það.

Þetta klúður forsetans sýnir okkur svo átakanlega hvað stjórnarskráin okkar er meingölluð að mörgu leiti miðað við stjórnarhætti í nútímasamfélagi. Íhaldið talaði fjálglega s.l. vor um kostnað við Stjórnlagaþing. Sá kostnaður er bara nokkrir fimmeyringar miðað við þessi ósköp.

Eðli þessa máls er eins og þú segir réttilega Ómar, með þeim hætti að það hentar ALLS EKKI í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég þykist vita að hr Heilagur sannleikur komi hér á eftir og tali enn og aftur um bullið í mér. Og þá bara gerir hann það.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 17:13

29 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jón Baldvin Hannibalsson benti á þann möguleika 5. jan sl að nú muni Bretar og Hollendingar gera kröfu um alla skuldinda fyrir dómi, en ekki bara lágmarkið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 17:20

30 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eins og skýrt kenur fram hjá mér, Hólmfríður, hafa Bretar og Hollendingar, enga forsendur lögfræðilega, fyrir slíkri kröfu.

Efta hefur þegar, staðfest að aðgerðir Íslands með setningu neyðarlaganna, hafi ekki brotið reglur ESB. Þar með talið, hafnar EFTA röksemdinni um mismunun.

Án þeirrar röksemdar, er slík krafa einfaldlega ómögulegt.

Ég vek einnig enn á ný, athygli á:

Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

Þ.s. hann bendir á lagalega óvissu.

Hans niðurstaða er:

 "...the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement."

Hvað sem Jón B. segir, þá er hann ekki Dr. í Evrópurétti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 19:43

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

" "As your clients are not depositors, this letter does not deal with the compatibility under EEA law of the difference in treatment, due to the Icelandic emergency measures,  between domestic deposits and deposits held in branches of Icelandic banksi n other EEA States."

----------------------------------

Ómar - þ.e. samt mjög ólíklegt, að þeir geti krafist greiðslu umfram 20þ. Evrur, þ.s. eftir allt saman, þá hafa Bretar sjálfir ábyrgst fyrir sína landa heima fyrir, en ekki alls staðar þ.s. breska krúnan ræður ríkjum, hefur lögsögu.

Ég held mig við orð prófessorsins, þess efnis, að krafa umfram 20þ. Evrur sé mjög ólíkleg, til að fá samþykki fyir dómi.

Hafðu í huga, að krafa umfram 20þ. Evrur hefur enga lagstoð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 19:52

32 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Einar. Það er gott ef satt reynist til framtíðar að ekki séu forsendur til að gera kröfu um heildarinnistæðurnar. Álitin um þetta mál eru bara orðin svo mörg og mismunandi að trúverðugleiki þeirra hvers og eins er veikari fyrir vikið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 21:31

33 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jón Baldvin er því miður ekki einn um þessa skoðun eða álit.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 21:32

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einar, hver eru rök þessa  Waibel fyrir því að bretar fái ekki umfram lágmarkið fyrir dómi ?  Jafnræðisregla EES er bara svo sterk.  Hún þýðir að aðilar í erlendum útibúum (og note: ef sjallar hefðu haft þetta í dótturfélagi þá værum við ekkert að tala um efnið núna) eiga rétt á nákvamlega sömu meðhöndlun og neytendur í innlendum útibúum.

Nú, svo má benda á að þessi Waibel er sami Waibel og svokallaðir indefens drógu upp úr handraðanum þegar fyrirvararnir voru til umræðu í sumar.  Eins og við  manninn mælt - það var allt ómögulegt við fyrirvarana og gott ef þeir voru ekki "ólöglegir" - Minnir það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2010 kl. 23:00

35 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hólmfríður - <Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK.> - hefur engin tengsl við deiluna hér innan lands.

Hans grein, er byrt á FT.com eftir allt saman, þ.e. Financial Times.

Sem prófessor í lögum, við breskan háskóla, hafa hans orð, mikla vigt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 23:37

36 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Einar, hver eru rök þessa  Waibel fyrir því að bretar fái ekki umfram lágmarkið fyrir dómi ?  Jafnræðisregla EES er bara svo sterk.  Hún þýðir að aðilar í erlendum útibúum (og note: ef sjallar hefðu haft þetta í dótturfélagi þá værum við ekkert að tala um efnið núna) eiga rétt á nákvamlega sömu meðhöndlun og neytendur í innlendum útibúum."

----------------------------------------

Ómar - EFTA dómstóll hefur þegar samþykkt, neyðarrétt okkar.

En, neyðarréttur, er ein af grunnstoðum ESB laga.

Honum er mjög sjaldan beitt. Þess vegna, er hann ekki mjög þekktur.

En, þú ættir samt að kannast við neyðarréttin, sbr. frasann að ESB gangi aldrei gegn grunnhagsmunum þjóðar.

Ríki ESB hafa einfaldlega heimild, til að afnema tímabundið, vegna e-h krísuástands, þætti ESB laga og reglna ESB, jafnvel þegar eiga í hlut grunnreglur.

Það ástand sem er á bakvið slík viðbrögð, þarf þá að sjálfsögðu að vera raunverulega fyrir hendi. Rök þess lands fyrir nausðyn aðgerða þurfa að vera sannfærandi. Þau, þurfa að standast fyrir dómi.

---------------------------------

Vegna þess, að reglur EES byggja á reglum ESB, þá gilda einnig sömu reglur á EES.

Þetta er svarið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 23:44

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og eg hef áður bent á,  þá samþykkir ESA (sem betur fer) það að innstæður séu gerðar að forgangskröfu og þann gjörning að skuldir og eignir á móti hafi verið teknar sisona útúr gömlu bönkunum og inní hina nýju.

Sko, ef maður les rökstuðninginn hjá þeim - hver er hann heilt yfir, eða allavega afar mikilvægt greinilega ?

Jú, nefnilega að við gjörninginn, þ.e. að breita kröfuhafaröðinni - var ekki mismunað gagnvart þjóðerni/búsetu !  þ.e. það bitnaði jafnt á innlendum sem erlendum að færast aftar í röðina !  (get bent þér á þenna rökstuðning ef þú villt, það er orðað miklu betur í álitinu)

Nú, svo er tekið sérstaklega fram, að í álitinu sé ekki tekin afstaða til mismununar innstæðueigenda - vegna þess að þaðeru ekki innstæðueigendur sem í þessu tilfelli eru að leita eftir áliti ESA heldur kröfuhafar sem lentu aftar í röðinni.

Meina, þeir eru nánast að segja að augljóslega sé það gróf mismunun sem sé ótæk !  Þeir eru nánast að segja það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2010 kl. 00:32

38 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei - þarna ertu að lesa á milli lína.

Með því að segjast ekki vera að fjalla um e-h tiltekið, er einungis verið að tilgrein hvað er fjallað um og hvað ekki.

Dómar, gera alltaf slíkt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 01:42

39 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Einar og Ómar. Mér finnst að þarna í skrifum ykkar sé ICESAVE málið í hnotskurn. Álit á móti áliti sem styður mína afstöðu enn frekar að þetta mál er ekki tækt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 02:49

40 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hún er á leiðinni, Hólmfríður, nema að stjórn og stjórnarandstaða komist að samkomulagi, um næstu skref; þ.e. um akkúrat hvað, á að ræða við Breta og Hollendinga, næst.

Þú getur þá velt fyrur þér, hvort er líklegra, að slíkt samkomulag náist, eða að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. 

-------------------------------------------------

Ég get allavegna bent, á álit talsmanns Fitch Rating, sem telur Ísland standa frammi fyrir "deadline" þegar stóra afborgunin af láninu, sem tekið var til að endurreisa fjárhag Seðlabanka kemur á árinu 2011.

Þannig séð, getum við framkvæmt þessa þjóðaratkvæðagreiðsu, sest aftur niður hér heima til að ná áttum eftir þá niðurstöðu, síðan talað aftur við Breta og Hollendinga.

Í bretlandi verða stjórnarskipti eftir 5 mánuði, svo þá verður sennilega komin ný stjórn, næst þegar við erum tilbúin.

Þá fara næsta síðsumar - haustmánuðir, í næstu samingalotu.

Nóg skv. orðum talsmanns Fitch Rating, að vera búin að tryggja það fjármagn nálægt næstu áramótum.

--------------------------------------


Frétt Bloomberg um "Nei" forseta vor

Skoðaðu svo hlekkinn sem inniheldur Video viðtal við talsmann "Fitch Rating".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 13:17

41 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég veit vel að Þjóðaratkvæðagreiðslan er handan við hornið þó fáránleg sé. Málið er jafn ótækt í slíka atkvæðagreiðsu fyrir það. Því miður tel ég samningaleiðina ekki standa opna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 13:48

42 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einar, þú hlýtur þó að viðurkenna að ekki er fjallað um mismununarþáttinn milli innstæðueigenda eftir þjóðerni/búsetu í áliti ESA - eða hvað ?

Auk þess þá nær sá möguleiki um að í dómsferli mundi ísland þurfa etv. að greiða meira - ekki  aðeins til hærri upphæðar per reikning.

Nei, nær líka til reikninga er sveitafélög og eða félagasamtök ýmiskonar áttu þarna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2010 kl. 14:55

43 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - sveitarfélögin, eru einfaldlega í hópi kröfuhafa í bankanna. Þeir eru ekki hluti af skildutryggingu skv. reglum ESB um innistæðutryggingar.

Þannig, að mál þeirra kemur TIF (Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta) ekkert við, né deilunni við Hollendinga og Breta.

Það, að EFTA staðfestir réttmæti Neyðarlaganna, þ.e. aðgerðir til að koma í veg fyrir algert fjármálahrun hérlendis; þ.e. yfirfærslu eigna til nýrra banka, og það að TIF var veitt forgangur í kröfur; að mínu mati, lokar á þeirra séns, til að kollvarpa neyðarlögunum út frá forsendum laga og réttar ESB og EES.

EFTA telur ekki, að veiting forgangréttar til TIF, né færsla eigna yfir til nýju bankanna, eða að sú aðgerð ísl. stjórnvalda að tryggja allar innistæður á Íslandi; hafi verið brot á lögum ESB/EES.

----------------------------------------------

Þegar fólk veltir fyrir sér því hvort mismunun hafi falist í því, að ísl. stjórnvöld tryggðu ekki innistæður Landsbanka í Bretlandi, með sama hætti og innistæður á Íslandi; þá ber að hafa ofantalið í huga.

Að auki, að bresk og hollensk stjórnvöld hafa einnig, eins og ísl. stjórnvöld gerðu, þ.e. tryggt allar innistæður í eigin landi.

Hafa ber í huga, að Bretar hafa ekki alls staðar tryggt, innistæður að sama marki þ.s. bresk lög ríkja, sbr. eyna Mön. Ef þeir fara í mál gegn Íslandi, þá um leið skapa þeir fordæmi gagnvart sjálfum sér.

Stóra málið er, að allar innistæður hafa verið tryggðar, sem lögum og reglum skv. ber að tryggja.

Málsstaður Breta, er miklu mun veikari, en margir vilja láta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 15:44

44 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einar, þú sagði í gær að eg væri að lesa milli línanna er ég kom með skýrt afmarkaða klusu úr álitinu sem sagði að eigi bæri verið að fjalla um mismunun innstæðueigenda.

Nú, síðasta innlegg þitt er ekki bara að lesa milli línana - heldur faktískt þurkarðu út öll orð og semur bara uppúr sjálfum þér !  Má segja.

Td. bara þetta:  "sveitarfélögin, eru einfaldlega í hópi kröfuhafa í bankanna. Þeir eru ekki hluti af skildutryggingu skv. reglum ESB um innistæðutryggingar."

Í álitinu fyrir geradómi færa Bretarni afar sterk lög um að nefndir aðilar falli undir mismununarprinsippið.  Að ef það væri haft í huga mundu slíkir aðilar falla undir ábyrgð íslands.

Why ?  Einfaldlega vegna þess að slíkir eru ekki undanskyldir frá bótum í íslensku lögunum !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2010 kl. 16:23

45 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"afmarkaða klausu úr álitinu sem sagði að eigi væri verið að fjalla um etc"

 Og segjum þetta gott í bili.

Við þurfum hvort sem er ekki að borga ! 

Eva Joli og fyrrverandi maóisti sem samdi Dírektíf 94/19 eru búinn að dæma þar að lútandi.

Gott mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2010 kl. 16:26

46 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ómar Bjarki. Kærar þakkir fyrir að halda hér uppi virki og fróðlegri umræðu til mótvægis við Einar, sem er bara farinn að vera málefnalegur í minn garð (hættur að tala um bull og þvaður) sem er til mikilla bóta. Ég hef vissulega mínar efasemdir um það sem það sem hann og fleiri (í Silfri Egils) halda fram. Takk aftur Ómar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 17:23

47 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - þ.e. einfaldlega misjaftn, hve langt einstök ríki ESB gengu í því, að tryggja fjármuni aðila.

Þetta voru neyðar-aðgerðir, skv. prinsippinu að ef grunnhagsmunir eru í húfi, þá er heimilt að víkja til hliðar, annars gildandi reglum, ef sú aðgerð þjónar því markmiði að verja þessa grunnhagsmuni.

Sum ESB ríki, ávkáðu eins og Ísland gerði að verja allar innistæður á eigin yfirráðasvæði, á meðan að sum eins og Bretland undsnskildi sum eins og innistæður í eigu sveitarfélaga.

---------------------------------------------

EFTA er búið að svara því, að aðgerðir ísl. stjórnvalda hafi uppfyllt prinsippið, um neyðaraðgerðir á grundvelli þess að grunnhagsmunum væri ógnað.

Ef dómstóll, fer að skoða aðgerðir Íslands, þ.e. einstaka hluta þeirra nánar, þá fer hann einnig að meta sambærilegar aðgerðir annarra ríkja í sambærilegum tilgangi ög þá kemur í ljós, að Ísland var ekki eitt um að verja allar innistæður.

-------------------------------------------

Þú verðu að athuga - akkúrat hvaða hugsanlegu mismunun þeir voru að vísa til. Þ.e. þeir fjölluðu ekki um, hvort Ísland hefði átt að greiða breskum innistæðueigendum,  umfram lágmarkstrryggingu.

En, þeir hafa samþykkt, að það var í lagi, að Ísland greiddi innlenda reikninga upp í topp, alveg með sama hætti og aðgerðir annarra Evrópuríkja í sama tilgangi hafa ekki sætt mjög alvarlegri gagnrýni.

Þ.s. lönd Evrópu voru almennt, að tryggja innistæður, á þeim tíma, og Bretar sjálfir kusu ekki að greiða innistæður alls staðar á sínu yfirráðasvæði, þá eru þeir ekki endilega, í góðum málum sjálfir, ef þeir leitast við að fylgja þeim punkti áfram, sem þú hamast á.

----------------------------------

Ómar þú þarft að skilja, að grunnútgangspunkturinn, er neyðarréttur Íslands. Næsti dómur, hlýtur að byggja á sama prinsippi. Þá þarf dómurinn, að meta hvort einhverjar líkur eru til þess, að Ísland geti staðið undir slíkum greiðslum. Dómstóllinn fer aldrei í þann farveg, að grafa undan því prinsippi sem hann sjálfur hefur tekið til grundvallar.

Að auki skoðar hann einnig lagalega óvissu, hugsanlega eða líklega. Að auki aðgerðir annarra landa, sem eru svipaðar. Ofan á þetta, hugsanlega eldri dóma, er tengjast þeim spurningum með einhverjum hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband